Skuggi karla Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. september 2019 09:00 Ákveðnar vísbendingar eru um að hlandskálin fræga – The Urinal Fountain – sem bylti myndlistinni og kennd hefur verið við hinn fransk-bandaríska Marcel Duchamp, sé alls ekki hans hugmynd. Góð vinkona listamannsins, Baroness Elsa von Freytag-Loringhoven, eigi verkið með húð og hári. Þau hafi sameinast um að kynna það í nafni Duchamps, því vonlaust hafi verið á þeim tíma, fyrir rétt rúmri öld, að listakona fengi áheyrn fyrir boðskapinn. Hlandskálin samræmdist hugmyndafræði Duchamps og skyldleiki hennar við verk sem hann hafði sýnt um skeið, gerð úr hversdaglegum hlutum – fundnum hlutum, ready made, eins og sagt er á ensku – fór ekkert milli mála. Hlandskálin var þúfan sem velti hlassinu, óháð því hvort karl eignaði sér verk konu. Hlandskálin gerði Duchamp að byltingarmanni í myndlist. Áhrifa hans gætir enn þá hjá ungu, framúrskarandi myndlistarfólki um allan heim. Hvort sem þessar kenningar eru sannar, hálfsannar eða lognar varpa þær ljósi á þekktan veruleika. Listakonur hafa verið í skugga starfsbræðra sinna, óháð listrænu erindi. Í öllum listgreinum er fjöldi dæma um að efast sé um verk kvenna. Við erum ekki saklaus. Skilaboðin til Heklu, rithöfundarins í frábærri sögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, sem upplifði sem hversdagslegan sannleik, eru: skáld eru karlkyns. Eyborg Guðmundsdóttir myndlistarkona lést rúmlega fimmtug árið 1977. Sýning á verkum hennar Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöum fyrir fáeinum misserum, var opinberun fyrir marga unnendur myndlistar. Heyra mátti gesti á opnun spyrja hvern annan: Af hverju veit ég svona lítið um þessa konu? Svarið blasir við: Henni hefur ekki verið hampað eins og kollegum af karlkyni. Nú stendur yfir samsýning átta listakvenna í Galleríi i8 við Tryggvagötu. Arna Óttarsdóttir er yngst, en 99 ár eru á milli hennar og þeirrar elstu, Júlíönu heitinnar Sveinsdóttur. Verk Eyborgar, sem sjaldan hafa sést eru á sýningunni og textílmyndir eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, konu sem ekki er áberandi miðað við það sem hún hefur fram að færa. Karin Sander, höfundur pálmanna umdeildu sem eiga að rísa í Vogabyggð, á mottu úr gervigrasi á gallerísgólfinu, skírskotun í fótboltavöll. Einnig eru verk eftir: Rögnu Róbertsdóttur, Margréti H. Blöndal og Ásgerði Búadóttur. Galleríið er ekki að blanda sér í kynjapólitík. En verkin standa fyrir sínu, eiga samleið hvert með öðru og tala til okkar, óháð kyni þeirra sem sýna. Mesta undrunarefnið er hvað lítið fer fyrir dýrgripum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í listalífinu. Annað framsækið gallerí, Berg Contemporary við Klapparstíg, sýnir þrjár listakonur, Huldu Stefánsdóttur, Sigrid Sandström og Marie Söndergaard Lolk, sem allar eru málarar. Vonandi eru þessar sýningar tákn um að listalífið sé hætt að fela konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ákveðnar vísbendingar eru um að hlandskálin fræga – The Urinal Fountain – sem bylti myndlistinni og kennd hefur verið við hinn fransk-bandaríska Marcel Duchamp, sé alls ekki hans hugmynd. Góð vinkona listamannsins, Baroness Elsa von Freytag-Loringhoven, eigi verkið með húð og hári. Þau hafi sameinast um að kynna það í nafni Duchamps, því vonlaust hafi verið á þeim tíma, fyrir rétt rúmri öld, að listakona fengi áheyrn fyrir boðskapinn. Hlandskálin samræmdist hugmyndafræði Duchamps og skyldleiki hennar við verk sem hann hafði sýnt um skeið, gerð úr hversdaglegum hlutum – fundnum hlutum, ready made, eins og sagt er á ensku – fór ekkert milli mála. Hlandskálin var þúfan sem velti hlassinu, óháð því hvort karl eignaði sér verk konu. Hlandskálin gerði Duchamp að byltingarmanni í myndlist. Áhrifa hans gætir enn þá hjá ungu, framúrskarandi myndlistarfólki um allan heim. Hvort sem þessar kenningar eru sannar, hálfsannar eða lognar varpa þær ljósi á þekktan veruleika. Listakonur hafa verið í skugga starfsbræðra sinna, óháð listrænu erindi. Í öllum listgreinum er fjöldi dæma um að efast sé um verk kvenna. Við erum ekki saklaus. Skilaboðin til Heklu, rithöfundarins í frábærri sögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, sem upplifði sem hversdagslegan sannleik, eru: skáld eru karlkyns. Eyborg Guðmundsdóttir myndlistarkona lést rúmlega fimmtug árið 1977. Sýning á verkum hennar Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöum fyrir fáeinum misserum, var opinberun fyrir marga unnendur myndlistar. Heyra mátti gesti á opnun spyrja hvern annan: Af hverju veit ég svona lítið um þessa konu? Svarið blasir við: Henni hefur ekki verið hampað eins og kollegum af karlkyni. Nú stendur yfir samsýning átta listakvenna í Galleríi i8 við Tryggvagötu. Arna Óttarsdóttir er yngst, en 99 ár eru á milli hennar og þeirrar elstu, Júlíönu heitinnar Sveinsdóttur. Verk Eyborgar, sem sjaldan hafa sést eru á sýningunni og textílmyndir eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, konu sem ekki er áberandi miðað við það sem hún hefur fram að færa. Karin Sander, höfundur pálmanna umdeildu sem eiga að rísa í Vogabyggð, á mottu úr gervigrasi á gallerísgólfinu, skírskotun í fótboltavöll. Einnig eru verk eftir: Rögnu Róbertsdóttur, Margréti H. Blöndal og Ásgerði Búadóttur. Galleríið er ekki að blanda sér í kynjapólitík. En verkin standa fyrir sínu, eiga samleið hvert með öðru og tala til okkar, óháð kyni þeirra sem sýna. Mesta undrunarefnið er hvað lítið fer fyrir dýrgripum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í listalífinu. Annað framsækið gallerí, Berg Contemporary við Klapparstíg, sýnir þrjár listakonur, Huldu Stefánsdóttur, Sigrid Sandström og Marie Söndergaard Lolk, sem allar eru málarar. Vonandi eru þessar sýningar tákn um að listalífið sé hætt að fela konur.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun