Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2019 19:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinnu tók tíu búkmyndavélar til notkunar í tilraunskyni árið 2016. Í byrjun árs var ákveðið að fjölga vélunum og nýlega festi embættið kaup á tæplega fjörutíu vélum.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir að verklagsreglur um notkun myndavélanna verði gefnar út á næstu dögumVísir.„Þannig að embættið hefur á að skipa tæplega fimmtíu vélum eða frá og með síðasta föstudegi," segir Ásgeir. Lögreglumenn sem sinntu löggæslu um helgina notuðu nýju vélarnar í fyrsta sinn. Ásgeir segir að nú séu til nógu margar vélar til að allir útivinnandi lögreglumenn fái úthlutað búkmyndavél í upphafi vaktar, sem og auka vélar fyrir miðbæjarlöggæsluna um helgar og önnur verkefni sem komi upp. Tilgangurinn sé fyrst og fremst að afla betri sönnunargagna. „Og auðvitað erum við búin að fá til okkar nokkur erfið mál undanfarið þar sem við höfðum gjarnan viljað vera með myndbandsupptöku til að sýna hlið lögreglumannsins til þess að taka af allan vafa um það sem gerðist á vettvangi,“ segir Ásgeir. Lögreglumenn hafi lengi kallað eftir auknu eftirliti. Lögreglubílarnir séu búnir myndavélum að innan og utan, myndavélar séu í fangamóttöku og klefum og eru búkmyndavélarnar síðasti hlekkurinn í keðjunni að sögn Ásgeirs. „Ég hef trú á því að á endanum mun það spara okkur talsvert að eiga þetta efni en hver vél kostar á annað hundrað þúsund krónur,“ segir Ásgeir. Verklagsreglur um notkun vélanna eru í vinnslu og verða þær gefnar út á allra næstu dögum. „Verklagsreglurnar taka á allri notkun og vörslu og vistun gagna. Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum,“ segir Ásgeir. Hver vél er skráð á lögreglumann í byrjun vaktar og í lok hennar dælir hann efninu inn á miðlægan gagnagrunn lögreglunnar „Lögreglumaðurinn er alltaf sá sem ýtir á upptökutakkann en við leggjum mikið upp úr því eftir innleiðingu vélanna að eiga sem mest efni,“ segir Ásgeir. Lögreglan Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinnu tók tíu búkmyndavélar til notkunar í tilraunskyni árið 2016. Í byrjun árs var ákveðið að fjölga vélunum og nýlega festi embættið kaup á tæplega fjörutíu vélum.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir að verklagsreglur um notkun myndavélanna verði gefnar út á næstu dögumVísir.„Þannig að embættið hefur á að skipa tæplega fimmtíu vélum eða frá og með síðasta föstudegi," segir Ásgeir. Lögreglumenn sem sinntu löggæslu um helgina notuðu nýju vélarnar í fyrsta sinn. Ásgeir segir að nú séu til nógu margar vélar til að allir útivinnandi lögreglumenn fái úthlutað búkmyndavél í upphafi vaktar, sem og auka vélar fyrir miðbæjarlöggæsluna um helgar og önnur verkefni sem komi upp. Tilgangurinn sé fyrst og fremst að afla betri sönnunargagna. „Og auðvitað erum við búin að fá til okkar nokkur erfið mál undanfarið þar sem við höfðum gjarnan viljað vera með myndbandsupptöku til að sýna hlið lögreglumannsins til þess að taka af allan vafa um það sem gerðist á vettvangi,“ segir Ásgeir. Lögreglumenn hafi lengi kallað eftir auknu eftirliti. Lögreglubílarnir séu búnir myndavélum að innan og utan, myndavélar séu í fangamóttöku og klefum og eru búkmyndavélarnar síðasti hlekkurinn í keðjunni að sögn Ásgeirs. „Ég hef trú á því að á endanum mun það spara okkur talsvert að eiga þetta efni en hver vél kostar á annað hundrað þúsund krónur,“ segir Ásgeir. Verklagsreglur um notkun vélanna eru í vinnslu og verða þær gefnar út á allra næstu dögum. „Verklagsreglurnar taka á allri notkun og vörslu og vistun gagna. Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum,“ segir Ásgeir. Hver vél er skráð á lögreglumann í byrjun vaktar og í lok hennar dælir hann efninu inn á miðlægan gagnagrunn lögreglunnar „Lögreglumaðurinn er alltaf sá sem ýtir á upptökutakkann en við leggjum mikið upp úr því eftir innleiðingu vélanna að eiga sem mest efni,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira