Gagnrýnir Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðherra harðlega Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2019 20:00 Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes Ver, sem sagði á þriðja tug starfsmanna upp störfum í Þorlákshöfn í morgun gagnrýnir Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsharðlega harðlega þegar um veiðar á sæbjúgum er að ræða. Ráðherra gefur lítið fyrir gagnrýnina. Hjá fyrirtækinu starfa um fimmtíu manns og þeim sem var sagt upp í dag hætta 1. desember næstkomandi. Hafnarnes Ver er eitt af aðal útgerðarfyrirtækjunum og fiskvinnslufyrirtækjunum í Þorlákshöfn og einn stærsti vinnustaðurinn, Því eru uppsagnir dagsins mikið reiðarslag. „Þetta þýðir bara það að við þurfum að stokka upp. Nú fer bara vinna í gang hjá okkur, sem rekum þetta að reyna að finna nýtt hráefni“, segir Ólafur. Ólafur segir að uppsagnirnar komi fyrst og fremst til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins. Hann er ekki sáttur við Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. „Því miður, þá tel ég að hann hafi ekki staðið nógu mikið í lappirnar gagnvart Hafró. Hafró er á mjög veikum vísindalegum grunni með þetta, þeir eru ekki búnir að rannsaka þetta, þeir leggja fram tölur þar sem er ekki vísindi á bak við, þetta eru ágiskanir og hann felur sig á bak við Hafró og segist þurfa að hlusta á vísindamennina en þegar vísindamennirnir vita hvað þeir eru að tala um þá er dálítið erfitt þegar ráðherrann þorir ekki að taka ákvörðun, sem er í hag fyrirtækja og starfsfólks í landinu“. Á þriðja tug starfsmanna fyrirtækisins var sagt upp störfum í dag en um fimmtíu manns vinna hjá Hafnarnes Ver og er fyrirtækið eitt af þeim stærstu í Þorlákshöfn.Vísir/vilhelmKristján Þór Júlíusson gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Ólafs. „Við ráðgjöf sína þá getur Hafrannsóknarstofnun ekki tekið mið af, hvorki hagsmunum einstakra fyrirtækja eða einhverra annarra þátta, þeir verða að byggja mat sitt á sínum bestu upplýsingum um vistkerfi sjávar“, segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes Ver, sem sagði á þriðja tug starfsmanna upp störfum í Þorlákshöfn í morgun gagnrýnir Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsharðlega harðlega þegar um veiðar á sæbjúgum er að ræða. Ráðherra gefur lítið fyrir gagnrýnina. Hjá fyrirtækinu starfa um fimmtíu manns og þeim sem var sagt upp í dag hætta 1. desember næstkomandi. Hafnarnes Ver er eitt af aðal útgerðarfyrirtækjunum og fiskvinnslufyrirtækjunum í Þorlákshöfn og einn stærsti vinnustaðurinn, Því eru uppsagnir dagsins mikið reiðarslag. „Þetta þýðir bara það að við þurfum að stokka upp. Nú fer bara vinna í gang hjá okkur, sem rekum þetta að reyna að finna nýtt hráefni“, segir Ólafur. Ólafur segir að uppsagnirnar komi fyrst og fremst til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins. Hann er ekki sáttur við Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. „Því miður, þá tel ég að hann hafi ekki staðið nógu mikið í lappirnar gagnvart Hafró. Hafró er á mjög veikum vísindalegum grunni með þetta, þeir eru ekki búnir að rannsaka þetta, þeir leggja fram tölur þar sem er ekki vísindi á bak við, þetta eru ágiskanir og hann felur sig á bak við Hafró og segist þurfa að hlusta á vísindamennina en þegar vísindamennirnir vita hvað þeir eru að tala um þá er dálítið erfitt þegar ráðherrann þorir ekki að taka ákvörðun, sem er í hag fyrirtækja og starfsfólks í landinu“. Á þriðja tug starfsmanna fyrirtækisins var sagt upp störfum í dag en um fimmtíu manns vinna hjá Hafnarnes Ver og er fyrirtækið eitt af þeim stærstu í Þorlákshöfn.Vísir/vilhelmKristján Þór Júlíusson gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Ólafs. „Við ráðgjöf sína þá getur Hafrannsóknarstofnun ekki tekið mið af, hvorki hagsmunum einstakra fyrirtækja eða einhverra annarra þátta, þeir verða að byggja mat sitt á sínum bestu upplýsingum um vistkerfi sjávar“, segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira