Stefnuleysi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 09:30 Stjórnmálaflokkar hafa í gegnum tíðina gert kjósendum auðveldara með að átta sig á hvar á hinum pólitíska ási frambjóðendur og stjórnmálamenn standa. Gera hefur mátt ráð fyrir að þeir sem standi vinstra megin við miðju vilji þéttofið velferðarnet og telji umsvifamikinn ríkisrekstur nauðsynlegan til að tryggja slíkt net. Hægrimenn hafa viljað halda ríkisafskiptum í lágmarki. Ekki skal gengið á frelsi borgaranna, eins og það er kallað, nema til þess séu veigamikil rök. Auðvitað er þessi lýsing einföldun. Veruleikinn er sjaldnast svartur eða hvítur þótt fólk sé í grundvallaratriðum sammála. Sumir hafa leikið á þennan pólitíska ás. Einna þekktust er sagan af Tony Blair og New Labour eða Nýja-Verkamannaflokknum. Blair var enginn vinstrimaður að uppruna, og hafði raunar daðrað við Íhaldsflokkinn á yngri árum. Hann sá sér leik á borði. Verkamannaflokkurinn hafði gengið langa eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar þegar hann kom til skjalanna. Leið hans var að færa flokkinn eins langt til hægri og frekast var unnt, og skapa um leið meiriháttar tilvistarkreppu hjá Íhaldsflokknum. Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Blairs og síðar Gordons Brown, var við völd næstu 12 árin. Aðrir gefa sig beinlínis út fyrir að tilheyra ekki hinu hefðbundna pólitíska litrófi. Píratar hér á Íslandi eru dæmi um það. Besti flokkur Jóns Gnarr er annað dæmi. Þótt slíkir flokkar eigi sannarlega tilverurétt og hafi frískað upp á pólitíkina undanfarin ár, er það eftir sem áður sennilega algengast að fólk skilgreini sjálft sig út frá tiltölulega hefðbundnum mælikvörðum um hægri og vinstri. Hægri menn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vinstri menn Vinstri græn eða Samfylkingu og miðjumoðarar Framsókn eða afsprengi þess flokks. Allra ruglingslegast er því þegar fulltrúar þessara rótgrónu flokka virðast ekki sjálfir vita hvað þeir standa fyrir. Þar mætti nefna Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem hefur tekist að gerast sérstakur andstæðingur þróunar í miðborg Reykjavíkur, talsmaður yfirburða einkabílsins og svarinn andstæðingur þess að verðmætasta land borgarinnar fari undir annað en algerlega vannýttan flugvöll. Hinum hægri sinnaða Boris Johnson, sem áður stýrði London með myndarbrag, myndi sennilega svelgjast á drykk sínum. Nýjasta stefnumál flokksins virðast vera uppsetning eftirlitsmyndavélakerfis til að njósna um borgarbúa. Það er í takti við nýlega tillögu um að sækja skuli embættismenn til saka vegna framúrkeyrslu í svokölluðu braggamáli. Oddvitinn í borginni steig svo nýverið fram sem sérstakur talsmaður kjötneyslu, og lýsti áhyggjum af próteinskorti þeirra sem kjósa frekar grænmeti. Þökkum Eyþóri forsjána. Tony Blair lék á hinn pólitíska ás eins og fiðlu. Stundum er engu líkara en Sjálfstæðismenn í borginni viti ekki að hann sé til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar hafa í gegnum tíðina gert kjósendum auðveldara með að átta sig á hvar á hinum pólitíska ási frambjóðendur og stjórnmálamenn standa. Gera hefur mátt ráð fyrir að þeir sem standi vinstra megin við miðju vilji þéttofið velferðarnet og telji umsvifamikinn ríkisrekstur nauðsynlegan til að tryggja slíkt net. Hægrimenn hafa viljað halda ríkisafskiptum í lágmarki. Ekki skal gengið á frelsi borgaranna, eins og það er kallað, nema til þess séu veigamikil rök. Auðvitað er þessi lýsing einföldun. Veruleikinn er sjaldnast svartur eða hvítur þótt fólk sé í grundvallaratriðum sammála. Sumir hafa leikið á þennan pólitíska ás. Einna þekktust er sagan af Tony Blair og New Labour eða Nýja-Verkamannaflokknum. Blair var enginn vinstrimaður að uppruna, og hafði raunar daðrað við Íhaldsflokkinn á yngri árum. Hann sá sér leik á borði. Verkamannaflokkurinn hafði gengið langa eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar þegar hann kom til skjalanna. Leið hans var að færa flokkinn eins langt til hægri og frekast var unnt, og skapa um leið meiriháttar tilvistarkreppu hjá Íhaldsflokknum. Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Blairs og síðar Gordons Brown, var við völd næstu 12 árin. Aðrir gefa sig beinlínis út fyrir að tilheyra ekki hinu hefðbundna pólitíska litrófi. Píratar hér á Íslandi eru dæmi um það. Besti flokkur Jóns Gnarr er annað dæmi. Þótt slíkir flokkar eigi sannarlega tilverurétt og hafi frískað upp á pólitíkina undanfarin ár, er það eftir sem áður sennilega algengast að fólk skilgreini sjálft sig út frá tiltölulega hefðbundnum mælikvörðum um hægri og vinstri. Hægri menn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vinstri menn Vinstri græn eða Samfylkingu og miðjumoðarar Framsókn eða afsprengi þess flokks. Allra ruglingslegast er því þegar fulltrúar þessara rótgrónu flokka virðast ekki sjálfir vita hvað þeir standa fyrir. Þar mætti nefna Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem hefur tekist að gerast sérstakur andstæðingur þróunar í miðborg Reykjavíkur, talsmaður yfirburða einkabílsins og svarinn andstæðingur þess að verðmætasta land borgarinnar fari undir annað en algerlega vannýttan flugvöll. Hinum hægri sinnaða Boris Johnson, sem áður stýrði London með myndarbrag, myndi sennilega svelgjast á drykk sínum. Nýjasta stefnumál flokksins virðast vera uppsetning eftirlitsmyndavélakerfis til að njósna um borgarbúa. Það er í takti við nýlega tillögu um að sækja skuli embættismenn til saka vegna framúrkeyrslu í svokölluðu braggamáli. Oddvitinn í borginni steig svo nýverið fram sem sérstakur talsmaður kjötneyslu, og lýsti áhyggjum af próteinskorti þeirra sem kjósa frekar grænmeti. Þökkum Eyþóri forsjána. Tony Blair lék á hinn pólitíska ás eins og fiðlu. Stundum er engu líkara en Sjálfstæðismenn í borginni viti ekki að hann sé til.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar