Fulltrúi ríkisins blessaði 150 milljóna starfslok Hörður Ægisson skrifar 21. ágúst 2019 08:15 Höskuldur Ólafsson lét af störfum sem bankastjóri Arion banka í apríl síðastliðnum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka gerði engar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017 og samþykktar af stjórn bankans. Þær breytingar, sem tengdust annars vegar uppsagnarfresti og hins vegar samningi um starfslok, þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra hjá sér samtals 150 milljóna króna kostnað vegna launa og launatengdra gjalda þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Höskuldur hefur neitað því að hann hafi verið rekinn heldur hafi hann sagt starfi sínu lausu. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru fyrrnefndar breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum bankans. Fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion banka á þessum tíma var Kirstín Þ. Flygenring en stofnunin hélt þá utan um þrettán prósenta hlut ríkisins í bankanum. Sá hlutur var síðan seldur til Kaupþings, sem þá var stærsti hluthafi bankans, í ársbyrjun 2018 fyrir um 23,4 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum í lok síðustu viku, spurður um starfslokasamning Höskuldar, að fyrir honum liti þetta út „sem ótrúlegt bruðl“. Í svari til Markaðarins segir Arion banki að breyting á ráðningarsamningi Höskuldar hafi verið gerð þegar alþjóðlegt hlutafjárútboð og skráning bankans á markað á Íslandi og í Svíþjóð var í undirbúningi. Þetta hafi verið gert í kjölfar þess að þáverandi stjórnarformaður bankans, Monica Caneman, hafi stigið til hliðar. „Markmiðið var að tryggja að bankinn nyti starfskrafta Höskuldar fram að hlutafjárútboði og skráningu og í framhaldi af henni. Fyrir lá að það hefði einfaldlega skaðað og tafið útboðs- og skráningarferli bankans ef mannabreytingar yrðu bæði á stöðu stjórnarformanns og bankastjóra svo skömmu fyrir fyrirhugaða skráningu. Miklir hagsmunir voru í húfi og mat sú stjórn sem þá sat það afar mikilvægt að tryggja nauðsynlegan stöðugleika með því að gera breytingar á ráðningarsamningi bankastjóra,“ segir í svari Arion. Starfslok Höskuldar hafi verið að fullu í samræmi við þann samning sem gerður var við hann árið 2017 og samanstóð af uppsagnarfresti og samningi um starfslok. Bankinn viðurkennir að kjörin hafi „vissulega [verið] óvenjuleg en aðstæður voru óvenjulegar í ljósi skráningar bankans á markað og mikilvægis þess að stöðugleiki ríkti í þessum æðstu stjórnunarstöðum bankans á þeim tíma.“ Ekkert varð hins vegar af fyrirhuguðum áformum um útboð og skráningu Arion banka haustið 2017 þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið um miðjan september. Bankinn var að lokum skráður á hlutabréfamarkað í kauphöllunum á Íslandi og í Svíþjóð í júní ári síðar. Laun Höskuldar á árinu 2018 námu samtals 67,5 milljónum króna auk árangurstengdra greiðslna að fjárhæð 7,2 milljónir. Þær greiðslur komu hins vegar til vegna rekstrarárangurs á árinu 2017. Hagnaður bankans á síðasta ári dróst saman um nærri helming og nam tæplega 7,8 milljörðum. Arðsemi Arion banka á eigið fé var aðeins 3,7 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Stjórnsýsla Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka gerði engar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017 og samþykktar af stjórn bankans. Þær breytingar, sem tengdust annars vegar uppsagnarfresti og hins vegar samningi um starfslok, þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra hjá sér samtals 150 milljóna króna kostnað vegna launa og launatengdra gjalda þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Höskuldur hefur neitað því að hann hafi verið rekinn heldur hafi hann sagt starfi sínu lausu. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru fyrrnefndar breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum bankans. Fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion banka á þessum tíma var Kirstín Þ. Flygenring en stofnunin hélt þá utan um þrettán prósenta hlut ríkisins í bankanum. Sá hlutur var síðan seldur til Kaupþings, sem þá var stærsti hluthafi bankans, í ársbyrjun 2018 fyrir um 23,4 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum í lok síðustu viku, spurður um starfslokasamning Höskuldar, að fyrir honum liti þetta út „sem ótrúlegt bruðl“. Í svari til Markaðarins segir Arion banki að breyting á ráðningarsamningi Höskuldar hafi verið gerð þegar alþjóðlegt hlutafjárútboð og skráning bankans á markað á Íslandi og í Svíþjóð var í undirbúningi. Þetta hafi verið gert í kjölfar þess að þáverandi stjórnarformaður bankans, Monica Caneman, hafi stigið til hliðar. „Markmiðið var að tryggja að bankinn nyti starfskrafta Höskuldar fram að hlutafjárútboði og skráningu og í framhaldi af henni. Fyrir lá að það hefði einfaldlega skaðað og tafið útboðs- og skráningarferli bankans ef mannabreytingar yrðu bæði á stöðu stjórnarformanns og bankastjóra svo skömmu fyrir fyrirhugaða skráningu. Miklir hagsmunir voru í húfi og mat sú stjórn sem þá sat það afar mikilvægt að tryggja nauðsynlegan stöðugleika með því að gera breytingar á ráðningarsamningi bankastjóra,“ segir í svari Arion. Starfslok Höskuldar hafi verið að fullu í samræmi við þann samning sem gerður var við hann árið 2017 og samanstóð af uppsagnarfresti og samningi um starfslok. Bankinn viðurkennir að kjörin hafi „vissulega [verið] óvenjuleg en aðstæður voru óvenjulegar í ljósi skráningar bankans á markað og mikilvægis þess að stöðugleiki ríkti í þessum æðstu stjórnunarstöðum bankans á þeim tíma.“ Ekkert varð hins vegar af fyrirhuguðum áformum um útboð og skráningu Arion banka haustið 2017 þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið um miðjan september. Bankinn var að lokum skráður á hlutabréfamarkað í kauphöllunum á Íslandi og í Svíþjóð í júní ári síðar. Laun Höskuldar á árinu 2018 námu samtals 67,5 milljónum króna auk árangurstengdra greiðslna að fjárhæð 7,2 milljónir. Þær greiðslur komu hins vegar til vegna rekstrarárangurs á árinu 2017. Hagnaður bankans á síðasta ári dróst saman um nærri helming og nam tæplega 7,8 milljörðum. Arðsemi Arion banka á eigið fé var aðeins 3,7 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Stjórnsýsla Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira