Innsláttarvilla leiðrétt og áheitasíða Kristins komin í loftið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 10:39 Kristinn Sigurjónsson er kominn með tvö þúsund krónur á áheitasíðunni sem nú hefur verið opnuð. visir/vilhelm Upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur sem stendur að Reykjavíkurmaraþoninu hefur beðið Kristinn Sigurjónsson afsökunar á því að hann hafi ekki getað safnað áheitum um helgina. Ekkert sé þó til í samsæriskenningu hans um að um þöggun sé að ræða vegna þess málefnis sem hann hafi ákveðið að hlaupa fyrir. Einfaldlega hafi verið um innsláttarvillu að ræða þegar hann var skráður inn í kerfið. Kristinn skráði sig í tíu kílómetrahlaupið á fimmtudaginn. Hann tilkynnti við það tilefni að hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félags um foreldrajafnrétti. Hann birtist hins vegar ekki á heimasíðunni Hlaupastyrkur þar sem áheitum var safnað. Velti hann fyrir sér hvort um þöggun væri að ræða. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Hann hefði sent póst en fengið svör um að álagið væri mikið og ekkert hefði gerst.Úr Lækjargötu á laugardaginn.Vísir/EinarÁrnaAllir búnir á því í gær Anna Lilja Sigurðardóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir leiðinlegt að Kristinn hafi ekki getað safnað styrkjum um helgina. Flestir sem söfnuðu áheitum hafi skráð sig rafrænt til leiks en svo hafi einhverjir gert það í persónu í Laugardalshöll. Upplýsingar þeirra eru því skráðar í framhaldinu inn á vefinn en í tilfelli Kristins hafi greinilega verið gerð innsláttarvilla. Hann sé ekki sá eini sem hafi lent í því. Um helgina hafi mannskapurinn verið á fullu að starfa við sjálft hlaupið á laugardeginum. „Í gær voru allir búnir á því,“ segir Anna Lilja.Alls engin þöggun Anna Lilja hefur beðið Kristinn velvirðingar á mistökunum á Facebook-síðu hans og um leið bent honum á að áheitasíðan hans sé orðin virk. Síðan sé opin til miðnættis og því enn hægt að safna áheitum. „Hann er kominn með fyrsta áheitið,“ segir Anna Lilja en Ásgeir nokkur Örn hefur styrkt Kristinn um tvö þúsund krónur.Hún þvertekur fyrir að um þöggun sé að ræða. „Það á ekki við rök að styðjast. Svona getur alltaf komið fyrir þegar skráningar eru gerðar handvirkt á síðustu stundu. Það er bara leiðinlegt að við tókum ekki eftir þessu fyrr.“ Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur sem stendur að Reykjavíkurmaraþoninu hefur beðið Kristinn Sigurjónsson afsökunar á því að hann hafi ekki getað safnað áheitum um helgina. Ekkert sé þó til í samsæriskenningu hans um að um þöggun sé að ræða vegna þess málefnis sem hann hafi ákveðið að hlaupa fyrir. Einfaldlega hafi verið um innsláttarvillu að ræða þegar hann var skráður inn í kerfið. Kristinn skráði sig í tíu kílómetrahlaupið á fimmtudaginn. Hann tilkynnti við það tilefni að hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félags um foreldrajafnrétti. Hann birtist hins vegar ekki á heimasíðunni Hlaupastyrkur þar sem áheitum var safnað. Velti hann fyrir sér hvort um þöggun væri að ræða. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Hann hefði sent póst en fengið svör um að álagið væri mikið og ekkert hefði gerst.Úr Lækjargötu á laugardaginn.Vísir/EinarÁrnaAllir búnir á því í gær Anna Lilja Sigurðardóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir leiðinlegt að Kristinn hafi ekki getað safnað styrkjum um helgina. Flestir sem söfnuðu áheitum hafi skráð sig rafrænt til leiks en svo hafi einhverjir gert það í persónu í Laugardalshöll. Upplýsingar þeirra eru því skráðar í framhaldinu inn á vefinn en í tilfelli Kristins hafi greinilega verið gerð innsláttarvilla. Hann sé ekki sá eini sem hafi lent í því. Um helgina hafi mannskapurinn verið á fullu að starfa við sjálft hlaupið á laugardeginum. „Í gær voru allir búnir á því,“ segir Anna Lilja.Alls engin þöggun Anna Lilja hefur beðið Kristinn velvirðingar á mistökunum á Facebook-síðu hans og um leið bent honum á að áheitasíðan hans sé orðin virk. Síðan sé opin til miðnættis og því enn hægt að safna áheitum. „Hann er kominn með fyrsta áheitið,“ segir Anna Lilja en Ásgeir nokkur Örn hefur styrkt Kristinn um tvö þúsund krónur.Hún þvertekur fyrir að um þöggun sé að ræða. „Það á ekki við rök að styðjast. Svona getur alltaf komið fyrir þegar skráningar eru gerðar handvirkt á síðustu stundu. Það er bara leiðinlegt að við tókum ekki eftir þessu fyrr.“
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira