Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2019 11:00 Sérfræðingar telja mikilvægt að landamæri Írlands og Norður-Írlands haldist opin til að tryggja áframhaldandi frið á svæðinu. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í dag til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Reiknað er með því að Boris muni ítreka þá kröfu sína að sambandið falli frá svokölluðu „backstop“ ákvæði í útgöngusamningi Breta og ESB. Norbert Röttgen, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins og samflokksmaður Merkel, telur ólíklegt að Boris nái að sannfæra Merkel um að breyta afstöðu sinni en Þjóðverjar hafa stutt samkomulagið. Umrætt ákvæði felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB til að tryggja opin landamæri Írlands og Norður-Írlands. Samkomulagið felur einnig í sér að Bretar verði áfram í tollabandalaginu eftir útgöngu þangað til að gengið verður frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hefur kallað „backstop“ fyrirkomulagið „ólýðræðislegt“ og að fjarlæga þurfi ákvæðið úr úrsagnarsamningi Bretlands og Evrópusambandsins til að samkomulag náist um útgöngu Breta. Umræddur samningur var unninn í tíð Theresa May, forvera Boris í forsætisráðuneytinu. Því samkomulagi hefur verið hafnað í þrígang af breska þinginu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa þó ítrekað greint frá því að engar frekari samningaviðræður séu í boði og hafa hafnað kröfum Boris um breytingar á ákvæðinu. Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. Slíkt gæti falið í sér mikla óvissu fyrir viðskipti og samskipti Breta við Evrópusambandsríkin. Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður. 14. ágúst 2019 17:01 Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu. 18. ágúst 2019 08:16 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í dag til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Reiknað er með því að Boris muni ítreka þá kröfu sína að sambandið falli frá svokölluðu „backstop“ ákvæði í útgöngusamningi Breta og ESB. Norbert Röttgen, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins og samflokksmaður Merkel, telur ólíklegt að Boris nái að sannfæra Merkel um að breyta afstöðu sinni en Þjóðverjar hafa stutt samkomulagið. Umrætt ákvæði felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB til að tryggja opin landamæri Írlands og Norður-Írlands. Samkomulagið felur einnig í sér að Bretar verði áfram í tollabandalaginu eftir útgöngu þangað til að gengið verður frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hefur kallað „backstop“ fyrirkomulagið „ólýðræðislegt“ og að fjarlæga þurfi ákvæðið úr úrsagnarsamningi Bretlands og Evrópusambandsins til að samkomulag náist um útgöngu Breta. Umræddur samningur var unninn í tíð Theresa May, forvera Boris í forsætisráðuneytinu. Því samkomulagi hefur verið hafnað í þrígang af breska þinginu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa þó ítrekað greint frá því að engar frekari samningaviðræður séu í boði og hafa hafnað kröfum Boris um breytingar á ákvæðinu. Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. Slíkt gæti falið í sér mikla óvissu fyrir viðskipti og samskipti Breta við Evrópusambandsríkin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður. 14. ágúst 2019 17:01 Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu. 18. ágúst 2019 08:16 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður. 14. ágúst 2019 17:01
Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu. 18. ágúst 2019 08:16
Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41