Tekjur Íslendinga: Katrín Tanja trónir enn á toppnum Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2019 10:30 Skellihlæjandi, alla leið í bankann. Fréttablaðið/Michael Valentin Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Katrínar á árinu 2018 4,447 milljónum króna. Næst tekjuhæsti íþróttamaðurinn er knattspyrnumaðurinn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins með með 2,905 milljónir á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.Birkir Már er langt frá því að vera eini Valsarinn á listanum en félagi hans í Val, landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson er 15. Tekjuhæsti íþróttamaðurinn með 1,028 milljónir á mánuði. Bjarni Ólafur Eiríksson varnarmaður Vals er með 842 þúsund krónur á mánuði, Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður og baráttujaxl er með 729 þúsund og markavélin Patrick Pedersen er sagður fá 549 þúsund krónur mánaðarlega.Jón Arnór Stefánsson er sagður hafa 40 þúsund krónur í mánaðartekjur.vísir/daníelMikill munur á tekjum Crossfitstjarnanna Þriðji tekjuhæsti íþróttamaður Íslendinga er bardagakappinn Gunnar Nelson með 1,8 milljónir mánuði. Baldur Sigurðsson leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar er fimmti með 1,392 milljónir á mánuði en fjórða er Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ með 1,408 milljónir. Félagi Baldurs í Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson er einnig ofarlega á lista með 1,134 milljónir í mánaðartekjur. Tvöfaldi Crossfit-leika meistarinn, Annie Mist Þórisdóttir, er sögð fá 1,074 milljónir mánaðarlega en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sögð fá 304 þúsund krónur í mánaðartekjur en Björgvin Karl Guðmundsson fær 255 þúsund krónur. Þá er Heimir Hallgrímsson, tannlæknir, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar sagður hafa fengið 1,081 milljón á mánuði í fyrra en síðasta sumar stýrði Heimir A-landsliði karla á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu er sagður hafa fengið 286 þúsund krónur í mánaðarlegar tekjur.Íþróttabræðurnir Ólafur og Jón Arnór Stefánssynir eru neðarlega á listanum en Jón Arnór sem varð í vor enn og aftur Íslandsmeistari í körfubolta með KR er sagður fá 40 þúsund krónur á mánuði á meðan að bróðir hans Ólafur fær 86 þúsund mánaðarlega.Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. CrossFit Fótbolti Íslenski körfuboltinn Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Katrínar á árinu 2018 4,447 milljónum króna. Næst tekjuhæsti íþróttamaðurinn er knattspyrnumaðurinn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins með með 2,905 milljónir á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.Birkir Már er langt frá því að vera eini Valsarinn á listanum en félagi hans í Val, landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson er 15. Tekjuhæsti íþróttamaðurinn með 1,028 milljónir á mánuði. Bjarni Ólafur Eiríksson varnarmaður Vals er með 842 þúsund krónur á mánuði, Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður og baráttujaxl er með 729 þúsund og markavélin Patrick Pedersen er sagður fá 549 þúsund krónur mánaðarlega.Jón Arnór Stefánsson er sagður hafa 40 þúsund krónur í mánaðartekjur.vísir/daníelMikill munur á tekjum Crossfitstjarnanna Þriðji tekjuhæsti íþróttamaður Íslendinga er bardagakappinn Gunnar Nelson með 1,8 milljónir mánuði. Baldur Sigurðsson leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar er fimmti með 1,392 milljónir á mánuði en fjórða er Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ með 1,408 milljónir. Félagi Baldurs í Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson er einnig ofarlega á lista með 1,134 milljónir í mánaðartekjur. Tvöfaldi Crossfit-leika meistarinn, Annie Mist Þórisdóttir, er sögð fá 1,074 milljónir mánaðarlega en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sögð fá 304 þúsund krónur í mánaðartekjur en Björgvin Karl Guðmundsson fær 255 þúsund krónur. Þá er Heimir Hallgrímsson, tannlæknir, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar sagður hafa fengið 1,081 milljón á mánuði í fyrra en síðasta sumar stýrði Heimir A-landsliði karla á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu er sagður hafa fengið 286 þúsund krónur í mánaðarlegar tekjur.Íþróttabræðurnir Ólafur og Jón Arnór Stefánssynir eru neðarlega á listanum en Jón Arnór sem varð í vor enn og aftur Íslandsmeistari í körfubolta með KR er sagður fá 40 þúsund krónur á mánuði á meðan að bróðir hans Ólafur fær 86 þúsund mánaðarlega.Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.
CrossFit Fótbolti Íslenski körfuboltinn Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira