Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. ágúst 2019 12:30 Íslenska kjötsúpan verður í hávegum höfð á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli um helgina. Magús Hlynur Hreiðarsson. Fjöldi fólks mun eyða helginni á Hvolsvelli því þar stendur yfir kjötsúpuhátíð þar sem heimamenn og gestir þeirra geta borðað eins mikið af kjötsúpu og þeir geta ofan í sig látið. Þá verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og viðurkenningar veittar. Kjötsúpuhátíðin hófst á fimmtudaginn og stendur yfir alla helgina. Hátíðin fer fram á Hvolsvelli, sem tilheyrir Rangárþingi eystra. Dagskráin verður glæsileg að vanda og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fastir dagskrárliðir eins og súpurölt, skreytingakeppni, brenna, brekkusöngur, flugeldasýning og kjötsúpuballið verða á sínum auk, auk nýrra dagskrárliða. En af hverju heitir þetta kjötsúpuhátíð ? Bergsveinn Theodórsson, er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Sláturfélag Suðurlands er með sínar höfuðstöðvar á Hvolsvelli og íslenska kjötsúpan fæddist og ólst upp á Hvolsvelli eða Rangárþingi eystra og við segjum það kokhraust að þaðan er hún upprunninn“, segir Bergsveinn og hlær. En eru Rangæingar duglegir að borða kjötsúpu allt árið um kring? „Já, þú sérð það um leið og þú kemur inn í sveitarfélagið hvað allir Rangæingar eru heilbrigðir í útliti, þeir líta vel út, það er mikill litur í kinnum og þetta er allt saman öflugt fólk. Það er allt saman kjötsúpunni að þakka, við byrjuðum að borða súpuna um leið og við fórum að brjóstinu, það er mikill kraftur í kjötsúpunni í Rangárþingi eystra skal ég segja ykkur“. Bergsveinn Theodórsson, einn af skipuleggjendum kjötsúpuhátíðarinnar 2019.Magnús HlynurBergsveinn segir að allir séu velkomnir á Hvolsvöll um helgina. „Já, svo sannarlega og þar verður gott að vera. Pabbi sagði mér að það yrði þurrt í allan dag þannig að við erum bara í sólskinsskapi hér á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra“. Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Fjöldi fólks mun eyða helginni á Hvolsvelli því þar stendur yfir kjötsúpuhátíð þar sem heimamenn og gestir þeirra geta borðað eins mikið af kjötsúpu og þeir geta ofan í sig látið. Þá verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og viðurkenningar veittar. Kjötsúpuhátíðin hófst á fimmtudaginn og stendur yfir alla helgina. Hátíðin fer fram á Hvolsvelli, sem tilheyrir Rangárþingi eystra. Dagskráin verður glæsileg að vanda og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fastir dagskrárliðir eins og súpurölt, skreytingakeppni, brenna, brekkusöngur, flugeldasýning og kjötsúpuballið verða á sínum auk, auk nýrra dagskrárliða. En af hverju heitir þetta kjötsúpuhátíð ? Bergsveinn Theodórsson, er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Sláturfélag Suðurlands er með sínar höfuðstöðvar á Hvolsvelli og íslenska kjötsúpan fæddist og ólst upp á Hvolsvelli eða Rangárþingi eystra og við segjum það kokhraust að þaðan er hún upprunninn“, segir Bergsveinn og hlær. En eru Rangæingar duglegir að borða kjötsúpu allt árið um kring? „Já, þú sérð það um leið og þú kemur inn í sveitarfélagið hvað allir Rangæingar eru heilbrigðir í útliti, þeir líta vel út, það er mikill litur í kinnum og þetta er allt saman öflugt fólk. Það er allt saman kjötsúpunni að þakka, við byrjuðum að borða súpuna um leið og við fórum að brjóstinu, það er mikill kraftur í kjötsúpunni í Rangárþingi eystra skal ég segja ykkur“. Bergsveinn Theodórsson, einn af skipuleggjendum kjötsúpuhátíðarinnar 2019.Magnús HlynurBergsveinn segir að allir séu velkomnir á Hvolsvöll um helgina. „Já, svo sannarlega og þar verður gott að vera. Pabbi sagði mér að það yrði þurrt í allan dag þannig að við erum bara í sólskinsskapi hér á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra“.
Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira