Ábyrgð krúttanna Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 10:00 Píratar á Alþingi leggja hefðbundinn skilning í hugtakið pólitísk ábyrgð. Þeir hafa ítrekað lýst því yfir að hinir og þessir ráðherrar ættu að axla pólitíska ábyrgð með því að segja af sér vegna mistaka sem þeir hafi að þeirra mati gert. Þessu er öðruvísi farið með Pírataflokkinn í borgarstjórn, enda eru þeir píratar í valdastöðu. Mistökin hrannast upp við stjórn borgarinnar, bæði stór og smá. Nýjasta dæmið (ofan á umferðarteppuna, myglað skólahúsnæði og fjölda annarra vondra mála) er óskiljanleg framkoma borgarstjórnarinnar í garð atvinnurekenda í miðborginni. Hvert fyrirtækið á fætur öðru leggur upp laupana og forsvarsmennirnir benda á furðulegt verklag borgarinnar, skipulagsleysi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem standa í fyrirtækjarekstri. Þegar Píratarnir í borgarstjórninni eru krafðir svara um þessi mál er eins og þeir hafi allir farið á námskeið hjá sama almannatengslafyrirtækinu. Þeir byrja alltaf á því að viðurkenna mistökin, síðan segjast þeir ætla að læra af þessum mistökunum, endurskoða verkferla, auka samráð og samtal og koma í veg fyrir að þetta rugl endurtaki sig. Þetta finnst Pírötunum í borgarstjórninni nægjanlegt, loforð um bót og betrun jafngildir pólitískri ábyrgð og hingað til hafa fréttamenn (með örfáum undantekningum) látið þessar skýringar Píratanna duga, þeir eru jú svo einlægir og krúttlegir. Það væri þægilegt fyrir ráðherrana að geta axlað alla pólitíska ábyrgð með loforðum um nýja ferla, samráð, innri íhugun, hópefli og hlustunarnámskeið. Allt fyrirgefið og áfram gakk. Borgarpíratarnir hljóta að prísa sig sæla yfir því að Alþingispíratarnir eru ekki í stjórnarandstöðu við þá í borgarstjórninni. Þeir væru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum ruglið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Að lesa Biblíuna eins og Njálu Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Píratar á Alþingi leggja hefðbundinn skilning í hugtakið pólitísk ábyrgð. Þeir hafa ítrekað lýst því yfir að hinir og þessir ráðherrar ættu að axla pólitíska ábyrgð með því að segja af sér vegna mistaka sem þeir hafi að þeirra mati gert. Þessu er öðruvísi farið með Pírataflokkinn í borgarstjórn, enda eru þeir píratar í valdastöðu. Mistökin hrannast upp við stjórn borgarinnar, bæði stór og smá. Nýjasta dæmið (ofan á umferðarteppuna, myglað skólahúsnæði og fjölda annarra vondra mála) er óskiljanleg framkoma borgarstjórnarinnar í garð atvinnurekenda í miðborginni. Hvert fyrirtækið á fætur öðru leggur upp laupana og forsvarsmennirnir benda á furðulegt verklag borgarinnar, skipulagsleysi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem standa í fyrirtækjarekstri. Þegar Píratarnir í borgarstjórninni eru krafðir svara um þessi mál er eins og þeir hafi allir farið á námskeið hjá sama almannatengslafyrirtækinu. Þeir byrja alltaf á því að viðurkenna mistökin, síðan segjast þeir ætla að læra af þessum mistökunum, endurskoða verkferla, auka samráð og samtal og koma í veg fyrir að þetta rugl endurtaki sig. Þetta finnst Pírötunum í borgarstjórninni nægjanlegt, loforð um bót og betrun jafngildir pólitískri ábyrgð og hingað til hafa fréttamenn (með örfáum undantekningum) látið þessar skýringar Píratanna duga, þeir eru jú svo einlægir og krúttlegir. Það væri þægilegt fyrir ráðherrana að geta axlað alla pólitíska ábyrgð með loforðum um nýja ferla, samráð, innri íhugun, hópefli og hlustunarnámskeið. Allt fyrirgefið og áfram gakk. Borgarpíratarnir hljóta að prísa sig sæla yfir því að Alþingispíratarnir eru ekki í stjórnarandstöðu við þá í borgarstjórninni. Þeir væru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum ruglið.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar