Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Andri Eysteinsson skrifar 22. ágúst 2019 10:32 Abdalla Hamdok í pontu á fundi Fríverslunarsamtaka Afríkusambandsins í Addis Ababa í Eþíópíu árið 2015 Getty/Anadolu Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. BBC greinir frá.Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Omari al-Bashir, þáverandi forseta Afríkuríkisins Súdan, var steypt af stóli af her landsins. Mikil mótmæli hafa verið í landinu frá því fyrir áramót, fyrst gegn stjórn al-Bashir, sem ríkti í tæp 30 ár, og seinna gegn herstjórninni sem tók við völdum eftir að forsetanum umdeilda var komið frá. Eftir valdaránið fannst mikið reiðufé á heimili al-Bashir sem var einnig ákærður fyrir að hafa hvatt til þess að mótmælendur yrðu drepnir. Herstjórnin var heldur ekki hrædd við að skjóta á mótmælendur en hundruðir mótmælenda voru drepnir á vormánuðum og í byrjun sumars. Um miðjan júlí síðastliðinn gerðu deiluaðilar, herforingjastjórnin og mótmælendur, samkomulag um deilingu valda í Súdan. Samkomulagið gekk út á að fylkingarnar deili völdum í ríkinu næstu þrjú ár, að því loknu verði kosin ný ríkisstjórn. Fengu mótmælendur það hlutverk að útnefnda forsætisráðherra og hefur ákvörðun verið tekin.Herinn að vissu leyti við völd frá 1989 Nýr forsætisráðherra Súdan, og sá fyrsti í áraraðir sem hefur raunveruleg ítök í stjórn landsins, er hinn 63 ára gamli Abdalla Hamdok sem áður hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í nágrannaríkinu Eþíópíu. Hamdok er hagfræðimenntaður en hann lærði bæði í háskólanum í Kartúm og í háskólanum í Manchester í Bretlandi. Fyrir tæpu ári, í september 2018, bauð þáverandi forsetinn Omar al-Bashir Hamdok stöðu fjármálaráðherra Súdan. Hamdok kaus þó að hafna tilnefningunni. Með skipan Hamdok rennur upp nýr tími í sögu Súdan. Um er að ræða fyrsta skiptið frá árinu 1989, þegar al-Bashir náði völdum með valdaráni, sem herlið Súdan fer ekki með stjórn landsins. „Forgangsmál ríkisstjórnarinnar eru að stöðva stríðið, stuðla að varanlegum friði, tækla efnahagsvandamál landsins og byggja upp utanríkisstefnu landsins, sagði Hamdok þegar hann tók við embætti í gær. Súdan Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. BBC greinir frá.Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Omari al-Bashir, þáverandi forseta Afríkuríkisins Súdan, var steypt af stóli af her landsins. Mikil mótmæli hafa verið í landinu frá því fyrir áramót, fyrst gegn stjórn al-Bashir, sem ríkti í tæp 30 ár, og seinna gegn herstjórninni sem tók við völdum eftir að forsetanum umdeilda var komið frá. Eftir valdaránið fannst mikið reiðufé á heimili al-Bashir sem var einnig ákærður fyrir að hafa hvatt til þess að mótmælendur yrðu drepnir. Herstjórnin var heldur ekki hrædd við að skjóta á mótmælendur en hundruðir mótmælenda voru drepnir á vormánuðum og í byrjun sumars. Um miðjan júlí síðastliðinn gerðu deiluaðilar, herforingjastjórnin og mótmælendur, samkomulag um deilingu valda í Súdan. Samkomulagið gekk út á að fylkingarnar deili völdum í ríkinu næstu þrjú ár, að því loknu verði kosin ný ríkisstjórn. Fengu mótmælendur það hlutverk að útnefnda forsætisráðherra og hefur ákvörðun verið tekin.Herinn að vissu leyti við völd frá 1989 Nýr forsætisráðherra Súdan, og sá fyrsti í áraraðir sem hefur raunveruleg ítök í stjórn landsins, er hinn 63 ára gamli Abdalla Hamdok sem áður hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í nágrannaríkinu Eþíópíu. Hamdok er hagfræðimenntaður en hann lærði bæði í háskólanum í Kartúm og í háskólanum í Manchester í Bretlandi. Fyrir tæpu ári, í september 2018, bauð þáverandi forsetinn Omar al-Bashir Hamdok stöðu fjármálaráðherra Súdan. Hamdok kaus þó að hafna tilnefningunni. Með skipan Hamdok rennur upp nýr tími í sögu Súdan. Um er að ræða fyrsta skiptið frá árinu 1989, þegar al-Bashir náði völdum með valdaráni, sem herlið Súdan fer ekki með stjórn landsins. „Forgangsmál ríkisstjórnarinnar eru að stöðva stríðið, stuðla að varanlegum friði, tækla efnahagsvandamál landsins og byggja upp utanríkisstefnu landsins, sagði Hamdok þegar hann tók við embætti í gær.
Súdan Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira