Innsláttarvilla leiðrétt og áheitasíða Kristins komin í loftið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 10:39 Kristinn Sigurjónsson er kominn með tvö þúsund krónur á áheitasíðunni sem nú hefur verið opnuð. visir/vilhelm Upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur sem stendur að Reykjavíkurmaraþoninu hefur beðið Kristinn Sigurjónsson afsökunar á því að hann hafi ekki getað safnað áheitum um helgina. Ekkert sé þó til í samsæriskenningu hans um að um þöggun sé að ræða vegna þess málefnis sem hann hafi ákveðið að hlaupa fyrir. Einfaldlega hafi verið um innsláttarvillu að ræða þegar hann var skráður inn í kerfið. Kristinn skráði sig í tíu kílómetrahlaupið á fimmtudaginn. Hann tilkynnti við það tilefni að hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félags um foreldrajafnrétti. Hann birtist hins vegar ekki á heimasíðunni Hlaupastyrkur þar sem áheitum var safnað. Velti hann fyrir sér hvort um þöggun væri að ræða. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Hann hefði sent póst en fengið svör um að álagið væri mikið og ekkert hefði gerst.Úr Lækjargötu á laugardaginn.Vísir/EinarÁrnaAllir búnir á því í gær Anna Lilja Sigurðardóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir leiðinlegt að Kristinn hafi ekki getað safnað styrkjum um helgina. Flestir sem söfnuðu áheitum hafi skráð sig rafrænt til leiks en svo hafi einhverjir gert það í persónu í Laugardalshöll. Upplýsingar þeirra eru því skráðar í framhaldinu inn á vefinn en í tilfelli Kristins hafi greinilega verið gerð innsláttarvilla. Hann sé ekki sá eini sem hafi lent í því. Um helgina hafi mannskapurinn verið á fullu að starfa við sjálft hlaupið á laugardeginum. „Í gær voru allir búnir á því,“ segir Anna Lilja.Alls engin þöggun Anna Lilja hefur beðið Kristinn velvirðingar á mistökunum á Facebook-síðu hans og um leið bent honum á að áheitasíðan hans sé orðin virk. Síðan sé opin til miðnættis og því enn hægt að safna áheitum. „Hann er kominn með fyrsta áheitið,“ segir Anna Lilja en Ásgeir nokkur Örn hefur styrkt Kristinn um tvö þúsund krónur.Hún þvertekur fyrir að um þöggun sé að ræða. „Það á ekki við rök að styðjast. Svona getur alltaf komið fyrir þegar skráningar eru gerðar handvirkt á síðustu stundu. Það er bara leiðinlegt að við tókum ekki eftir þessu fyrr.“ Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur sem stendur að Reykjavíkurmaraþoninu hefur beðið Kristinn Sigurjónsson afsökunar á því að hann hafi ekki getað safnað áheitum um helgina. Ekkert sé þó til í samsæriskenningu hans um að um þöggun sé að ræða vegna þess málefnis sem hann hafi ákveðið að hlaupa fyrir. Einfaldlega hafi verið um innsláttarvillu að ræða þegar hann var skráður inn í kerfið. Kristinn skráði sig í tíu kílómetrahlaupið á fimmtudaginn. Hann tilkynnti við það tilefni að hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félags um foreldrajafnrétti. Hann birtist hins vegar ekki á heimasíðunni Hlaupastyrkur þar sem áheitum var safnað. Velti hann fyrir sér hvort um þöggun væri að ræða. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Hann hefði sent póst en fengið svör um að álagið væri mikið og ekkert hefði gerst.Úr Lækjargötu á laugardaginn.Vísir/EinarÁrnaAllir búnir á því í gær Anna Lilja Sigurðardóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir leiðinlegt að Kristinn hafi ekki getað safnað styrkjum um helgina. Flestir sem söfnuðu áheitum hafi skráð sig rafrænt til leiks en svo hafi einhverjir gert það í persónu í Laugardalshöll. Upplýsingar þeirra eru því skráðar í framhaldinu inn á vefinn en í tilfelli Kristins hafi greinilega verið gerð innsláttarvilla. Hann sé ekki sá eini sem hafi lent í því. Um helgina hafi mannskapurinn verið á fullu að starfa við sjálft hlaupið á laugardeginum. „Í gær voru allir búnir á því,“ segir Anna Lilja.Alls engin þöggun Anna Lilja hefur beðið Kristinn velvirðingar á mistökunum á Facebook-síðu hans og um leið bent honum á að áheitasíðan hans sé orðin virk. Síðan sé opin til miðnættis og því enn hægt að safna áheitum. „Hann er kominn með fyrsta áheitið,“ segir Anna Lilja en Ásgeir nokkur Örn hefur styrkt Kristinn um tvö þúsund krónur.Hún þvertekur fyrir að um þöggun sé að ræða. „Það á ekki við rök að styðjast. Svona getur alltaf komið fyrir þegar skráningar eru gerðar handvirkt á síðustu stundu. Það er bara leiðinlegt að við tókum ekki eftir þessu fyrr.“
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira