Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 23. ágúst 2019 20:14 Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa báðir hótað Brasilíumönnum að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði eldarnir í Amasón ekki slökktir. getty/Mustafa Yalcin Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. Skógareldar í Amason skóginum kvikna árlega og eru oftar en ekki af mannavöldum. Bændur á svæðinu nota eld til að grisja fyrir ræktarlandi undir nautgriparækt. Ástandið er sérlega slæmt í Amasonas héraði. Þar er fjöldi skógarelda langt yfir meðallagi miðað við upplýsingar síðustu fimmtán ára. Árvissir eldar ganga á Amason skóginn og hraða smækkun hans umtalsvert.Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segir það varða alþjóðasamfélagið. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum eldum, bæði vegna tjónsins sem á sér stað núna og einnig sökum þess að viðhald skóganna gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu okkar gegn loftslagsbreytingum. Allir skógar eru mikilvægir fyrir framtíð og viðgang jarðarinnar. Alþjóðasamfélagið er meðvitað um mikilvægi skóganna,“ sagði Stephane Dujarric, talsmaður aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Stefna Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, er sögð ýta undir útbreiðslu eldanna en hann hefur hvatt bændur til að ryðja burt skóglendi.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet’s oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazonpic.twitter.com/dogOJj9big — Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) August 22, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa hótað því að staðfesta ekki fríverslunarsamning Evrópusambandsins við Mercosur ríkin, það er Brasilíu, Paragvæ, Úrúgvæ og Argentínu, ef að Brasilísk stjórnvöld grípa ekki í taumana. G7 fundur stærstu iðnríkja heims hefst á morgun í Biarritz í Frakklandi. Þar er reiknað með að Macron, Frakklandsforseti muni, setja málefni Amason frumskógarins á dagskrá. Brasilía Evrópusambandið Frakkland Írland Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. Skógareldar í Amason skóginum kvikna árlega og eru oftar en ekki af mannavöldum. Bændur á svæðinu nota eld til að grisja fyrir ræktarlandi undir nautgriparækt. Ástandið er sérlega slæmt í Amasonas héraði. Þar er fjöldi skógarelda langt yfir meðallagi miðað við upplýsingar síðustu fimmtán ára. Árvissir eldar ganga á Amason skóginn og hraða smækkun hans umtalsvert.Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segir það varða alþjóðasamfélagið. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum eldum, bæði vegna tjónsins sem á sér stað núna og einnig sökum þess að viðhald skóganna gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu okkar gegn loftslagsbreytingum. Allir skógar eru mikilvægir fyrir framtíð og viðgang jarðarinnar. Alþjóðasamfélagið er meðvitað um mikilvægi skóganna,“ sagði Stephane Dujarric, talsmaður aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Stefna Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, er sögð ýta undir útbreiðslu eldanna en hann hefur hvatt bændur til að ryðja burt skóglendi.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet’s oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazonpic.twitter.com/dogOJj9big — Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) August 22, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa hótað því að staðfesta ekki fríverslunarsamning Evrópusambandsins við Mercosur ríkin, það er Brasilíu, Paragvæ, Úrúgvæ og Argentínu, ef að Brasilísk stjórnvöld grípa ekki í taumana. G7 fundur stærstu iðnríkja heims hefst á morgun í Biarritz í Frakklandi. Þar er reiknað með að Macron, Frakklandsforseti muni, setja málefni Amason frumskógarins á dagskrá.
Brasilía Evrópusambandið Frakkland Írland Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15
Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15