Breytingahjólið á yfirsnúningi Eva Magnúsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 11:30 Breytingar í átt að sjálfbærni taka tíma sem við höfum ekki lengur og margir þurfa að koma að áður en árangur er sýnilegur. Á Íslandi hefur frumkvæði komið úr ýmsum áttum, frá einstaklingum, fyrirtækjum, ríkisstjórninni, félagasamtökum og sveitarfélögum. Að hver og einn taki ábyrgð á sjálfum sér er mikilvægt en stjórnendur fyrirtækja, sveitarfélaga og landsstjórna þurfa líka að axla sína ábyrgð. Það er alltaf einhver sem ryður brautina og gerist leiðtogi breytinganna og eru nokkrar ágætar aðferðir til þess. Í fyrsta lagi geta fyrirtæki verið fyrst á markað með nýtt viðskiptamódel sem hvetja aðra í greininni til að fylgja á eftir. Í öðru lagi uppgötva þau nýja tækni eða bæta núverandi tækni til þess að lækka kostnað og ýta samkeppninni frá eldri og minna sjálbærri tækni. Í þriðja lagi geta fyrirtæki breytt skynjun viðskiptavina til sjálfbærni, og hvatt þá til þess að setja kröfur um sjálfbærni vara. Í fjórða lagi er mikilvægt að virkja starfsmenn, sýna þeim hvernig sjálfbæra viðskiptamódelið virkar, veita umbun og hugsanlega sannfæra samkeppnisaðila eða aðra í greininni til þess að fylgja. Í fimmta lagi þarf að sannfæra fjárfesta um að sjálfbær hegðun fyrirtækja sé betri fyrir afkomuna og hvetja þá til þess að krefjast sjálfbærni af öllum fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í. Í einhverjum tilvikum hefur breytt og bætt hegðun fyrirtækja áhrif á samkeppnisaðila. Gott dæmi um það er nýtt betur þjappað og umhverfisvænna þvottaefni hjá Walmart. Minni umbúðir spöruðu hillupláss en verðið átti að vera það saman og fyrir stærri pakkningu. Stjórnendur Walmart höfðu áhyggjur af því að þeim tækist ekki að selja minni pakkninguna á sama verði og þá stærri því fólk hefði tilhneigingu til að horfa á verð og stærð á sama tíma. Ef viðskiptavinir báru saman þvottaefni frá öðrum framleiðendum var pakkningin augljóslega minni og því sagði heilinn þeim að það ætti að kosta minna. Þeir brugðu því á það ráð að hvetja samkeppnisaðila sína til að feta í fótspor þeirra. Til að gera langa sögu stutta þá tókst Walmart að ná markmiðum sínum, flutningskostnaður minnkaði og fyrirtækið sparaði 1,5 milljarða lítra af vatni, 43 milljón kg af plastefni og 57 milljón kg af pappa. Walmart var í upphafi með 25% markaðshlutdeild og þeir lögðu áherslu að fá aðra framleiðendur og samkeppnisaðila með sér í verkefnið. Stjórnendur vissu sem var að þeirra aðgerðir á svo stórum skala myndu hafa mikil áhrif á umhverfið og þannig fengu þeir hjól breytinganna til að snúast hraðar. Þeir gengu enn lengra og fengu sína birgja til þessað snúa við blaðinu. Árið 2007 var þjappað þvottaefni aðeins 22,9% af markaðnum en ári seinna var það komið upp í 76,3%. Þannig voru áhrifin margfölduð. Á sama hátt verða breytingar að veruleika þegar einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stjórnvöld taka höndum saman þá fer hjól breytinganna á fullt skrið. Hvernig væri að bretta upp ermar því það er líka fjárhagslega hagkvæmara.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Samkeppnismál Umhverfismál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Breytingar í átt að sjálfbærni taka tíma sem við höfum ekki lengur og margir þurfa að koma að áður en árangur er sýnilegur. Á Íslandi hefur frumkvæði komið úr ýmsum áttum, frá einstaklingum, fyrirtækjum, ríkisstjórninni, félagasamtökum og sveitarfélögum. Að hver og einn taki ábyrgð á sjálfum sér er mikilvægt en stjórnendur fyrirtækja, sveitarfélaga og landsstjórna þurfa líka að axla sína ábyrgð. Það er alltaf einhver sem ryður brautina og gerist leiðtogi breytinganna og eru nokkrar ágætar aðferðir til þess. Í fyrsta lagi geta fyrirtæki verið fyrst á markað með nýtt viðskiptamódel sem hvetja aðra í greininni til að fylgja á eftir. Í öðru lagi uppgötva þau nýja tækni eða bæta núverandi tækni til þess að lækka kostnað og ýta samkeppninni frá eldri og minna sjálbærri tækni. Í þriðja lagi geta fyrirtæki breytt skynjun viðskiptavina til sjálfbærni, og hvatt þá til þess að setja kröfur um sjálfbærni vara. Í fjórða lagi er mikilvægt að virkja starfsmenn, sýna þeim hvernig sjálfbæra viðskiptamódelið virkar, veita umbun og hugsanlega sannfæra samkeppnisaðila eða aðra í greininni til þess að fylgja. Í fimmta lagi þarf að sannfæra fjárfesta um að sjálfbær hegðun fyrirtækja sé betri fyrir afkomuna og hvetja þá til þess að krefjast sjálfbærni af öllum fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í. Í einhverjum tilvikum hefur breytt og bætt hegðun fyrirtækja áhrif á samkeppnisaðila. Gott dæmi um það er nýtt betur þjappað og umhverfisvænna þvottaefni hjá Walmart. Minni umbúðir spöruðu hillupláss en verðið átti að vera það saman og fyrir stærri pakkningu. Stjórnendur Walmart höfðu áhyggjur af því að þeim tækist ekki að selja minni pakkninguna á sama verði og þá stærri því fólk hefði tilhneigingu til að horfa á verð og stærð á sama tíma. Ef viðskiptavinir báru saman þvottaefni frá öðrum framleiðendum var pakkningin augljóslega minni og því sagði heilinn þeim að það ætti að kosta minna. Þeir brugðu því á það ráð að hvetja samkeppnisaðila sína til að feta í fótspor þeirra. Til að gera langa sögu stutta þá tókst Walmart að ná markmiðum sínum, flutningskostnaður minnkaði og fyrirtækið sparaði 1,5 milljarða lítra af vatni, 43 milljón kg af plastefni og 57 milljón kg af pappa. Walmart var í upphafi með 25% markaðshlutdeild og þeir lögðu áherslu að fá aðra framleiðendur og samkeppnisaðila með sér í verkefnið. Stjórnendur vissu sem var að þeirra aðgerðir á svo stórum skala myndu hafa mikil áhrif á umhverfið og þannig fengu þeir hjól breytinganna til að snúast hraðar. Þeir gengu enn lengra og fengu sína birgja til þessað snúa við blaðinu. Árið 2007 var þjappað þvottaefni aðeins 22,9% af markaðnum en ári seinna var það komið upp í 76,3%. Þannig voru áhrifin margfölduð. Á sama hátt verða breytingar að veruleika þegar einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stjórnvöld taka höndum saman þá fer hjól breytinganna á fullt skrið. Hvernig væri að bretta upp ermar því það er líka fjárhagslega hagkvæmara.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Podium ehf.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar