Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. ágúst 2019 17:00 Forsætisráðherrar Norðurlandanna ásamt Angelu Merkel í Viðey í dag. vísir/egill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. Katrín segir í samtali við fréttastofu að rétt eins og Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafi reglulega átt fundi með Bretlandi á vettvangi sem kallast Northern Future Forum þá sé áhugi fyrir því að þróa slíkan vettvang með Þýskalandi og Norðurlöndunum, að minnsta kosti til að byrja með. Á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðey í dag kvaðst Merkel taka vel í boð ráðherranna um nýjan samráðsvettvang en sagði ákvörðun ekki liggja fyrir varðandi það hvort boðinu verði tekið.Mikilvægt að koma því á framfæri að þjóðirnar ætli að standa saman Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á blaðamannafundi að umræður norrænu leiðtoganna og Merkel í morgun hafi verið góðar. „Heimurinn er að breytast mikið. Það er mikilvægast fyrir okkur að koma því á framfæri í dag að við ætlum að standa saman, ekki bara Norðurlöndin, heldur viljum við öll meiri samvinnu á milli Norðurlandanna og Þýskalands. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Við deilum sömu gildum og við deilum líka sömu hugmyndum um hvernig heim við viljum skapa fyrir börnin okkar,“ sagði Frederiksen.Farið yfir stóru áskoranirnar og þau gildi sem hafa skal að leiðarljósi þegar tekist er á við þær Katrín segir að á fundinum í morgun hafi ráðherrarnir og kanslarinn rætt stöðu stjórnmálanna og stóru áskoranirnar sem eru fram undan. „Þar vorum við að tala um loftslagsvána, við vorum að tala um fjórðu iðnbyltinguna og áhrifin á vinnumarkaðinn og við vorum að tala um lýðræðið og stöðu stjórnmálanna. Þannig að það má segja að við höfum verið að fara yfir stóru áskoranirnar og þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í því hvernig við tökumst á við þær. Útkoman úr þessum fundi er að rétt eins og Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafa átt reglulega fundi með Bretlandi á vettvangi sem kallast Northern Future Forum þá er áhugi fyrir því að þróa slíkan vettvang með Þýskalandi og Norðurlöndunum, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Katrín. Merkel hafi tekið boðinu um aukið samráð mjög vel. „Þetta á rætur sínar að rekja til heimsóknar minnar til Berlínar í fyrra þannig að þá vildi ég gjarnan bjóða henni á tvíhliða fund hér en mér fannst gott að sameina það þessum árlega sumarfundi norrænu forsætisráðherranna þar sem við höfum einmitt stundum verið með aðra gesti og náð svona breiðara samtali.“Tímamótafundur hvað varðar umhverfismálin og málefni Norðurslóða Aðspurð hvernig það hafi verið að taka á móti Merkel segir Katrín að það hafi verið mjög gott. Merkel þekki stjórnmálasviðið gríðarlega vel og þekki söguna mjög vel. Það hafi því verið áhugavert að hlusta á hana fara yfir stjórnmálaástandið út frá sinni reynslu. „En hún sýnir líka Íslandi mikinn hlýhug finnst mér með því að koma hingað á tvíhliða fund. Það var einmitt áhugavert að ganga með henni um Þingvelli í gær og átta sig á því hversu mikinn áhuga hún hefur bæði á sögunni og samfélaginu hér,“ segir Katrín. Katrín segir að fundurinn hafi að hennar mati markað ákveðin tímamót hvað varðar umhverfismálin og málefni Norðurslóða. „Þar sem við staðfestum okkar sýn Norðurlandanna til 2030 þar sem umhverfismálin verða í öndvegi, þar sem við stefnum að því að verða sjálfbærasta svæði veraldar. Við tókum allan morguninn í það að ræða aðgerðir gegn loftslagsvánni og til hvaða aðgerða einstök lönd innan Norðurlandanna eru að grípa til að stefna að kolefnishlutleysi.“ Norðurlöndin telji að saman geti þau náð auknum slagkrafti á alþjóðasviðinu. „Og við viljum senda mjög sterk skilaboð inn á loftslagsfundinn í New York núna í september að Norðurlöndin vilji sjá skýrar aðgerðir gegn loftslagsvánni. Um leið teljum við að við getum náð aukinni samlegð með því að vinna saman inn á við að þeim aðgerðum sem við erum að vinna að hvert í sínu lagi núna.“ Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Bein útsending: Forsætisráðherrar og kanslari í Viðey Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna fer fram í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sérstakur gestur á fundinum en hún er hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 20. ágúst 2019 13:15 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. Katrín segir í samtali við fréttastofu að rétt eins og Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafi reglulega átt fundi með Bretlandi á vettvangi sem kallast Northern Future Forum þá sé áhugi fyrir því að þróa slíkan vettvang með Þýskalandi og Norðurlöndunum, að minnsta kosti til að byrja með. Á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðey í dag kvaðst Merkel taka vel í boð ráðherranna um nýjan samráðsvettvang en sagði ákvörðun ekki liggja fyrir varðandi það hvort boðinu verði tekið.Mikilvægt að koma því á framfæri að þjóðirnar ætli að standa saman Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á blaðamannafundi að umræður norrænu leiðtoganna og Merkel í morgun hafi verið góðar. „Heimurinn er að breytast mikið. Það er mikilvægast fyrir okkur að koma því á framfæri í dag að við ætlum að standa saman, ekki bara Norðurlöndin, heldur viljum við öll meiri samvinnu á milli Norðurlandanna og Þýskalands. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Við deilum sömu gildum og við deilum líka sömu hugmyndum um hvernig heim við viljum skapa fyrir börnin okkar,“ sagði Frederiksen.Farið yfir stóru áskoranirnar og þau gildi sem hafa skal að leiðarljósi þegar tekist er á við þær Katrín segir að á fundinum í morgun hafi ráðherrarnir og kanslarinn rætt stöðu stjórnmálanna og stóru áskoranirnar sem eru fram undan. „Þar vorum við að tala um loftslagsvána, við vorum að tala um fjórðu iðnbyltinguna og áhrifin á vinnumarkaðinn og við vorum að tala um lýðræðið og stöðu stjórnmálanna. Þannig að það má segja að við höfum verið að fara yfir stóru áskoranirnar og þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í því hvernig við tökumst á við þær. Útkoman úr þessum fundi er að rétt eins og Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafa átt reglulega fundi með Bretlandi á vettvangi sem kallast Northern Future Forum þá er áhugi fyrir því að þróa slíkan vettvang með Þýskalandi og Norðurlöndunum, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Katrín. Merkel hafi tekið boðinu um aukið samráð mjög vel. „Þetta á rætur sínar að rekja til heimsóknar minnar til Berlínar í fyrra þannig að þá vildi ég gjarnan bjóða henni á tvíhliða fund hér en mér fannst gott að sameina það þessum árlega sumarfundi norrænu forsætisráðherranna þar sem við höfum einmitt stundum verið með aðra gesti og náð svona breiðara samtali.“Tímamótafundur hvað varðar umhverfismálin og málefni Norðurslóða Aðspurð hvernig það hafi verið að taka á móti Merkel segir Katrín að það hafi verið mjög gott. Merkel þekki stjórnmálasviðið gríðarlega vel og þekki söguna mjög vel. Það hafi því verið áhugavert að hlusta á hana fara yfir stjórnmálaástandið út frá sinni reynslu. „En hún sýnir líka Íslandi mikinn hlýhug finnst mér með því að koma hingað á tvíhliða fund. Það var einmitt áhugavert að ganga með henni um Þingvelli í gær og átta sig á því hversu mikinn áhuga hún hefur bæði á sögunni og samfélaginu hér,“ segir Katrín. Katrín segir að fundurinn hafi að hennar mati markað ákveðin tímamót hvað varðar umhverfismálin og málefni Norðurslóða. „Þar sem við staðfestum okkar sýn Norðurlandanna til 2030 þar sem umhverfismálin verða í öndvegi, þar sem við stefnum að því að verða sjálfbærasta svæði veraldar. Við tókum allan morguninn í það að ræða aðgerðir gegn loftslagsvánni og til hvaða aðgerða einstök lönd innan Norðurlandanna eru að grípa til að stefna að kolefnishlutleysi.“ Norðurlöndin telji að saman geti þau náð auknum slagkrafti á alþjóðasviðinu. „Og við viljum senda mjög sterk skilaboð inn á loftslagsfundinn í New York núna í september að Norðurlöndin vilji sjá skýrar aðgerðir gegn loftslagsvánni. Um leið teljum við að við getum náð aukinni samlegð með því að vinna saman inn á við að þeim aðgerðum sem við erum að vinna að hvert í sínu lagi núna.“
Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Bein útsending: Forsætisráðherrar og kanslari í Viðey Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna fer fram í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sérstakur gestur á fundinum en hún er hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 20. ágúst 2019 13:15 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Bein útsending: Forsætisráðherrar og kanslari í Viðey Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna fer fram í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sérstakur gestur á fundinum en hún er hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 20. ágúst 2019 13:15
Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15