Sara Djeddou Baldursdóttir er meðal þátttakenda. Sara er alin upp í Mosfellsbæ og Bandaríkjunum. Á tíðum ferðalögum víða um heim hefur hún kynnst ólíkum menningarheimum og segir heiminn í raun betri stað en sjáist í fréttum. Sara vinnur með einhverfum börnum og stefnir á nám í hagfræði. Lífið yfirheyrði Söru.
Morgunmaturinn?
Misjafnt eftir dögum, en uppáhalds er próteinpönnsur með Walden Farms sírópi frá Fitness sport.
Helsta freistingin?
Að kaupa flugmiða í skyndi.

Unshakeable eftir Tony Robbins.
Hver er þín fyrirmynd?
Er svo heppin að geta sagt foreldrar mínir.
Uppáhaldsmatur?
Er hægt að svara þessari spurningu? Er mikill sælkeri og get ekki gert upp á milli.
Uppáhaldsdrykkur?
Ripped Bluerazz, en ekki hvað?
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Tiesto í Vegas.
Hvað hræðistu mest?
Köngulær.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Þegar ég var stoppuð af lögreglunni fyrir að keyra of hægt. Ég er vissulega ekki besti ökumaður landsins.
Hvað ég á frábæra fjölskyldu.
Hefurðu einhvern leyndan hæfileika?
Jafn furðulegt og þetta hljómar þá já, ég get snúið úlnliðnum í heilan hring.
Hundar eða kettir?
Kettir.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
Ekkert er leiðinlegt með réttu hugafari.
En það skemmtilegasta?
Lífið er svo mikið ævintýri. Gæti nefnt margt en að ferðast og upplifa nýja hluti er ofarlega á listanum.
Hverju vonastu til að Miss Universe skili þér?
Ég veit að keppnin mun skila mér reynslu sem nýtist á mörgum sviðum í framtíðinni og nýrri vináttu.
Hvar sérðu þig eftir 5 ár?
Búin að mennta mig, búin að ferðast meira, heilbrigð og hamingjusöm.
Lífið kynnir á næstu dögum keppendur til leiks í Miss Universe Iceland 2019. Keppnin fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 31. ágúst og verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe.
Hér fyrir neðan má taka þátt í kosningunni Val fólksins.