Vilja láta taka niður steinvegg hvalaskoðunarfyrirtækis Sveinn Arnarsson skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Hlaðni steinveggurinn sem um ræðir umlykur lóð hvalaskoðunarfyrirtækisins við Hafnarstétt á Húsavík. Norðurþing hefur farið fram á það við hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants að fjarlægt verði mannvirki sem fyrirtækið nýtir við Hafnarstétt á Húsavík. Ekki hafa fengist tilætluð leyfi að mati sveitarfélagsins fyrir mannvirkinu og er það því kallað óleyfismannvirki. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings sendi fyrirtækinu Gentle Giants bréf þann 16. ágúst þar sem þess er einfaldlega krafist að fjarlægt verði það mannvirki sem stendur utan lóðar fyrirtækisins við Hafnarstétt 13. Mannvirkið er í raun hlaðinn veggur sem umlykur lóðina, steinveggur sem er utan lóðarmarka. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings, segir málið hafa hafist í ágúst í fyrra þegar hann hafi orðið þess áskynja að framkvæmdir væru hafnar við þennan steinvegg utan lóðarmarka. Var þá farið fram á verkstöðvun og að veggurinn yrði fjarlægður. „Sú ákvörðun sveitarfélagsins var svo kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin kvað svo upp í lok síðasta árs sveitarfélaginu í vil,“ segir Gaukur. „Þá fór sveitarfélagið í það að reyna að koma á samkomulagi við fyrirtækið en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað ganga að því samkomulagi.“ Því eru skiptar skoðanir á málinu og menn ekki á eitt sáttir um lyktir mála. Ljóst er samkvæmt fundargerðum skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings að nú sé mál að linni og umleitanir um samkomulag ekki í höfn. „Fyrirtækið hefur síðan haldið áfram að framkvæma utan lóðarmarka eftir að úrskurður var kveðinn upp, umfram það sem áður var,“ bætir Gaukur við. Saga hvalaskoðunar á Húsavík er nokkuð löng og hún er ein af undirstöðum ferðaþjónustu í bænum. Að minnsta kosti fjögur fyrirtæki, misstór að vanda, hafa starfað við hvalaskoðun á svæðinu í gegnum tíðina og er Gentle Giants eitt það stærsta á landinu og sinnir tugþúsundum gesta ár hvert. Um það bil níu skip eru í notkun hjá fyrirtækinu og eru svokallaði RIB-bátar, hraðskreiðir opnir harðskeljabátar, þeir vinsælustu innan flotans. Stefán Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins Gentle Giants, vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira
Norðurþing hefur farið fram á það við hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants að fjarlægt verði mannvirki sem fyrirtækið nýtir við Hafnarstétt á Húsavík. Ekki hafa fengist tilætluð leyfi að mati sveitarfélagsins fyrir mannvirkinu og er það því kallað óleyfismannvirki. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings sendi fyrirtækinu Gentle Giants bréf þann 16. ágúst þar sem þess er einfaldlega krafist að fjarlægt verði það mannvirki sem stendur utan lóðar fyrirtækisins við Hafnarstétt 13. Mannvirkið er í raun hlaðinn veggur sem umlykur lóðina, steinveggur sem er utan lóðarmarka. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings, segir málið hafa hafist í ágúst í fyrra þegar hann hafi orðið þess áskynja að framkvæmdir væru hafnar við þennan steinvegg utan lóðarmarka. Var þá farið fram á verkstöðvun og að veggurinn yrði fjarlægður. „Sú ákvörðun sveitarfélagsins var svo kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin kvað svo upp í lok síðasta árs sveitarfélaginu í vil,“ segir Gaukur. „Þá fór sveitarfélagið í það að reyna að koma á samkomulagi við fyrirtækið en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað ganga að því samkomulagi.“ Því eru skiptar skoðanir á málinu og menn ekki á eitt sáttir um lyktir mála. Ljóst er samkvæmt fundargerðum skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings að nú sé mál að linni og umleitanir um samkomulag ekki í höfn. „Fyrirtækið hefur síðan haldið áfram að framkvæma utan lóðarmarka eftir að úrskurður var kveðinn upp, umfram það sem áður var,“ bætir Gaukur við. Saga hvalaskoðunar á Húsavík er nokkuð löng og hún er ein af undirstöðum ferðaþjónustu í bænum. Að minnsta kosti fjögur fyrirtæki, misstór að vanda, hafa starfað við hvalaskoðun á svæðinu í gegnum tíðina og er Gentle Giants eitt það stærsta á landinu og sinnir tugþúsundum gesta ár hvert. Um það bil níu skip eru í notkun hjá fyrirtækinu og eru svokallaði RIB-bátar, hraðskreiðir opnir harðskeljabátar, þeir vinsælustu innan flotans. Stefán Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins Gentle Giants, vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30