Mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2019 12:30 MAST telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II. Fréttablaðið/Anton Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II í fólk. Þó er ekki hægt að útiloka að ísinn sé meðal smitleiða að sögn yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli bakteríur eftir að hafa verið í Efstadal tvö fyrr í sumar. Þeir sem veiktust áttu það öll sameiginlegt að hafa borðað heimagerðan ís á staðnum og beindust spjótin því helst að ísnum. Nú telur Matvælastofnun að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi verið ein af smitleiðum. Stofnunin vekur athygli bænda og annarra framleiðenda á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Í úðanum sem myndist við háþrýstiþvott geti verið sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér. „Þá spýtist skítur um loft, veggi og gólf og þá myndast líka úði. Skíturinn getur dreifst og í þessum úða getur verið smitefni, semsagt bakteríur. Þannig háttar til á þessum stað að það er tiltölulega stutt þar sem kálfarnir eru og þar sem fólk situr úti á bekkjum og það eru borð og þar er verið að borða nesti fyrir utan það að snerta kálfana þá getur þetta verið á borðum og stólum og líka í andrúmsloftinu ef það er nýbúið að háþrýstiþvo,“ sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir að það geti verið að úðinn hafi borist inn í ísbúðina og í ísinn, því sé ekki hægt að útiloka að ísinn hafi verið meðal smitleiða. Stofnunin mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur sínar þar sem lágþrýstiþvottur sé æskilegri. Slíkur þvottur myndar ekki úða og óhreinindi dreifast síður. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. 21. ágúst 2019 09:10 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II í fólk. Þó er ekki hægt að útiloka að ísinn sé meðal smitleiða að sögn yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli bakteríur eftir að hafa verið í Efstadal tvö fyrr í sumar. Þeir sem veiktust áttu það öll sameiginlegt að hafa borðað heimagerðan ís á staðnum og beindust spjótin því helst að ísnum. Nú telur Matvælastofnun að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi verið ein af smitleiðum. Stofnunin vekur athygli bænda og annarra framleiðenda á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Í úðanum sem myndist við háþrýstiþvott geti verið sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér. „Þá spýtist skítur um loft, veggi og gólf og þá myndast líka úði. Skíturinn getur dreifst og í þessum úða getur verið smitefni, semsagt bakteríur. Þannig háttar til á þessum stað að það er tiltölulega stutt þar sem kálfarnir eru og þar sem fólk situr úti á bekkjum og það eru borð og þar er verið að borða nesti fyrir utan það að snerta kálfana þá getur þetta verið á borðum og stólum og líka í andrúmsloftinu ef það er nýbúið að háþrýstiþvo,“ sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir að það geti verið að úðinn hafi borist inn í ísbúðina og í ísinn, því sé ekki hægt að útiloka að ísinn hafi verið meðal smitleiða. Stofnunin mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur sínar þar sem lágþrýstiþvottur sé æskilegri. Slíkur þvottur myndar ekki úða og óhreinindi dreifast síður.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. 21. ágúst 2019 09:10 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. 21. ágúst 2019 09:10