G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 26. ágúst 2019 07:49 Emmanuel Macron Frakklandsforseti tjáði fréttamönnum á fundi G7-ríkjanna í gær að samningurinn muni fela í sér tæknilega og fjárhagslega aðstoð. Vísir/EPA Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amason-regnskógunum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tjáði fréttamönnum á fundi G7-ríkjanna í gær að samningurinn muni fela í sér tæknilega og fjárhagslega aðstoð fyrir ríki þau Suður-Ameríku sem orðið hafa hvað verst úti í eldunum. Ætlað er að samkomulagið verði kynnt síðar í dag, fyrir lok G7-fundarins.Sjá einnig: Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Hávær krafa hefur verið uppi um að alþjóðasamfélagið grípi í taumana, enda eru Amason-regnskógarnir mikilvæg uppspretta súrefnis fyrir alla heimsbyggðina og heimkynni þriggja milljóna plantna og lífvera. Þá býr um það bil ein milljón frumbyggja í skóginum. Frakklandsforseti er ekki sá eini sem hefur boðið fram aðstoð sína, en á meðal þeirra sem hafa lofað því að veita aðstoð vegna eldanna er nýr forsætisráðherra Breta, Boris Johnson. Ætlar hann að leggja til tíu milljónir punda til þess að vernda regnskóginn og sporna við eldunum. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið harðlega gagnrýndur af alþjóðasamfélaginu fyrir aðgerðaleysi og sagður eiga þátt í eldunum með því að hafa hvatt bændur og verkafólk á svæðinu til þess að ryðja burtu skóglendi. Á föstudag sendi hann hersveitir á vettvang til þess að reyna að vinna bug á skógareldunum eftir aukna pressu frá alþjóðasamfélaginu og gagnrýni þjóðarleiðtoga víða um heim. Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Loftmyndir sýna gríðarlega mikla eyðileggingu eftir Amasónelda Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónfrumskóginum frá því að mælingar hófust 25. ágúst 2019 21:45 Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. 24. ágúst 2019 17:57 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amason-regnskógunum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tjáði fréttamönnum á fundi G7-ríkjanna í gær að samningurinn muni fela í sér tæknilega og fjárhagslega aðstoð fyrir ríki þau Suður-Ameríku sem orðið hafa hvað verst úti í eldunum. Ætlað er að samkomulagið verði kynnt síðar í dag, fyrir lok G7-fundarins.Sjá einnig: Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Hávær krafa hefur verið uppi um að alþjóðasamfélagið grípi í taumana, enda eru Amason-regnskógarnir mikilvæg uppspretta súrefnis fyrir alla heimsbyggðina og heimkynni þriggja milljóna plantna og lífvera. Þá býr um það bil ein milljón frumbyggja í skóginum. Frakklandsforseti er ekki sá eini sem hefur boðið fram aðstoð sína, en á meðal þeirra sem hafa lofað því að veita aðstoð vegna eldanna er nýr forsætisráðherra Breta, Boris Johnson. Ætlar hann að leggja til tíu milljónir punda til þess að vernda regnskóginn og sporna við eldunum. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið harðlega gagnrýndur af alþjóðasamfélaginu fyrir aðgerðaleysi og sagður eiga þátt í eldunum með því að hafa hvatt bændur og verkafólk á svæðinu til þess að ryðja burtu skóglendi. Á föstudag sendi hann hersveitir á vettvang til þess að reyna að vinna bug á skógareldunum eftir aukna pressu frá alþjóðasamfélaginu og gagnrýni þjóðarleiðtoga víða um heim.
Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Loftmyndir sýna gríðarlega mikla eyðileggingu eftir Amasónelda Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónfrumskóginum frá því að mælingar hófust 25. ágúst 2019 21:45 Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. 24. ágúst 2019 17:57 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Loftmyndir sýna gríðarlega mikla eyðileggingu eftir Amasónelda Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónfrumskóginum frá því að mælingar hófust 25. ágúst 2019 21:45
Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. 24. ágúst 2019 17:57
Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45