Öfgahópar gætu sprottið upp í Líbíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 07:30 Hermaður úr liði hinnar alþjóðlega samþykktu ríkisstjórnar sést hér munda riffilinn sinn. Nordicphotos/AFP Borgarastyrjöldin í Líbíu gæti leitt til þess að hryðjuverkasamtök á svæðinu vaxi og dafni og ný samtök gætu sprottið upp sömuleiðis vegna óreiðunnar sem ríkir í landinu. Þetta sagði Stephen Townsend, hershöfðingi og einn æðstu manna bandaríska hersins í Afríku, við Military Times í vikunni. Að hans sögn er fyrsta forgangsatriði Bandaríkjamanna að fyrirbyggja slíkt í samstarfi við hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn landsins. „Átökin í Líbíu eru vel til þess fallin að veita hryðjuverkasamtökum í landinu aukið súrefni. Þetta er ástand sem við fylgjumst afar vel með. Samstarf í málinu hefur aukist og við vinnum saman að pólitískri lausn. Óreiðan gerir það að verkum að það er auðveldara fyrir hryðjuverkasamtök að sækja sér liðsstyrk, þjálfa og komast af,“ sagði Chris Karns, upplýsingafulltrúi bandaríska hersins í Afríku, og bætti við að gögn sem Bandaríkjamenn hafa undir höndum sýndu fram á að þetta væri raunin. Vargöld hefur verið í Líbíu allt frá því í febrúar 2011 þegar hið svokallaða arabíska vor braust út. Þá kom til átaka á milli uppreisnarmanna og líbíska hersins, sem studdi enn Muammar Gaddafi einræðisherra. Gaddafi var felldur í október sama ár og ný ríkisstjórn lýsti Líbíu frelsaða. En ekkert varð af frelsun og friði. Hin nýja bráðabirgðastjórn vék fyrir svokölluðu Þjóðarráði (GNC) sem sat svo lengur en umboð þess gerði ráð fyrir. Khalifa Haftar hershöfðingi og leiðtogi Líbíska þjóðarhersins gerði uppreisn í maí 2014. Hæstiréttur úrskurðaði í kjölfarið að Ahmed Maiteg væri ólöglegur forsætisráðherra, nýtt þing var kjörið og þá kom til átaka á milli fylgismanna hins nýja þings og stuðningsmanna Þjóðarráðsstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en í mars 2016 sem ný, alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn, kom til Trípólí í boði Sameinuðu þjóðanna. Haftar og stuðningsfólk hans, með höfuðstöðvar sínar í Tobruk, styðja ríkisstjórnina ekki og hafa allar götur síðan sótt stíft að Trípólí-stjórninni. Í dag heldur Tobruk-stjórnin langstærstum hluta landsins og sækir enn í dag að Trípólí og Sirte. Þá er ótalinn hlutur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í styrjöldinni. ISIS heldur ekki miklu landsvæði í Líbíu en hefur gert fjölda hryðjuverkaárása. Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Borgarastyrjöldin í Líbíu gæti leitt til þess að hryðjuverkasamtök á svæðinu vaxi og dafni og ný samtök gætu sprottið upp sömuleiðis vegna óreiðunnar sem ríkir í landinu. Þetta sagði Stephen Townsend, hershöfðingi og einn æðstu manna bandaríska hersins í Afríku, við Military Times í vikunni. Að hans sögn er fyrsta forgangsatriði Bandaríkjamanna að fyrirbyggja slíkt í samstarfi við hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn landsins. „Átökin í Líbíu eru vel til þess fallin að veita hryðjuverkasamtökum í landinu aukið súrefni. Þetta er ástand sem við fylgjumst afar vel með. Samstarf í málinu hefur aukist og við vinnum saman að pólitískri lausn. Óreiðan gerir það að verkum að það er auðveldara fyrir hryðjuverkasamtök að sækja sér liðsstyrk, þjálfa og komast af,“ sagði Chris Karns, upplýsingafulltrúi bandaríska hersins í Afríku, og bætti við að gögn sem Bandaríkjamenn hafa undir höndum sýndu fram á að þetta væri raunin. Vargöld hefur verið í Líbíu allt frá því í febrúar 2011 þegar hið svokallaða arabíska vor braust út. Þá kom til átaka á milli uppreisnarmanna og líbíska hersins, sem studdi enn Muammar Gaddafi einræðisherra. Gaddafi var felldur í október sama ár og ný ríkisstjórn lýsti Líbíu frelsaða. En ekkert varð af frelsun og friði. Hin nýja bráðabirgðastjórn vék fyrir svokölluðu Þjóðarráði (GNC) sem sat svo lengur en umboð þess gerði ráð fyrir. Khalifa Haftar hershöfðingi og leiðtogi Líbíska þjóðarhersins gerði uppreisn í maí 2014. Hæstiréttur úrskurðaði í kjölfarið að Ahmed Maiteg væri ólöglegur forsætisráðherra, nýtt þing var kjörið og þá kom til átaka á milli fylgismanna hins nýja þings og stuðningsmanna Þjóðarráðsstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en í mars 2016 sem ný, alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn, kom til Trípólí í boði Sameinuðu þjóðanna. Haftar og stuðningsfólk hans, með höfuðstöðvar sínar í Tobruk, styðja ríkisstjórnina ekki og hafa allar götur síðan sótt stíft að Trípólí-stjórninni. Í dag heldur Tobruk-stjórnin langstærstum hluta landsins og sækir enn í dag að Trípólí og Sirte. Þá er ótalinn hlutur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í styrjöldinni. ISIS heldur ekki miklu landsvæði í Líbíu en hefur gert fjölda hryðjuverkaárása.
Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira