Tollvörður varð fyrir eitrun við skoðun á hraðsendingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 18:30 Tollvörður hjá Tollgæslunni þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa orðið fyrir áhrifum eitrunar af hreinum nikótínvökva sem reynt var að smygla til landsins. Aðstoðaryfirtollvörður segir að það sé nokkuð algengt að reynt sé að smygla slíkum vökva til landsins og að hann sé ekki í viðurkenndum umbúðum, sem auki á hættu. Málið kom upp í upphafi vikunnar þegar tollvörðurinn var að skoða hraðsendingar hingað til lands. Aðstoðaryfirtollvörður segir að umrædd sending hafi verið tekin til nánari skoðunar vegna innihaldsins. Í ljós kom hreinn nikótínvökvi. „Við meðhöndlun á varningnum, þegar það er verið að koma honum fyrir í geymslu, á sér stað smit. Umbúðir ótryggar og tollvörður verður fyrir eitrunaráhrifum,“ segir Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörður.Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörðurVísir/Baldur HrafnkellInnöndun og bein snerting við nikótínvökva getur verið stórskaðleg Ekki hafi reynst unnt að mæla styrkleika vökvans en einkenni hafi fljótlega komið fram í formi höfuðverks og uppkasta. Nikótínvökvi getur verið banvænn sé hans neytt á annan hátt en leiðbeiningar segja til um. Þá getur innöndun og snerting við hreinan vökva verið stórskaðleg. „Oft og tíðum þegar við erum með nikótínvökva, sérstaklega þennan hreinni nikótínvökva sem við erum að vinna með, er hann í umbúðum sem eru ekki merktar sem slíkar,“ segir Baldur. Baldur segir að þegar grunur vakni um innanhald slíkra sendinga séu tollverðir meðvitaðir um hættuna sem fylgi nikótínvökvanum. Eftir uppákomuna í upphafi vikunnar hafi Vinnueftirlitið verið kallað til þar sem starfsaðstæður voru metnar.Dæmu um hvernig sterkum nikótínvökva er reynt að smygla til landsins.TollgæslanNikótínvökvin í umbúðum sem eru ekki tryggar Baldur segir það nokkuð algengt að reynt sé að smygla nikótínvökva til landsins en á árunum 2017 og 2018 hefur Tollgæslan lagt hald á fimm hundruð og tuttugu lítra í átján málum. „Þessir fimm hundruð og tuttugu lítrar sem að ég er að tala um eru allt sendingar sem komu hingað undir röngum formerkjum. Annað hvort hefur varan ekki verið rétt tilgreind eða hún verið í umbúðum sem bera það ekki með sér hvert innihald þeirra er. En síðan er ótalinn allur sá vökvi sem við stöðvum sem er rétt tilgreindur og við stöðvum innflutning á,“ segir Baldur.Áttið þið ykkur á því í hvaða tilgangi innflytjendur eru að nota þennan vökva og þá svona sterkan? „Við getum svo sem einungis hugleitt það en mig grunar að þetta sé til þess að blanda sinn eigin styrkleika af rafsígarettuvökva,“ segir Baldur.Sem er ekki löglegt? „Sem er yfir þeim mörkum sem er notast við á markaði í dag,“ segir Baldur. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15 Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Ný könnun Maskínu: „Þetta væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Sjá meira
Tollvörður hjá Tollgæslunni þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa orðið fyrir áhrifum eitrunar af hreinum nikótínvökva sem reynt var að smygla til landsins. Aðstoðaryfirtollvörður segir að það sé nokkuð algengt að reynt sé að smygla slíkum vökva til landsins og að hann sé ekki í viðurkenndum umbúðum, sem auki á hættu. Málið kom upp í upphafi vikunnar þegar tollvörðurinn var að skoða hraðsendingar hingað til lands. Aðstoðaryfirtollvörður segir að umrædd sending hafi verið tekin til nánari skoðunar vegna innihaldsins. Í ljós kom hreinn nikótínvökvi. „Við meðhöndlun á varningnum, þegar það er verið að koma honum fyrir í geymslu, á sér stað smit. Umbúðir ótryggar og tollvörður verður fyrir eitrunaráhrifum,“ segir Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörður.Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörðurVísir/Baldur HrafnkellInnöndun og bein snerting við nikótínvökva getur verið stórskaðleg Ekki hafi reynst unnt að mæla styrkleika vökvans en einkenni hafi fljótlega komið fram í formi höfuðverks og uppkasta. Nikótínvökvi getur verið banvænn sé hans neytt á annan hátt en leiðbeiningar segja til um. Þá getur innöndun og snerting við hreinan vökva verið stórskaðleg. „Oft og tíðum þegar við erum með nikótínvökva, sérstaklega þennan hreinni nikótínvökva sem við erum að vinna með, er hann í umbúðum sem eru ekki merktar sem slíkar,“ segir Baldur. Baldur segir að þegar grunur vakni um innanhald slíkra sendinga séu tollverðir meðvitaðir um hættuna sem fylgi nikótínvökvanum. Eftir uppákomuna í upphafi vikunnar hafi Vinnueftirlitið verið kallað til þar sem starfsaðstæður voru metnar.Dæmu um hvernig sterkum nikótínvökva er reynt að smygla til landsins.TollgæslanNikótínvökvin í umbúðum sem eru ekki tryggar Baldur segir það nokkuð algengt að reynt sé að smygla nikótínvökva til landsins en á árunum 2017 og 2018 hefur Tollgæslan lagt hald á fimm hundruð og tuttugu lítra í átján málum. „Þessir fimm hundruð og tuttugu lítrar sem að ég er að tala um eru allt sendingar sem komu hingað undir röngum formerkjum. Annað hvort hefur varan ekki verið rétt tilgreind eða hún verið í umbúðum sem bera það ekki með sér hvert innihald þeirra er. En síðan er ótalinn allur sá vökvi sem við stöðvum sem er rétt tilgreindur og við stöðvum innflutning á,“ segir Baldur.Áttið þið ykkur á því í hvaða tilgangi innflytjendur eru að nota þennan vökva og þá svona sterkan? „Við getum svo sem einungis hugleitt það en mig grunar að þetta sé til þess að blanda sinn eigin styrkleika af rafsígarettuvökva,“ segir Baldur.Sem er ekki löglegt? „Sem er yfir þeim mörkum sem er notast við á markaði í dag,“ segir Baldur.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15 Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Ný könnun Maskínu: „Þetta væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Sjá meira
Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15
Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent