Ábyrgð krúttanna Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 10:00 Píratar á Alþingi leggja hefðbundinn skilning í hugtakið pólitísk ábyrgð. Þeir hafa ítrekað lýst því yfir að hinir og þessir ráðherrar ættu að axla pólitíska ábyrgð með því að segja af sér vegna mistaka sem þeir hafi að þeirra mati gert. Þessu er öðruvísi farið með Pírataflokkinn í borgarstjórn, enda eru þeir píratar í valdastöðu. Mistökin hrannast upp við stjórn borgarinnar, bæði stór og smá. Nýjasta dæmið (ofan á umferðarteppuna, myglað skólahúsnæði og fjölda annarra vondra mála) er óskiljanleg framkoma borgarstjórnarinnar í garð atvinnurekenda í miðborginni. Hvert fyrirtækið á fætur öðru leggur upp laupana og forsvarsmennirnir benda á furðulegt verklag borgarinnar, skipulagsleysi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem standa í fyrirtækjarekstri. Þegar Píratarnir í borgarstjórninni eru krafðir svara um þessi mál er eins og þeir hafi allir farið á námskeið hjá sama almannatengslafyrirtækinu. Þeir byrja alltaf á því að viðurkenna mistökin, síðan segjast þeir ætla að læra af þessum mistökunum, endurskoða verkferla, auka samráð og samtal og koma í veg fyrir að þetta rugl endurtaki sig. Þetta finnst Pírötunum í borgarstjórninni nægjanlegt, loforð um bót og betrun jafngildir pólitískri ábyrgð og hingað til hafa fréttamenn (með örfáum undantekningum) látið þessar skýringar Píratanna duga, þeir eru jú svo einlægir og krúttlegir. Það væri þægilegt fyrir ráðherrana að geta axlað alla pólitíska ábyrgð með loforðum um nýja ferla, samráð, innri íhugun, hópefli og hlustunarnámskeið. Allt fyrirgefið og áfram gakk. Borgarpíratarnir hljóta að prísa sig sæla yfir því að Alþingispíratarnir eru ekki í stjórnarandstöðu við þá í borgarstjórninni. Þeir væru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum ruglið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Píratar á Alþingi leggja hefðbundinn skilning í hugtakið pólitísk ábyrgð. Þeir hafa ítrekað lýst því yfir að hinir og þessir ráðherrar ættu að axla pólitíska ábyrgð með því að segja af sér vegna mistaka sem þeir hafi að þeirra mati gert. Þessu er öðruvísi farið með Pírataflokkinn í borgarstjórn, enda eru þeir píratar í valdastöðu. Mistökin hrannast upp við stjórn borgarinnar, bæði stór og smá. Nýjasta dæmið (ofan á umferðarteppuna, myglað skólahúsnæði og fjölda annarra vondra mála) er óskiljanleg framkoma borgarstjórnarinnar í garð atvinnurekenda í miðborginni. Hvert fyrirtækið á fætur öðru leggur upp laupana og forsvarsmennirnir benda á furðulegt verklag borgarinnar, skipulagsleysi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem standa í fyrirtækjarekstri. Þegar Píratarnir í borgarstjórninni eru krafðir svara um þessi mál er eins og þeir hafi allir farið á námskeið hjá sama almannatengslafyrirtækinu. Þeir byrja alltaf á því að viðurkenna mistökin, síðan segjast þeir ætla að læra af þessum mistökunum, endurskoða verkferla, auka samráð og samtal og koma í veg fyrir að þetta rugl endurtaki sig. Þetta finnst Pírötunum í borgarstjórninni nægjanlegt, loforð um bót og betrun jafngildir pólitískri ábyrgð og hingað til hafa fréttamenn (með örfáum undantekningum) látið þessar skýringar Píratanna duga, þeir eru jú svo einlægir og krúttlegir. Það væri þægilegt fyrir ráðherrana að geta axlað alla pólitíska ábyrgð með loforðum um nýja ferla, samráð, innri íhugun, hópefli og hlustunarnámskeið. Allt fyrirgefið og áfram gakk. Borgarpíratarnir hljóta að prísa sig sæla yfir því að Alþingispíratarnir eru ekki í stjórnarandstöðu við þá í borgarstjórninni. Þeir væru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum ruglið.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun