Þingmenn skora hverjir á aðra vegna ákvörðunar Johnsons Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2019 06:15 Evrópusinnar mótmæltu útgöngunni fyrir utan þinghúsið í gær. Líkt og svo oft áður. Nordicphotos/AFP Áfram hélt umræðan í gær um þá ákvörðun Boris Johnson forsætisráðherra að fresta þingfundum. Drottning féllst á bón Johnsons á miðvikudag sem þýðir í raun að þingfundum verður frestað í annarri viku septembermánaðar og öll óafgreidd frumvörp fara aftur á byrjunarreit. Þar með er tíminn orðinn naumur fyrir þingmenn að festa í lög að samningslaus útganga úr ESB sé ekki í boði. Breskir stjórnmálamenn voru ýmist hrifnir eða reiðir vegna ákvörðunarinnar og sögðu andstæðingar ríkisstjórnarinnar á miðvikudag að Johnson hagaði sér einfaldlega eins og einræðisherra í málinu. Hann væri að ganga framhjá þinginu og hundsa þá staðreynd að í Bretlandi væri þingræði. Þessu var Johnson ekki sammála. Nætursvefninn gerði lítið til þess að lægja öldurnar. Jacob Rees-Mogg, harður Brexit-sinni sem stýrir því hvenær stjórnarfrumvörp eru lögð fram, reið á vaðið og skoraði á stjórnarandstæðinga að láta kné fylgja kviði eftir umræðu þeirra um vantraust á Johnson-stjórnina. „Þetta fólk sem er allt að væla og gnísta tönnum veit það fullvel að það hefur tvo kosti í stöðunni. Annar er að skipta um ríkisstjórn og hinn að breyta lögunum,“ sagði Rees-Mogg og bætti við: „Ef þið hafið hvorki hugrekkið né þorið til þess að gera annað hvort munum við ganga út þann 31. október í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ John McDonnell úr Verkamannaflokki tók áskoruninni ekki þegjandi. Sagði flokkinn opinn fyrir því að leggja fram vantrauststillögu sem og fyrir nýjum kosningum. „Ég vil hafa það algjörlega á hreinu, og þetta eru persónuleg skilaboð til Boris Johnson, láttu vaða.“ Verkamannaflokksmaðurinn var ekki sá eini sem ræddi um nýjar kosningar í gær. Ken Clarke, samflokksmaður Johnsons sem er þó alls ekki hrifinn af leiðtoganum, sagði það deginum ljósara að það væri einmitt markmið forsætisráðherrans. „Hann hefur ákveðið að hann vilji kosningar sem snúast um Breta gegn útlendingum, um Breta gegn þinginu, og hann blaðrar um að gera ríkið hið besta í heiminum, föðurlandsást og Trump-lega hluti.“ Barry Gardiner, viðskiptamálatalsmaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að á mánudag myndi þingið reyna að fara af stað með umræður um að banna samningslausa útgöngu. Þótt naumur meirihluti sé gegn slíkri útgöngu á þingi þykir óljóst hvort andstæðingar Johnsons innan Íhaldsflokksins myndu fella ríkisstjórnina. Skoskur dómstóll hlýddi í gær á málflutning í máli sem 75 þingmenn hafa höfðað til að fá úr því skorið hvort þingfrestunin sé lögleg. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00 Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45 Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Áfram hélt umræðan í gær um þá ákvörðun Boris Johnson forsætisráðherra að fresta þingfundum. Drottning féllst á bón Johnsons á miðvikudag sem þýðir í raun að þingfundum verður frestað í annarri viku septembermánaðar og öll óafgreidd frumvörp fara aftur á byrjunarreit. Þar með er tíminn orðinn naumur fyrir þingmenn að festa í lög að samningslaus útganga úr ESB sé ekki í boði. Breskir stjórnmálamenn voru ýmist hrifnir eða reiðir vegna ákvörðunarinnar og sögðu andstæðingar ríkisstjórnarinnar á miðvikudag að Johnson hagaði sér einfaldlega eins og einræðisherra í málinu. Hann væri að ganga framhjá þinginu og hundsa þá staðreynd að í Bretlandi væri þingræði. Þessu var Johnson ekki sammála. Nætursvefninn gerði lítið til þess að lægja öldurnar. Jacob Rees-Mogg, harður Brexit-sinni sem stýrir því hvenær stjórnarfrumvörp eru lögð fram, reið á vaðið og skoraði á stjórnarandstæðinga að láta kné fylgja kviði eftir umræðu þeirra um vantraust á Johnson-stjórnina. „Þetta fólk sem er allt að væla og gnísta tönnum veit það fullvel að það hefur tvo kosti í stöðunni. Annar er að skipta um ríkisstjórn og hinn að breyta lögunum,“ sagði Rees-Mogg og bætti við: „Ef þið hafið hvorki hugrekkið né þorið til þess að gera annað hvort munum við ganga út þann 31. október í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ John McDonnell úr Verkamannaflokki tók áskoruninni ekki þegjandi. Sagði flokkinn opinn fyrir því að leggja fram vantrauststillögu sem og fyrir nýjum kosningum. „Ég vil hafa það algjörlega á hreinu, og þetta eru persónuleg skilaboð til Boris Johnson, láttu vaða.“ Verkamannaflokksmaðurinn var ekki sá eini sem ræddi um nýjar kosningar í gær. Ken Clarke, samflokksmaður Johnsons sem er þó alls ekki hrifinn af leiðtoganum, sagði það deginum ljósara að það væri einmitt markmið forsætisráðherrans. „Hann hefur ákveðið að hann vilji kosningar sem snúast um Breta gegn útlendingum, um Breta gegn þinginu, og hann blaðrar um að gera ríkið hið besta í heiminum, föðurlandsást og Trump-lega hluti.“ Barry Gardiner, viðskiptamálatalsmaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að á mánudag myndi þingið reyna að fara af stað með umræður um að banna samningslausa útgöngu. Þótt naumur meirihluti sé gegn slíkri útgöngu á þingi þykir óljóst hvort andstæðingar Johnsons innan Íhaldsflokksins myndu fella ríkisstjórnina. Skoskur dómstóll hlýddi í gær á málflutning í máli sem 75 þingmenn hafa höfðað til að fá úr því skorið hvort þingfrestunin sé lögleg.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00 Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45 Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00
Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45
Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent