Áhrifavaldur hafður að háði og spotti fyrir myndatöku á slysavettvangi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 16:23 Á ljósmyndunum sést Mitchell sárþjáð liggjandi í götunni þar sem vinur hennar hlúir að henni. Við hlið þeirra sést vatnsflaska frá fyrirtækinu Smartwater. Instagram Tiffany Mitchell, áhrifavaldur á Instagram, var í mótorhjólatúr með vinum sínum í Nashville í Bandaríkjunum þegar hún missti óvænt stjórn á mótorhjólinu, kastaðist af því og slasaðist. Slysið varð fyrir þremur vikum síðan en hún sagði að hjálmurinn hefði komið í veg fyrir slæmt höfuðhögg. Mitchell birti nokkrar ljósmyndir af sjálfri sér á slysavettvangi ásamt pistli um slysið. Á ljósmyndunum sést Mitchell sárþjáð liggjandi í götunni þar sem vinur hennar hlúir að henni. Við hliðina á þeim sést vatnsflaska frá fyrirtækinu Smartwater. Fylgjendur Mitchell eru alls 211.000 talsins. Þrátt fyrir að flestir hafi brugðist áhyggjufullir við og óskað henni skjóts bata þá vöktu ljósmyndirnar grunsemdir annarra. Ýmsir netverjar tóku þó að gruna hana um græsku og furðuðu sig á því að það fyrsta sem Mitchell hefði dottið í hug að gera eftir mótorhjólaslysið væri að láta mynda sig. Þá var hún einnig sökuð um dulda auglýsingu fyrir Smart Water.Buzzfeed bar ásakanirnar undir Mitchell sem sagðist aldrei nokkurn tíman geta notað svona persónulega sögu í auglýsingaherferð. „Ekkert í tengslum við þetta var sviðsett. Ég er mjög leið að heyra að sumt fólk sé að taka því þannig. Því það er einfaldlega ekki tilfellið,“ bætti Mitchell við áður en hún bað fréttamiðilinn um að hætta við að birta fréttina því hún myndi hafa neikvæð áhrif. Mitchell hefur nú tekið myndirnar út. Hún kveðst ekki hafa vitað af myndatökunni þar til hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu. „Ég vissi ekki að hún hefði tekið þær en hún sýndi mér þær seinna og ég var svo þakklát að hún hefði náð að fanga svona magnþrungið augnablik í lífi mínu,“ segir Mitchell. Samfélagsmiðlar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Sjá meira
Tiffany Mitchell, áhrifavaldur á Instagram, var í mótorhjólatúr með vinum sínum í Nashville í Bandaríkjunum þegar hún missti óvænt stjórn á mótorhjólinu, kastaðist af því og slasaðist. Slysið varð fyrir þremur vikum síðan en hún sagði að hjálmurinn hefði komið í veg fyrir slæmt höfuðhögg. Mitchell birti nokkrar ljósmyndir af sjálfri sér á slysavettvangi ásamt pistli um slysið. Á ljósmyndunum sést Mitchell sárþjáð liggjandi í götunni þar sem vinur hennar hlúir að henni. Við hliðina á þeim sést vatnsflaska frá fyrirtækinu Smartwater. Fylgjendur Mitchell eru alls 211.000 talsins. Þrátt fyrir að flestir hafi brugðist áhyggjufullir við og óskað henni skjóts bata þá vöktu ljósmyndirnar grunsemdir annarra. Ýmsir netverjar tóku þó að gruna hana um græsku og furðuðu sig á því að það fyrsta sem Mitchell hefði dottið í hug að gera eftir mótorhjólaslysið væri að láta mynda sig. Þá var hún einnig sökuð um dulda auglýsingu fyrir Smart Water.Buzzfeed bar ásakanirnar undir Mitchell sem sagðist aldrei nokkurn tíman geta notað svona persónulega sögu í auglýsingaherferð. „Ekkert í tengslum við þetta var sviðsett. Ég er mjög leið að heyra að sumt fólk sé að taka því þannig. Því það er einfaldlega ekki tilfellið,“ bætti Mitchell við áður en hún bað fréttamiðilinn um að hætta við að birta fréttina því hún myndi hafa neikvæð áhrif. Mitchell hefur nú tekið myndirnar út. Hún kveðst ekki hafa vitað af myndatökunni þar til hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu. „Ég vissi ekki að hún hefði tekið þær en hún sýndi mér þær seinna og ég var svo þakklát að hún hefði náð að fanga svona magnþrungið augnablik í lífi mínu,“ segir Mitchell.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Sjá meira