Búið að ráða í flest stöðugildi í grunn- og leikskólum borgarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 13:32 Skólasetning fór fram í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Fréttablaðið/Stefán Búið er að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkurborgar og 96% í leiksskólum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur að öflugt kynningarstarf og ríkjandi efnahagsástand kunni að skýra hvers vegna betur hefur gengið að manna stöður í ár en í fyrra. Skólasetning var í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur einnig fram að tekist hafi að manna 78% stöðugilda á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Með fleiri leikskólarýmum hafi starfsfólki fjölgað, svo sem vegna stækkunar leikskóla og innritunar yngri barna. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í tæplega 94% stöðugilda á leikskólum, samanborið við 96% nú. „Þetta er heldur vænlegri staða en var á sama tíma í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann telur að nokkrir samverkandi þættir kunni að skýra hvers vegna betur hafi gengið að manna í ár en í fyrra. „Bæði styrkist þessi vinna og reynsla borgarinnar við að mæta þessari manneklu sem að kom upp fyrir nokkru árum. Bara með hverju árinu eru fleiri úrræði sem að við erum að beita, það er mjög öflugt kynningarstarf,“ nefnir Skúli. Sem dæmi hafi verið gerð kynningarmyndbönd fyrir alla leikskólana í borginni sem hafi vakið athygli. „Svo reikna ég með því að efnahagsástandið hafi einhver áhrif líka,“ bætir hann við. Aðspurður hvort vart hafi orðið við að fyrrum starfsfólk WOW air hafi í auknum mæli leitað í störf hjá borginni kveðst Skúli ekki hafa neinar upplýsingar um það á reiðum höndum. „Svona almennt reiknar maður með því af því að heldur er að hægjast um í efnahagslífinu að þá ætti að vera auðveldara að fá gott fólk til starfa í þessum geira eins og öðrum,“ segir Skúli. Ekki liggi heldur fyrir hversu hátt hlutfall fagmenntaðra grunn- og leikskólakennara er í skólum borgarinnar. „Ég er ekki með þær tölur í þeirri samantekt sem að fyrir liggur en það er einmitt eitthvað sem við förum dýpra í þegar líður á haustið.“ Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Búið er að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkurborgar og 96% í leiksskólum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur að öflugt kynningarstarf og ríkjandi efnahagsástand kunni að skýra hvers vegna betur hefur gengið að manna stöður í ár en í fyrra. Skólasetning var í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur einnig fram að tekist hafi að manna 78% stöðugilda á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Með fleiri leikskólarýmum hafi starfsfólki fjölgað, svo sem vegna stækkunar leikskóla og innritunar yngri barna. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í tæplega 94% stöðugilda á leikskólum, samanborið við 96% nú. „Þetta er heldur vænlegri staða en var á sama tíma í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann telur að nokkrir samverkandi þættir kunni að skýra hvers vegna betur hafi gengið að manna í ár en í fyrra. „Bæði styrkist þessi vinna og reynsla borgarinnar við að mæta þessari manneklu sem að kom upp fyrir nokkru árum. Bara með hverju árinu eru fleiri úrræði sem að við erum að beita, það er mjög öflugt kynningarstarf,“ nefnir Skúli. Sem dæmi hafi verið gerð kynningarmyndbönd fyrir alla leikskólana í borginni sem hafi vakið athygli. „Svo reikna ég með því að efnahagsástandið hafi einhver áhrif líka,“ bætir hann við. Aðspurður hvort vart hafi orðið við að fyrrum starfsfólk WOW air hafi í auknum mæli leitað í störf hjá borginni kveðst Skúli ekki hafa neinar upplýsingar um það á reiðum höndum. „Svona almennt reiknar maður með því af því að heldur er að hægjast um í efnahagslífinu að þá ætti að vera auðveldara að fá gott fólk til starfa í þessum geira eins og öðrum,“ segir Skúli. Ekki liggi heldur fyrir hversu hátt hlutfall fagmenntaðra grunn- og leikskólakennara er í skólum borgarinnar. „Ég er ekki með þær tölur í þeirri samantekt sem að fyrir liggur en það er einmitt eitthvað sem við förum dýpra í þegar líður á haustið.“
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira