Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2019 19:03 Joaquin Phoenix leikur Arthur Fleck í myndinni sem fer yfir um þegar hann er niðurlægður af spjallþáttastjórnanda. Warner Bros Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. Er myndin sögð sláandi og ógnvekjandi en aðalleikara myndarinnar Joaquin Phoenix er spáð tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á þessum þekktasta óþokka myndasagnanna. Leikstjóri myndarinnar er Todd Phillips en Jókerinn tilheyrir myndasagnaheimi DC og er jafnan sagður erkióvinur Batman. Leðurblökumaðurinn er þó hvergi sjáanlegur í þessari mynd. Einblínir hún eingöngu á forsögu Jókersins, hvað það var sem gerði hann svona skelfilega illa innrættan og sturlaðan. Er framsetning myndarinnar sögð afar huguð en með önnur hlutverk fara Óskarsverðlaunahafinn Robert De Niro, Marc Maron og Zazie Beetz. Gagnrýnandi Hollywood Reporter hrósar sérstaklega Joaquin Phoenix fyrir að gera Jókerinn svo aumkunarverðan en á sama tíma stafar gegndarlaus ógn af honum. Áhorfendur fá samúð með þessu varmenni á sama tíma og þeir eru dauðhræddir við hann.Líkt og fyrr segir leikur Robert De Niro í myndinni sem er sögð sækja innblástur í tveimur myndum sem hann lék aðalhlutverkið í, The King of Comedy og Taxi Driver. Báðar fjalla þær myndir um hvernig menn sem standa halloka í samfélaginu tapa vitinu með skelfilegum afleiðingum. Jim Vejvoda, gagnrýnandi IGN, segir myndina einnig sækja innblástur í Clockwork Orange og Dog Day Afternoon. Hann segir leikstjórann Todd Phillips kalla fram vorkunn í garð Jókersins en þó sé enginn tilbúinn að fyrirgefa honum fyrir þau myrkraverk sem hann fremur. Gagnrýnandi Forbes segir Joker eina af bestu myndum ársins og eins og allir hinir gagnrýnendurnir bendir hann á að stjörnuleikur Joaquin Phoenix beri myndina uppi. Er hann sagður ekki aðeins á pari við þann Jóker sem Heath Ledger túlkaði í The Dark Knight, heldur mögulega aðeins betri. Í myndinni leikur Joaquin Phoenix uppistandarann Arthur Fleck sem reynir að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro leikur, gerir lítið úr honum. Myndin verður frumsýnd 4. október á Íslandi. Hollywood Óskarinn Tengdar fréttir Ný stikla fyrir Jókerinn komin Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir, sem vakti mikla athygli fyrir hljóðrás sína fyrir þættina Chernobyl, semur tónlistina fyrir myndina en hún er ekki eina íslenska tónskáldið sem kemur að myndinni. Veigar Margeirsson tónskáld samdi tónlistina fyrir stikluna sjálfa sem er áberandi í henni. 30. ágúst 2019 08:58 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. Er myndin sögð sláandi og ógnvekjandi en aðalleikara myndarinnar Joaquin Phoenix er spáð tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á þessum þekktasta óþokka myndasagnanna. Leikstjóri myndarinnar er Todd Phillips en Jókerinn tilheyrir myndasagnaheimi DC og er jafnan sagður erkióvinur Batman. Leðurblökumaðurinn er þó hvergi sjáanlegur í þessari mynd. Einblínir hún eingöngu á forsögu Jókersins, hvað það var sem gerði hann svona skelfilega illa innrættan og sturlaðan. Er framsetning myndarinnar sögð afar huguð en með önnur hlutverk fara Óskarsverðlaunahafinn Robert De Niro, Marc Maron og Zazie Beetz. Gagnrýnandi Hollywood Reporter hrósar sérstaklega Joaquin Phoenix fyrir að gera Jókerinn svo aumkunarverðan en á sama tíma stafar gegndarlaus ógn af honum. Áhorfendur fá samúð með þessu varmenni á sama tíma og þeir eru dauðhræddir við hann.Líkt og fyrr segir leikur Robert De Niro í myndinni sem er sögð sækja innblástur í tveimur myndum sem hann lék aðalhlutverkið í, The King of Comedy og Taxi Driver. Báðar fjalla þær myndir um hvernig menn sem standa halloka í samfélaginu tapa vitinu með skelfilegum afleiðingum. Jim Vejvoda, gagnrýnandi IGN, segir myndina einnig sækja innblástur í Clockwork Orange og Dog Day Afternoon. Hann segir leikstjórann Todd Phillips kalla fram vorkunn í garð Jókersins en þó sé enginn tilbúinn að fyrirgefa honum fyrir þau myrkraverk sem hann fremur. Gagnrýnandi Forbes segir Joker eina af bestu myndum ársins og eins og allir hinir gagnrýnendurnir bendir hann á að stjörnuleikur Joaquin Phoenix beri myndina uppi. Er hann sagður ekki aðeins á pari við þann Jóker sem Heath Ledger túlkaði í The Dark Knight, heldur mögulega aðeins betri. Í myndinni leikur Joaquin Phoenix uppistandarann Arthur Fleck sem reynir að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro leikur, gerir lítið úr honum. Myndin verður frumsýnd 4. október á Íslandi.
Hollywood Óskarinn Tengdar fréttir Ný stikla fyrir Jókerinn komin Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir, sem vakti mikla athygli fyrir hljóðrás sína fyrir þættina Chernobyl, semur tónlistina fyrir myndina en hún er ekki eina íslenska tónskáldið sem kemur að myndinni. Veigar Margeirsson tónskáld samdi tónlistina fyrir stikluna sjálfa sem er áberandi í henni. 30. ágúst 2019 08:58 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ný stikla fyrir Jókerinn komin Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir, sem vakti mikla athygli fyrir hljóðrás sína fyrir þættina Chernobyl, semur tónlistina fyrir myndina en hún er ekki eina íslenska tónskáldið sem kemur að myndinni. Veigar Margeirsson tónskáld samdi tónlistina fyrir stikluna sjálfa sem er áberandi í henni. 30. ágúst 2019 08:58