Erlent

Starfs­maður bresku ræðis­manns­skrif­stofunnar sem var í haldi Kín­verja aftur kominn til Hong Kong

Eiður Þór Árnason skrifar
Handtaka Cheng átti sér stað á sama tíma og hrina fjöldamótmæla fer fram í Hong Kong. Ferðamenn hafa greint frá því að öryggisgæsla á landamærum Hong Kong og Kína hafi aukist eftir að mótmælin hófust.
Handtaka Cheng átti sér stað á sama tíma og hrina fjöldamótmæla fer fram í Hong Kong. Ferðamenn hafa greint frá því að öryggisgæsla á landamærum Hong Kong og Kína hafi aukist eftir að mótmælin hófust. Getty/Chris McGrath
Simon Cheng, starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong, sem var í haldi Kínverja í fimmtán daga hefur nú snúið aftur til Hong Kong. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans í gær. Ekkert hafði spurst til hans í tæpar tvær vikur áður en talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins greindi frá því að Cheng hafi verið hrepptur í fimmtán daga varðhald.

Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast. Talsmaður lögreglu í Luohu héraðinu í Shenzen í Kína hefur staðfest við fjölmiðla að Cheng hafi verið sleppt úr haldi.

Nokkuð óljóst er hvers vegna Cheng var handekinn af lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá kínverskum yfirvöldum var Cheng handtekinn af lögreglu í Shenzhen á meginlandi Kína fyrir brot á víðtækri afbrotalöggjöf. Löggjöfin nær yfir fjölda afbrota sem eru of smávægileg til að teljast glæpir. Hún hefur áður verið notuð til að gera lögreglu kleift að rannsaka grunaða einstaklinga áður en frekari ákvörðun er tekin um ákæru.

Annie Li, kærasta Cheng, greindi áður frá því að ekkert hafi heyrst til hans eftir að hann tilkynnti henni um för sína yfir landamærin milli Shenzhen og Hong Kong.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×