Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2019 13:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Stefán Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra hefur verið hótað lífláti í tengslum við þriðja orkupakkann. Hefur verið gripið til öryggisráðstafana í utanríkisráðuneytinu í kjölfar þeirra. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Guðlaugur Þór segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að þessar hótanir séu nú komnar inn á borð Ríkislögreglustjóra.Í vor var birt frétt á vef Eyjunnar þess efnis að Guðlaugur Þór og eiginkona hans Ágústa Johnson hefðu mikla hagsmuni af innleiðingu þriðja orkupakkans. Var því haldið fram að þau gætu hagnast um milljarða gangi áform eftir um Búlandsvirkjun. Ástæðan væri sú að félag í eigu Ágústu eigi jörðina Hemrumörk í Skaftárhreppi.Guðlaugur Þór svaraði þessum fréttaflutningi í vor þar sem hann sagði fjarstæðukennt að bera þessar sakir upp á þau hjónin og væri til marks um málefnafátækt þeirra sem eru á móti þriðja orkupakkanum.Í gær birtist svo frétt á vef Fréttatímans þar sem því var velt upp hvort að þriðji orkupakkinn muni skila Guðlaugi Þór og Ágústu 625 milljónum króna í vasann vegna fyrrnefndra virkjanaáforma. Á vef Fréttablaðsins kemur fram að í umræðu um þessa frétt Fréttatímans á samfélagsmiðlum séu dæmi um að Guðlaugi hafi verið hótað lífláti. Guðlaugur Þór segir í skriflegu svari að hann sé ýmsu vanur en í þess tilfelli sé augljóst hver ásetningurinn er með „þessari svokölluðu fjölmiðlaumfjöllun“. „Hins vegar er okkur ráðlagt að taka líflátshótanir alvarlega. Þær hótanir sem mér hafa borist á samfélagsmiðlum vegna þessarar fréttar hafa þegar verið settar í farveg hjá Ríkislögreglustjóra.“ Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra hefur verið hótað lífláti í tengslum við þriðja orkupakkann. Hefur verið gripið til öryggisráðstafana í utanríkisráðuneytinu í kjölfar þeirra. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Guðlaugur Þór segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að þessar hótanir séu nú komnar inn á borð Ríkislögreglustjóra.Í vor var birt frétt á vef Eyjunnar þess efnis að Guðlaugur Þór og eiginkona hans Ágústa Johnson hefðu mikla hagsmuni af innleiðingu þriðja orkupakkans. Var því haldið fram að þau gætu hagnast um milljarða gangi áform eftir um Búlandsvirkjun. Ástæðan væri sú að félag í eigu Ágústu eigi jörðina Hemrumörk í Skaftárhreppi.Guðlaugur Þór svaraði þessum fréttaflutningi í vor þar sem hann sagði fjarstæðukennt að bera þessar sakir upp á þau hjónin og væri til marks um málefnafátækt þeirra sem eru á móti þriðja orkupakkanum.Í gær birtist svo frétt á vef Fréttatímans þar sem því var velt upp hvort að þriðji orkupakkinn muni skila Guðlaugi Þór og Ágústu 625 milljónum króna í vasann vegna fyrrnefndra virkjanaáforma. Á vef Fréttablaðsins kemur fram að í umræðu um þessa frétt Fréttatímans á samfélagsmiðlum séu dæmi um að Guðlaugi hafi verið hótað lífláti. Guðlaugur Þór segir í skriflegu svari að hann sé ýmsu vanur en í þess tilfelli sé augljóst hver ásetningurinn er með „þessari svokölluðu fjölmiðlaumfjöllun“. „Hins vegar er okkur ráðlagt að taka líflátshótanir alvarlega. Þær hótanir sem mér hafa borist á samfélagsmiðlum vegna þessarar fréttar hafa þegar verið settar í farveg hjá Ríkislögreglustjóra.“
Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira