Framherjinn fékk heilablóðfall fyrir tveimur árum en hann hætti knattspyrnuiðkun fyrir fjórum árum síðan.
Hann féll svo frá í gærmorgun en fyrrum samherjar Agogo og félög sem hann hefur spilað fyrir hafa sent samúðarkveðjur; þar á meðal í gegnum Twitter.
Rest in peace, Junior
#NFFC are saddened to learn that former striker Junior Agogo has passed away.
The thoughts of everyone at the club are with Junior’s family and friends at this sad time. pic.twitter.com/0t8wlpnEW1
— Nottingham Forest FC (@NFFC) August 22, 2019
Framherjinn spilaði lengst af sinn feril á Englandi en einnig spilaði hann í MLS-deildinni og Grikklandi en lagði svo skóna á hilluna eftir stutt stopp hjá Hibernian í Skotlandi.
Hann kom í gegnum akademíu Sheffield Wednesday en spilaði meira en hundrað leiki fyrir Bristol Rovers og skoraði í þeim 41 mörk. Þaðan fékk hann svo skipt til Nottingham Forest.