Skrifa undir samninga um tvær leiknar þáttaraðir Stefán Árni Pálsson skrifar 6. september 2019 14:30 Svörtu Sandar og Magaluf. Stöð 2 Stöð 2 hefur skrifað undir samninga um tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir í framleiðslu Glassriver. Fyrri serían ber nafnið Svörtu Sandar í leikstjórn Baldvins Z. Um er að ræða magnþrungna glæpaseríu um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Ung lögreglukona byrjar að rannsaka málið, en áttar sig ekki á því að hún er að flækjast inn í mun stærra mál sem teygir sig mörg ár aftur í tímann. Sagan eftir Ragnar Jónsson, Aldísi Hamilton og Andra Óttarsson. Seinni serían ber nafnið Magaluf og er þar um að ræða gamanþáttaseríu um plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood í Ármúla árið 1979, sem ræður sig sem fararstjóra til Spánar til þess að endurheimta æskuástina. Serían er úr smiðju Ragnars Bragasonar, eins af höfundum Vaktaseríanna, skrifuð í samstarfi við Snjólaugu Lúðvíksdóttur og Magnús Leifsson sem jafnframt verður leikstjóri verksins. Steindi Jr. mun fara með aðalhlutverkið. „Við erum gríðarlega spennt að skrifa undir þróunarsamninga um þessar tvær þáttaraðir sem eitt af mikilvægum skrefum okkar í stóraukinni sókn í framleiðslu á íslensku efni á Stöð 2,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri Miðla Sýnar. Þórhallur Gunnarsson, Baldvin Z og Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Góðir landsmenn Menning Svörtu sandar Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Stöð 2 hefur skrifað undir samninga um tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir í framleiðslu Glassriver. Fyrri serían ber nafnið Svörtu Sandar í leikstjórn Baldvins Z. Um er að ræða magnþrungna glæpaseríu um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Ung lögreglukona byrjar að rannsaka málið, en áttar sig ekki á því að hún er að flækjast inn í mun stærra mál sem teygir sig mörg ár aftur í tímann. Sagan eftir Ragnar Jónsson, Aldísi Hamilton og Andra Óttarsson. Seinni serían ber nafnið Magaluf og er þar um að ræða gamanþáttaseríu um plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood í Ármúla árið 1979, sem ræður sig sem fararstjóra til Spánar til þess að endurheimta æskuástina. Serían er úr smiðju Ragnars Bragasonar, eins af höfundum Vaktaseríanna, skrifuð í samstarfi við Snjólaugu Lúðvíksdóttur og Magnús Leifsson sem jafnframt verður leikstjóri verksins. Steindi Jr. mun fara með aðalhlutverkið. „Við erum gríðarlega spennt að skrifa undir þróunarsamninga um þessar tvær þáttaraðir sem eitt af mikilvægum skrefum okkar í stóraukinni sókn í framleiðslu á íslensku efni á Stöð 2,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri Miðla Sýnar. Þórhallur Gunnarsson, Baldvin Z og Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.
Góðir landsmenn Menning Svörtu sandar Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira