Nauðsynlegt að tölvur geti skilið íslensku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. september 2019 08:00 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms. Mynd/Hörður Sveinsson. Almannarómur er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 2014, af fyrirtækjum og stofnunum til að þróa máltækni fyrir íslenska tungu. Árið 2018 samdi Almannarómur við menntamálaráðuneytið um máltækniáætlun núverandi ríkisstjórnar. Nýlega undirritaði Almannarómur samning við SÍM, samstarfshóp níu fyrirtækja, háskóla og stofnana um íslenska máltækni, 383 milljón króna samning um aðgerðir. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrsta skrefið sé gagnaöflun, smíði stoðtóla og kjarnalausna sem eru vélrænar þýðingar, málrýni, talgervlar og fleira. „Stafrænn dauði tungumáls er sú hætta sem skapast þegar ekki er hægt að nota það á stórum sviðum daglegs lífs, til dæmis þegar við tölum við tæki og búnað til að fá upplýsingar, framkvæma skipanir og þess háttar,“ segir Jóhanna. „Það gæti farið svo að lyklaborð og snertiskjáir fari úr notkun og raddgreining komi í staðinn. Röddin er eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Ef ekkert verður að gert mun íslenskan deyja stafrænum dauða líkt og getur komið fyrir öll þau tungumál sem ekki eru ráðandi í heiminum. Því er þetta verkefni bráðnauðsynlegt.“ Í þessu samhengi nefnir Jóhanna dæmi úr eigin lífi. Hún er með Google Home á heimili sínu, sem er háð raddgreiningu. „Ég get ekki fengið kerfið til að spila fréttir RÚV fyrir mig heldur aðeins erlendar fréttir eins og frá BBC,“ segir hún. „Þetta er dæmi um að íslensk upplýsingaveita lokast.“ Aðspurð um hvort íslenskan sjálf sé nægilega vel búin undir tæknibyltinguna segir Jóhanna svo vera. „Við höfum verið öflug í nýyrðasmíð og ný orð hafa nær undantekningarlaust verið vel heppnuð,“ segir hún. Þetta eigi bæði við tæknileg orð og önnur. „Ef við tökum dönskuna til samanburðar, þá hefur nýyrðasmíðin ekki verið sú sama. Þeir nota til dæmis enska orðið computer yfir tölvur og cowboy-bukser yfir gallabuxur.“ Hún segist helst taka eftir því á ráðstefnum og fundum um tæknileg mál að ensk hugtök séu notuð. Þekkt er einnig að margir noti enskt viðmót í tölvum þó að hið íslenska sé í boði. „Við þurfum að huga að því að íslensk viðmót séu í góðum gæðum til þess að notendurna skilji samskiptin við forritið,“ segir Jóhanna. „Þær kjarnalausnir sem við munum smíða verða allar gefnar út undir opnum leyfum sem þýðir að almenningur, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt þær til að smíða lausnir fyrir neytendamarkað. Þetta verður vegakerfið fyrir aðra til að keyra á og þess vegna þurfa lausnirnar að taka mið af notendum.“ Samningur Almannaróms og SÍM er til eins árs en ekki er hægt að segja á þessu stigi hvenær ávextir verkefnisins þroskast. „Ég lagði áherslu á að fá atvinnulífið með á fyrstu stigum og byggja brú yfir í háskólasamfélagið. Síðan verður farið í að tengjast erlendum fyrirtækjum á þessu sviði. Ég hef mjög mikla trú á þeim hópi sem kemur að þessu,“ segir Jóhanna. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Almannarómur er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 2014, af fyrirtækjum og stofnunum til að þróa máltækni fyrir íslenska tungu. Árið 2018 samdi Almannarómur við menntamálaráðuneytið um máltækniáætlun núverandi ríkisstjórnar. Nýlega undirritaði Almannarómur samning við SÍM, samstarfshóp níu fyrirtækja, háskóla og stofnana um íslenska máltækni, 383 milljón króna samning um aðgerðir. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrsta skrefið sé gagnaöflun, smíði stoðtóla og kjarnalausna sem eru vélrænar þýðingar, málrýni, talgervlar og fleira. „Stafrænn dauði tungumáls er sú hætta sem skapast þegar ekki er hægt að nota það á stórum sviðum daglegs lífs, til dæmis þegar við tölum við tæki og búnað til að fá upplýsingar, framkvæma skipanir og þess háttar,“ segir Jóhanna. „Það gæti farið svo að lyklaborð og snertiskjáir fari úr notkun og raddgreining komi í staðinn. Röddin er eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Ef ekkert verður að gert mun íslenskan deyja stafrænum dauða líkt og getur komið fyrir öll þau tungumál sem ekki eru ráðandi í heiminum. Því er þetta verkefni bráðnauðsynlegt.“ Í þessu samhengi nefnir Jóhanna dæmi úr eigin lífi. Hún er með Google Home á heimili sínu, sem er háð raddgreiningu. „Ég get ekki fengið kerfið til að spila fréttir RÚV fyrir mig heldur aðeins erlendar fréttir eins og frá BBC,“ segir hún. „Þetta er dæmi um að íslensk upplýsingaveita lokast.“ Aðspurð um hvort íslenskan sjálf sé nægilega vel búin undir tæknibyltinguna segir Jóhanna svo vera. „Við höfum verið öflug í nýyrðasmíð og ný orð hafa nær undantekningarlaust verið vel heppnuð,“ segir hún. Þetta eigi bæði við tæknileg orð og önnur. „Ef við tökum dönskuna til samanburðar, þá hefur nýyrðasmíðin ekki verið sú sama. Þeir nota til dæmis enska orðið computer yfir tölvur og cowboy-bukser yfir gallabuxur.“ Hún segist helst taka eftir því á ráðstefnum og fundum um tæknileg mál að ensk hugtök séu notuð. Þekkt er einnig að margir noti enskt viðmót í tölvum þó að hið íslenska sé í boði. „Við þurfum að huga að því að íslensk viðmót séu í góðum gæðum til þess að notendurna skilji samskiptin við forritið,“ segir Jóhanna. „Þær kjarnalausnir sem við munum smíða verða allar gefnar út undir opnum leyfum sem þýðir að almenningur, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt þær til að smíða lausnir fyrir neytendamarkað. Þetta verður vegakerfið fyrir aðra til að keyra á og þess vegna þurfa lausnirnar að taka mið af notendum.“ Samningur Almannaróms og SÍM er til eins árs en ekki er hægt að segja á þessu stigi hvenær ávextir verkefnisins þroskast. „Ég lagði áherslu á að fá atvinnulífið með á fyrstu stigum og byggja brú yfir í háskólasamfélagið. Síðan verður farið í að tengjast erlendum fyrirtækjum á þessu sviði. Ég hef mjög mikla trú á þeim hópi sem kemur að þessu,“ segir Jóhanna.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“