Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Eiður Þór Árnason skrifar 12. nóvember 2025 23:03 Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. Alvotech Tekjur lyfjafyrirtækisins Alvotech jukust milli ára og hyggjast stjórnendur nýta sér nýja veltufjármögnun upp á 100 milljónir bandaríkjadala, jafngildi um 12,7 milljarða króna, til að fjármagna áframhaldandi rekstur. Félagið átti 43 milljónir dala í lausu fé í lok september. Rannsóknar-, þróunar- og stjórnunarkostnaður einn og sér nam um 216 milljónum dala á fyrstu níu mánuðum ársins. Bandaríska lyfjaeftirlitið hafnaði nýverið umsókn Alvotech um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir nýja hliðstæðu við gigtarlyfið Simponi á grundvelli athugasemda sem gerðar voru við aðstöðu fyrirtækisins. Gengi hlutabréfa í Alvotech hrundi í kjölfarið en forstjóri þess segir það forgangsmál að bregðast við athugasemdum lyfjaeftirlitsins. Heildartekjur á fyrstu níu mánuðum ársins voru 420 milljónir bandaríkjadala sem er 24% aukning frá sama tímabili í fyrra. Bókfærður hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 136,5 milljónum dala samanborið við 164,9 milljóna bókfært tap á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu félagsins. Heildarskuldir voru 1,1 milljarður dala í lok september. Fengu ný markaðsleyfi Á þriðja ársfjórðungi var veitt markaðsleyfi fyrir þrjár nýjar hliðstæður fyrirtækisins í Japan og veittu evrópsk yfirvöld eða mældu með markaðsleyfi fyrir sömu hliðstæður á Evrópska efnahagssvæðinu, að sögn Alvotech. Aðlöguð EBITDA á fyrstu níu mánuðum ársins var 68 milljónir dala og lækkaði um 21% frá fyrra ári vegna lægri leyfisgreiðslna og aukinnar fjárfestingar í þróun nýrra lyfja. „Úrlausn þeirra atriða sem út af standa eftir úttekt Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) er í algjörum forgangi. Eins og við höfum áður kynnt gerir endurskoðuð afkomuspá fyrir árið í heild ráð fyrir heildartekjum á bilinu 570-600 milljónir dollara og aðlagaðri EBITDA-framlegð á bilinu 130-150 milljónir dollara,“ er haft eftir Róbert Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech, í tilkynningu til Kauphallar. Enn með framleiðsluleyfi „Vert er að minna á að lyfjaverksmiðjan er með áframhaldandi framleiðsluleyfi fyrir Bandaríkjamarkað og aðra markaði. Við sjáum fram á að verða fyrst til að setja hliðstæðu við Simponi á markað í Bretlandi, á Evrópska efnahagssvæðinu og í Japan. Þá erum við að undirbúa markaðssetningu fleiri hliðstæðna í Evrópu á þessum ársfjórðungi og í Japan á fyrri hluta næsta árs,“ segir Róbert. Kostnaðarverð seldra vara og þjónustu var 174,3 milljónir dala á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 105,0 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður var 30,0 milljónir dala út september, samanborið við 56,2 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Alvotech Tengdar fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech í tengslum við umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrir lyf, sem var hafnað á dögunum. Ábendingar stofnunarinnar eru tíu talsins og allar í nokkrum liðum. Meðal þess sem stofnunin setur út á eru klístruð gólf og mygla í verksmiðju Alvotech að Sæmundargötu í Vatnsmýri. 12. nóvember 2025 15:25 Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Breska lyfjastofnunin, MHRA, hefur veitt markaðsleyfi fyrir allar útgáfur Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Simponi. Bandaríska lyfjastofnunin hafnaði Alvotech um leyfi fyrir sama lyf að svo stöddu á mánudag. Síðan þá hefur markaðsvirði félagsins lækkað um tæpan þriðjung. 6. nóvember 2025 14:17 Nærri 100 milljarðar þurrkast út vegna óvissu um næstu hliðstæður Alvotech Sú óvissa sem hefur myndast vegna ákvörðunar FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir líftæknilyfjahliðstæðu sína við Simponi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti en markaðsvirði félagsins féll um nærri þrjátíu prósent í dag og áhrifanna gætti á allan markaðinn. Sumir greinendur telja líklegt að þetta muni seinka innkomu hliðstæðunnar fram til seinni hluta næsta árs en forstjóri Alvotech segist áfram sannfærður um félagið verði fyrst á Bandaríkjamarkað með hliðstæðu við Simponi. 3. nóvember 2025 16:46 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Bandaríska lyfjaeftirlitið hafnaði nýverið umsókn Alvotech um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir nýja hliðstæðu við gigtarlyfið Simponi á grundvelli athugasemda sem gerðar voru við aðstöðu fyrirtækisins. Gengi hlutabréfa í Alvotech hrundi í kjölfarið en forstjóri þess segir það forgangsmál að bregðast við athugasemdum lyfjaeftirlitsins. Heildartekjur á fyrstu níu mánuðum ársins voru 420 milljónir bandaríkjadala sem er 24% aukning frá sama tímabili í fyrra. Bókfærður hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 136,5 milljónum dala samanborið við 164,9 milljóna bókfært tap á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu félagsins. Heildarskuldir voru 1,1 milljarður dala í lok september. Fengu ný markaðsleyfi Á þriðja ársfjórðungi var veitt markaðsleyfi fyrir þrjár nýjar hliðstæður fyrirtækisins í Japan og veittu evrópsk yfirvöld eða mældu með markaðsleyfi fyrir sömu hliðstæður á Evrópska efnahagssvæðinu, að sögn Alvotech. Aðlöguð EBITDA á fyrstu níu mánuðum ársins var 68 milljónir dala og lækkaði um 21% frá fyrra ári vegna lægri leyfisgreiðslna og aukinnar fjárfestingar í þróun nýrra lyfja. „Úrlausn þeirra atriða sem út af standa eftir úttekt Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) er í algjörum forgangi. Eins og við höfum áður kynnt gerir endurskoðuð afkomuspá fyrir árið í heild ráð fyrir heildartekjum á bilinu 570-600 milljónir dollara og aðlagaðri EBITDA-framlegð á bilinu 130-150 milljónir dollara,“ er haft eftir Róbert Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech, í tilkynningu til Kauphallar. Enn með framleiðsluleyfi „Vert er að minna á að lyfjaverksmiðjan er með áframhaldandi framleiðsluleyfi fyrir Bandaríkjamarkað og aðra markaði. Við sjáum fram á að verða fyrst til að setja hliðstæðu við Simponi á markað í Bretlandi, á Evrópska efnahagssvæðinu og í Japan. Þá erum við að undirbúa markaðssetningu fleiri hliðstæðna í Evrópu á þessum ársfjórðungi og í Japan á fyrri hluta næsta árs,“ segir Róbert. Kostnaðarverð seldra vara og þjónustu var 174,3 milljónir dala á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 105,0 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður var 30,0 milljónir dala út september, samanborið við 56,2 milljónir dala á sama tíma í fyrra.
Alvotech Tengdar fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech í tengslum við umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrir lyf, sem var hafnað á dögunum. Ábendingar stofnunarinnar eru tíu talsins og allar í nokkrum liðum. Meðal þess sem stofnunin setur út á eru klístruð gólf og mygla í verksmiðju Alvotech að Sæmundargötu í Vatnsmýri. 12. nóvember 2025 15:25 Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Breska lyfjastofnunin, MHRA, hefur veitt markaðsleyfi fyrir allar útgáfur Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Simponi. Bandaríska lyfjastofnunin hafnaði Alvotech um leyfi fyrir sama lyf að svo stöddu á mánudag. Síðan þá hefur markaðsvirði félagsins lækkað um tæpan þriðjung. 6. nóvember 2025 14:17 Nærri 100 milljarðar þurrkast út vegna óvissu um næstu hliðstæður Alvotech Sú óvissa sem hefur myndast vegna ákvörðunar FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir líftæknilyfjahliðstæðu sína við Simponi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti en markaðsvirði félagsins féll um nærri þrjátíu prósent í dag og áhrifanna gætti á allan markaðinn. Sumir greinendur telja líklegt að þetta muni seinka innkomu hliðstæðunnar fram til seinni hluta næsta árs en forstjóri Alvotech segist áfram sannfærður um félagið verði fyrst á Bandaríkjamarkað með hliðstæðu við Simponi. 3. nóvember 2025 16:46 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech í tengslum við umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrir lyf, sem var hafnað á dögunum. Ábendingar stofnunarinnar eru tíu talsins og allar í nokkrum liðum. Meðal þess sem stofnunin setur út á eru klístruð gólf og mygla í verksmiðju Alvotech að Sæmundargötu í Vatnsmýri. 12. nóvember 2025 15:25
Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Breska lyfjastofnunin, MHRA, hefur veitt markaðsleyfi fyrir allar útgáfur Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Simponi. Bandaríska lyfjastofnunin hafnaði Alvotech um leyfi fyrir sama lyf að svo stöddu á mánudag. Síðan þá hefur markaðsvirði félagsins lækkað um tæpan þriðjung. 6. nóvember 2025 14:17
Nærri 100 milljarðar þurrkast út vegna óvissu um næstu hliðstæður Alvotech Sú óvissa sem hefur myndast vegna ákvörðunar FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir líftæknilyfjahliðstæðu sína við Simponi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti en markaðsvirði félagsins féll um nærri þrjátíu prósent í dag og áhrifanna gætti á allan markaðinn. Sumir greinendur telja líklegt að þetta muni seinka innkomu hliðstæðunnar fram til seinni hluta næsta árs en forstjóri Alvotech segist áfram sannfærður um félagið verði fyrst á Bandaríkjamarkað með hliðstæðu við Simponi. 3. nóvember 2025 16:46