Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong í haldi Kínverja Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2019 11:54 Handtaka Cheng á sér stað á sama tíma og hrina fjöldamótmæla fer fram í Hong Kong. Ferðamenn hafa greint frá því að öryggisgæsla á landamærum Hong Kong og Kína hafi aukist eftir að mótmælin hófust. Getty/Chris McGrath Utanríkisráðuneyti Kína staðfesti í dag að Simon Cheng, starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong, sé í haldi kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Ekkert hafði spurst til Cheng í tæpar tvær vikur. Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, greindi frá því að Cheng hafi verið settur í fimmtán daga varðhald. „Ég vil hafa það alveg á hreinu að þessi starfsmaður er ríkisborgari í Hong Kong og ekki breskur ríkisborgari. Þar með er hann kínverskur og einungis er um að ræða kínverskt innanríkismál,“ sagði talsmaðurinn fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá kínverskum yfirvöldum var Cheng handtekinn af lögreglu í Shenzhen á meginlandi Kína fyrir brot á víðtækri smáglæpalöggjöf. Sú löggjöf er gjarnan notuð til þess að gera lögreglu kleift að rannsaka grunaða einstaklinga áður en ákvörðun er tekin um ákæru. Annie Li, kærasta Cheng, hefur greint frá því að Cheng hafi sent henni skilaboð rétt áður en hann fór yfir landamæri Kína yfir til Hong Kong. Hún hefur ekkert heyrt frá honum eftir það. Í yfirlýsingu frá talsmanni breska ræðismannsins í Hong Kong kom fram að skrifstofan þyrfti að skoða málið frekar áður en ákvörðun yrði tekin um viðbrögð við aðgerðum kínverskra yfirvalda. Breski ræðismannsskrifstofan sagði einnig að fregnir af handtökunni væru „gífurlegt áhyggjuefni.“ Bretland Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Kína staðfesti í dag að Simon Cheng, starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong, sé í haldi kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Ekkert hafði spurst til Cheng í tæpar tvær vikur. Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, greindi frá því að Cheng hafi verið settur í fimmtán daga varðhald. „Ég vil hafa það alveg á hreinu að þessi starfsmaður er ríkisborgari í Hong Kong og ekki breskur ríkisborgari. Þar með er hann kínverskur og einungis er um að ræða kínverskt innanríkismál,“ sagði talsmaðurinn fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá kínverskum yfirvöldum var Cheng handtekinn af lögreglu í Shenzhen á meginlandi Kína fyrir brot á víðtækri smáglæpalöggjöf. Sú löggjöf er gjarnan notuð til þess að gera lögreglu kleift að rannsaka grunaða einstaklinga áður en ákvörðun er tekin um ákæru. Annie Li, kærasta Cheng, hefur greint frá því að Cheng hafi sent henni skilaboð rétt áður en hann fór yfir landamæri Kína yfir til Hong Kong. Hún hefur ekkert heyrt frá honum eftir það. Í yfirlýsingu frá talsmanni breska ræðismannsins í Hong Kong kom fram að skrifstofan þyrfti að skoða málið frekar áður en ákvörðun yrði tekin um viðbrögð við aðgerðum kínverskra yfirvalda. Breski ræðismannsskrifstofan sagði einnig að fregnir af handtökunni væru „gífurlegt áhyggjuefni.“
Bretland Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37
Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30
Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41