Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Jóhann K. Jóhannsson og Andri Eysteinsson skrifa 20. ágúst 2019 10:55 Úr Reynisfjöru í gær. Vísir/Jóhann K. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem kom fyrstur á vettvang í Reynisfjöru en fjörunni var í gær lokað vegna grjóthruns. Stærðarinnar skriða féll svo í fjöruna snemma í morgun, eins og Vísir hefur greint frá. Sigurður var eins og áður segir fyrstur á vettvang í Reynisfjöru. „Þegar ég kem hérna, þá sé ég að stóri hluti úr fjallinu hefur fallið niður í fjöruna við drangana og niður í sjó fram og sjórinn brúnlitaður þannig að þetta hefur gerst snemma í morgun,“ segir Sigurður. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks. Það er fólk hérna alls staðar, allan daginn í fjörunni.“Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K.Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en ófáar fréttir af óförum ferðamanna hafa borist úr fjörunni á síðustu árum. Sigurður segir að enn falli grjót úr hlíðinni. „Það er bara á meðan ég er að tala við þig, að þá er ég að horfa á grjót hrynja úr sárinu þannig að þetta er ekkert alveg búið,“ segir Sigurður og bætir við, „Við komum til með að vera í sambandi við sérfræðinga hjá Veðurstofunni og það er allt í vinnslu.“ Svæðinu var lokað í gærkvöld eftir að ferðamenn slösuðust vegna grjóthruns en eitthvað bar á því að vegfarendur virtu lokanir lögreglu að vettugi. Sigurður telur líklegt að reynt verði að halda svæðinu lokuðu næstu daga. „Já ég held að það sé ekkert vit í öðru. Við reynum að gera okkar besta í að halda þessu lokuðu en það er svolítið erfitt þegar Atlantshafið lemur á öllum lokunum. Við gerum okkar besta,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
„Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem kom fyrstur á vettvang í Reynisfjöru en fjörunni var í gær lokað vegna grjóthruns. Stærðarinnar skriða féll svo í fjöruna snemma í morgun, eins og Vísir hefur greint frá. Sigurður var eins og áður segir fyrstur á vettvang í Reynisfjöru. „Þegar ég kem hérna, þá sé ég að stóri hluti úr fjallinu hefur fallið niður í fjöruna við drangana og niður í sjó fram og sjórinn brúnlitaður þannig að þetta hefur gerst snemma í morgun,“ segir Sigurður. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks. Það er fólk hérna alls staðar, allan daginn í fjörunni.“Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K.Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en ófáar fréttir af óförum ferðamanna hafa borist úr fjörunni á síðustu árum. Sigurður segir að enn falli grjót úr hlíðinni. „Það er bara á meðan ég er að tala við þig, að þá er ég að horfa á grjót hrynja úr sárinu þannig að þetta er ekkert alveg búið,“ segir Sigurður og bætir við, „Við komum til með að vera í sambandi við sérfræðinga hjá Veðurstofunni og það er allt í vinnslu.“ Svæðinu var lokað í gærkvöld eftir að ferðamenn slösuðust vegna grjóthruns en eitthvað bar á því að vegfarendur virtu lokanir lögreglu að vettugi. Sigurður telur líklegt að reynt verði að halda svæðinu lokuðu næstu daga. „Já ég held að það sé ekkert vit í öðru. Við reynum að gera okkar besta í að halda þessu lokuðu en það er svolítið erfitt þegar Atlantshafið lemur á öllum lokunum. Við gerum okkar besta,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira