Til hamingju, Áslaug Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 7. september 2019 09:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengið verið gagnrýndur fyrir að veita konum ekki nægjanlegt brautargengi. Sú gagnrýni átti nokkurn rétt á sér. Samt er það svo að fyrsta konan til að gegna ráðherraembætti á Íslandi og embætti borgarstjóra var frú Auður Auðuns, þingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. En án nokkurs vafa hafa hlutirnir verið að breytast og í formannstíð Bjarna Benediktssonar hafa verið stigin stór skref í rétta átt. Frá árinu 2013, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór í ríkisstjórn, hafa konur gegnt embætti varaformanns og ritara flokksins, þingflokksformennskan og forsæti þingsins hefur verið í höndum kvenna og fjöldi kvenna hefur gegnt stöðu ráðherra á þessum árum. Vitanlega er enn nokkuð í land, eins og staðan er reyndar á fleiri bæjum í pólitíkinni, en þetta er sannarlega í rétta átt. Mikilvægt skref var stigið í gær þegar Áslaug Arna var gerð að ráðherra. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún sannað fyrir þjóðinni að hún er reiðubúin að takast á við flókin viðfangsefni, hefur m.a. verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins ásamt því að vera formaður utanríkismálanefndar Alþings. En aldur hennar er eftirtektarverður, hún er yngsti ráðherrann á lýðveldistímanum. Það er til fyrirmyndar hversu vel Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungum konum. Næstyngsti ráðherrann er Þórdís Kolbrún og hún er jafnframt varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvorki Áslaug né Þórdís eiga frama sinn aldri sínum eða kyni að þakka. Þær hafa báðar sýnt og sannað að þær eru mjög hæfar og flinkir stjórnmálamenn og þess vegna eru þær ráðherrar. Til hamingju, Áslaug, ég er þess viss að þú eigir eftir að starfa landi og þjóð til mikilla heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengið verið gagnrýndur fyrir að veita konum ekki nægjanlegt brautargengi. Sú gagnrýni átti nokkurn rétt á sér. Samt er það svo að fyrsta konan til að gegna ráðherraembætti á Íslandi og embætti borgarstjóra var frú Auður Auðuns, þingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. En án nokkurs vafa hafa hlutirnir verið að breytast og í formannstíð Bjarna Benediktssonar hafa verið stigin stór skref í rétta átt. Frá árinu 2013, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór í ríkisstjórn, hafa konur gegnt embætti varaformanns og ritara flokksins, þingflokksformennskan og forsæti þingsins hefur verið í höndum kvenna og fjöldi kvenna hefur gegnt stöðu ráðherra á þessum árum. Vitanlega er enn nokkuð í land, eins og staðan er reyndar á fleiri bæjum í pólitíkinni, en þetta er sannarlega í rétta átt. Mikilvægt skref var stigið í gær þegar Áslaug Arna var gerð að ráðherra. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún sannað fyrir þjóðinni að hún er reiðubúin að takast á við flókin viðfangsefni, hefur m.a. verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins ásamt því að vera formaður utanríkismálanefndar Alþings. En aldur hennar er eftirtektarverður, hún er yngsti ráðherrann á lýðveldistímanum. Það er til fyrirmyndar hversu vel Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungum konum. Næstyngsti ráðherrann er Þórdís Kolbrún og hún er jafnframt varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvorki Áslaug né Þórdís eiga frama sinn aldri sínum eða kyni að þakka. Þær hafa báðar sýnt og sannað að þær eru mjög hæfar og flinkir stjórnmálamenn og þess vegna eru þær ráðherrar. Til hamingju, Áslaug, ég er þess viss að þú eigir eftir að starfa landi og þjóð til mikilla heilla.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar