Fótbolti

Breytti nafninu sínu í Lionel Messi og er búinn að finna sér félag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ekki er vitað hver viðbrögð þeirra Ernesto Valverde og Leo Messi voru við því að Lionel Messi er ekki lengur eini fótboltamaðurinn sem heitir Lionel Messi.
Ekki er vitað hver viðbrögð þeirra Ernesto Valverde og Leo Messi voru við því að Lionel Messi er ekki lengur eini fótboltamaðurinn sem heitir Lionel Messi. Getty/Joan Valls
Ungir piltar taka oft upp á ótrúlegustu hlutum á táningsárunum en sumir fara þó lengra en aðrir. Það á við einn sextán ára gamlan norskan pilt.

Hann hét Daniel Are Knutsen og er sextán ára gamall. Hann skrifaði þó ekki nafnið Daniel Are Knutsen á nýja samninginn sinn.





Áður en Daniel Are Knutsen samdi við þriðju deildarfélagið IK Junkeren þá hafði hann löglega skipt um nafn.

Strákurinn heitir nú löglega Lionel Messi og því er óhætt að slá því upp að Lionel Messi hafi samið við norska þriðju deildarfélagið IK Junkeren.

Hinn nýskírði Lionel Messi er svo mikill aðdáandi Lionel Messi að hann ákvað að ganga svo langt að nota sama nafn til heiðurs argentínsku hetjunni sinni.





Verdens Gang sagði frá félagsskipum Lionel Messi og tók stutt viðtal við hann.

„Ég vil segja það að ég reyni eins og ég get að spila eins og hann. Það er möguleiki að sjá eitthvað líkt með okkur en ég veit að ég er ekki eins hæfileikaríkur,“ sagði Lionel Messi yngri í viðtalinu við VG.

Runar Bo Eriksen, framkvæmdastjóri Junkeren, staðfesti við VG að strákurinn byrji að spila með sextán ára liði félagsins en vonar að honum takist að vinna sér sæti í meistaraflokksliðinu.

„Ég grínaðist með það að nú þyrftum við bara að leita að Cristiano Ronaldo,“ sagði Runar Bo Eriksen við VG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×