ESB og Ísland – þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Guðjón Viðar Valdimarsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Þar sem maður var staddur í sumarfríi á Ítalíu þá tók maður eftir því að matarverð er um það bil helmingi lægra en heima á Íslandi. Það sama hefur maður séð varðandi vexti af íbúðarhúsnæði en þeir eru einnig helmingi lægri þar en á Íslandi. Þá vaknar ávallt upp þessi spurning hjá mér og sennilega flest öllum öðrum Íslendingum á ferðalögum: Hvers vegna er það? Svarið er í raun einfalt, við erum ekki í ESB. Við erum í EES og þó það tryggi okkur aðgang að innri markaði ESB þá tryggir það okkur ekki fullan ávinning í formi lækkaðs matarverðs og vaxta. Værum við aðilar að ESB og með evru sem gjaldmiðil þá værum við að njóta þessa ávinnings til jafns við aðra borgara ESB. Þetta er svona einfalt. Með EES-samningnum var komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði sem byggist á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og staðfesturétti, ásamt frjálsum fjármagnshreyfingum (fjórþætta frelsið). Til þess að þetta fyrirkomulag virki þá þurfa allir að spila eftir sömu reglum innan þessa sameiginlega innri markaðar ESB/EES. Af samningnum leiðir því að okkur ber að innleiða inn í íslenska löggjöf allar þær reglur sem hafa verið samþykktar á vettvangi EES-samstarfsins. Þess ber að geta að þetta á einungis við þær reglur ESB sem varða gildissvið EES-samnings. Samkvæmt upplýsingum á vef Stjórnarráðsins varðandi samning um Evrópska efnahagssvæðið þá hafa 13,4% af þeim lögum og reglum sem ESB hefur samþykkt frá árinu 1994 til ársloka 2016 verið tekin upp í EES-samninginn. Það er því ljóst að við erum ekki að „gúmmístimpla“ öll lög og reglur ESB og þannig framselja fullveldi okkar. Við erum aðilar að alþjóðlegum samningi og þess vegna þurfum við að taka upp ákveðna þætti löggjafar ESB sem falla undir gildissvið EES. Hins vegar þýðir þetta jafnframt að værum við ekki að taka upp þessar reglur þá mundum við ekki lengur vera aðili að þessum samningi og þar liggur kjarni málsins. Umræðan um þennan þriðja orkupakka er gott dæmi um þetta. Þar sem við erum aðilar að þessum samningi þá verðum við að innleiða þennan orkupakka og ef við gerum það ekki þá erum við í raun að segja upp EES-samningnum í heild sinni. Þetta er svona svipað og að vera á móti hita en ekki kvefi þ.e.a.s. einkennum sjúkdóms en ekki sjúkdómnum sjálfum. Þessi ESB-mál eru að kljúfa heilu flokkana í herðar niður og þetta byggist allt á þessari grundvallarspurningu: Viljum við vera hluti af ESB eða ekki? EES-samningurinn tryggir okkur nánast allt það sem slík aðild hefði í för með sér en þó ekki þann hluta sem hefði best gildi fyrir lífskjör almennings í landinu. Sá hluti kjósenda sem er á móti ESB/ESS hefur auðvitað rétt á sinni skoðun en þá væri hreinlegast að segja það bara beint út. Ég er hins vegar nokkuð viss um að sá hluti kjósenda vildi gjarna fá niðurstöðu í þessi mál og það er augljós leið til þess. Í fyrsta lagi þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fela stjórnvöldum að halda áfram/hefja aðildarviðræður við ESB eða segja upp EES-samningnum. Það væru þessir tveir kostir sem væri kosið um og aðeins þannig fengjum við niðurstöðu í þetta mál til frambúðar. Nú hafa Norðmenn kosið tvisvar um og hafnað aðild að ESB, Bretar hafa kosið að yfirgefa ESB og í báðum tilvikum hefur vilji þjóðarinnar verið virtur af stjórnvöldum. Væri ekki ráð að við leystum úr þessum málum á sama hátt, með þjóðaratkvæðagreiðslu?Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Evrópusambandið Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem maður var staddur í sumarfríi á Ítalíu þá tók maður eftir því að matarverð er um það bil helmingi lægra en heima á Íslandi. Það sama hefur maður séð varðandi vexti af íbúðarhúsnæði en þeir eru einnig helmingi lægri þar en á Íslandi. Þá vaknar ávallt upp þessi spurning hjá mér og sennilega flest öllum öðrum Íslendingum á ferðalögum: Hvers vegna er það? Svarið er í raun einfalt, við erum ekki í ESB. Við erum í EES og þó það tryggi okkur aðgang að innri markaði ESB þá tryggir það okkur ekki fullan ávinning í formi lækkaðs matarverðs og vaxta. Værum við aðilar að ESB og með evru sem gjaldmiðil þá værum við að njóta þessa ávinnings til jafns við aðra borgara ESB. Þetta er svona einfalt. Með EES-samningnum var komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði sem byggist á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og staðfesturétti, ásamt frjálsum fjármagnshreyfingum (fjórþætta frelsið). Til þess að þetta fyrirkomulag virki þá þurfa allir að spila eftir sömu reglum innan þessa sameiginlega innri markaðar ESB/EES. Af samningnum leiðir því að okkur ber að innleiða inn í íslenska löggjöf allar þær reglur sem hafa verið samþykktar á vettvangi EES-samstarfsins. Þess ber að geta að þetta á einungis við þær reglur ESB sem varða gildissvið EES-samnings. Samkvæmt upplýsingum á vef Stjórnarráðsins varðandi samning um Evrópska efnahagssvæðið þá hafa 13,4% af þeim lögum og reglum sem ESB hefur samþykkt frá árinu 1994 til ársloka 2016 verið tekin upp í EES-samninginn. Það er því ljóst að við erum ekki að „gúmmístimpla“ öll lög og reglur ESB og þannig framselja fullveldi okkar. Við erum aðilar að alþjóðlegum samningi og þess vegna þurfum við að taka upp ákveðna þætti löggjafar ESB sem falla undir gildissvið EES. Hins vegar þýðir þetta jafnframt að værum við ekki að taka upp þessar reglur þá mundum við ekki lengur vera aðili að þessum samningi og þar liggur kjarni málsins. Umræðan um þennan þriðja orkupakka er gott dæmi um þetta. Þar sem við erum aðilar að þessum samningi þá verðum við að innleiða þennan orkupakka og ef við gerum það ekki þá erum við í raun að segja upp EES-samningnum í heild sinni. Þetta er svona svipað og að vera á móti hita en ekki kvefi þ.e.a.s. einkennum sjúkdóms en ekki sjúkdómnum sjálfum. Þessi ESB-mál eru að kljúfa heilu flokkana í herðar niður og þetta byggist allt á þessari grundvallarspurningu: Viljum við vera hluti af ESB eða ekki? EES-samningurinn tryggir okkur nánast allt það sem slík aðild hefði í för með sér en þó ekki þann hluta sem hefði best gildi fyrir lífskjör almennings í landinu. Sá hluti kjósenda sem er á móti ESB/ESS hefur auðvitað rétt á sinni skoðun en þá væri hreinlegast að segja það bara beint út. Ég er hins vegar nokkuð viss um að sá hluti kjósenda vildi gjarna fá niðurstöðu í þessi mál og það er augljós leið til þess. Í fyrsta lagi þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fela stjórnvöldum að halda áfram/hefja aðildarviðræður við ESB eða segja upp EES-samningnum. Það væru þessir tveir kostir sem væri kosið um og aðeins þannig fengjum við niðurstöðu í þetta mál til frambúðar. Nú hafa Norðmenn kosið tvisvar um og hafnað aðild að ESB, Bretar hafa kosið að yfirgefa ESB og í báðum tilvikum hefur vilji þjóðarinnar verið virtur af stjórnvöldum. Væri ekki ráð að við leystum úr þessum málum á sama hátt, með þjóðaratkvæðagreiðslu?Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar