Tekjur Íslendinga: Katrín Tanja trónir enn á toppnum Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2019 10:30 Skellihlæjandi, alla leið í bankann. Fréttablaðið/Michael Valentin Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Katrínar á árinu 2018 4,447 milljónum króna. Næst tekjuhæsti íþróttamaðurinn er knattspyrnumaðurinn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins með með 2,905 milljónir á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.Birkir Már er langt frá því að vera eini Valsarinn á listanum en félagi hans í Val, landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson er 15. Tekjuhæsti íþróttamaðurinn með 1,028 milljónir á mánuði. Bjarni Ólafur Eiríksson varnarmaður Vals er með 842 þúsund krónur á mánuði, Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður og baráttujaxl er með 729 þúsund og markavélin Patrick Pedersen er sagður fá 549 þúsund krónur mánaðarlega.Jón Arnór Stefánsson er sagður hafa 40 þúsund krónur í mánaðartekjur.vísir/daníelMikill munur á tekjum Crossfitstjarnanna Þriðji tekjuhæsti íþróttamaður Íslendinga er bardagakappinn Gunnar Nelson með 1,8 milljónir mánuði. Baldur Sigurðsson leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar er fimmti með 1,392 milljónir á mánuði en fjórða er Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ með 1,408 milljónir. Félagi Baldurs í Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson er einnig ofarlega á lista með 1,134 milljónir í mánaðartekjur. Tvöfaldi Crossfit-leika meistarinn, Annie Mist Þórisdóttir, er sögð fá 1,074 milljónir mánaðarlega en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sögð fá 304 þúsund krónur í mánaðartekjur en Björgvin Karl Guðmundsson fær 255 þúsund krónur. Þá er Heimir Hallgrímsson, tannlæknir, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar sagður hafa fengið 1,081 milljón á mánuði í fyrra en síðasta sumar stýrði Heimir A-landsliði karla á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu er sagður hafa fengið 286 þúsund krónur í mánaðarlegar tekjur.Íþróttabræðurnir Ólafur og Jón Arnór Stefánssynir eru neðarlega á listanum en Jón Arnór sem varð í vor enn og aftur Íslandsmeistari í körfubolta með KR er sagður fá 40 þúsund krónur á mánuði á meðan að bróðir hans Ólafur fær 86 þúsund mánaðarlega.Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. CrossFit Fótbolti Íslenski körfuboltinn Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Katrínar á árinu 2018 4,447 milljónum króna. Næst tekjuhæsti íþróttamaðurinn er knattspyrnumaðurinn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins með með 2,905 milljónir á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.Birkir Már er langt frá því að vera eini Valsarinn á listanum en félagi hans í Val, landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson er 15. Tekjuhæsti íþróttamaðurinn með 1,028 milljónir á mánuði. Bjarni Ólafur Eiríksson varnarmaður Vals er með 842 þúsund krónur á mánuði, Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður og baráttujaxl er með 729 þúsund og markavélin Patrick Pedersen er sagður fá 549 þúsund krónur mánaðarlega.Jón Arnór Stefánsson er sagður hafa 40 þúsund krónur í mánaðartekjur.vísir/daníelMikill munur á tekjum Crossfitstjarnanna Þriðji tekjuhæsti íþróttamaður Íslendinga er bardagakappinn Gunnar Nelson með 1,8 milljónir mánuði. Baldur Sigurðsson leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar er fimmti með 1,392 milljónir á mánuði en fjórða er Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ með 1,408 milljónir. Félagi Baldurs í Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson er einnig ofarlega á lista með 1,134 milljónir í mánaðartekjur. Tvöfaldi Crossfit-leika meistarinn, Annie Mist Þórisdóttir, er sögð fá 1,074 milljónir mánaðarlega en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sögð fá 304 þúsund krónur í mánaðartekjur en Björgvin Karl Guðmundsson fær 255 þúsund krónur. Þá er Heimir Hallgrímsson, tannlæknir, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar sagður hafa fengið 1,081 milljón á mánuði í fyrra en síðasta sumar stýrði Heimir A-landsliði karla á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu er sagður hafa fengið 286 þúsund krónur í mánaðarlegar tekjur.Íþróttabræðurnir Ólafur og Jón Arnór Stefánssynir eru neðarlega á listanum en Jón Arnór sem varð í vor enn og aftur Íslandsmeistari í körfubolta með KR er sagður fá 40 þúsund krónur á mánuði á meðan að bróðir hans Ólafur fær 86 þúsund mánaðarlega.Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.
CrossFit Fótbolti Íslenski körfuboltinn Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira