Baldvin Z með nýja glæpaseríu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. september 2019 06:15 Baldvin situr sveittur við skriftir. Fréttablaðið/Anton. Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Baldvin segir að stefnt sé að því að serían verði sýnd í lok árs 2021. „Þetta verður eins mikill krimmi og hægt er.“ Hugmyndin kom frá Ragnari Jónssyni en Aldís Hamilton og Andri Óttarsson koma einnig að skrifunum. Baldvin segir að grunnurinn að sögunni sé þegar til en nú sé unnið að útfærslum á handritinu. „Ragnar er rannsóknarlögreglumaður og blóðferlafræðingur, einn af okkar fremstu á Íslandi,“ segir Baldvin. „Vegna hans er innsýn okkar inn í þennan heim einstök. Við stillum þessu upp á mjög raunsæjan hátt.“ Svörtu sandar fjallar um unga lögreglukonu sem rannsakar dauðsfall ferðamanns. Baldvin segir að þegar sé búið að ræða um aðalleikara en gefur ekkert upp. Baldvin er þekktastur fyrir kvikmyndirnar Lof mér að falla frá árinu 2018 og Vonarstræti frá 2014. Magaluf er gamanþáttaröð í leikstjórn Magnúsar Leifssonar og gerist árið 1979. Í aðalhlutverki verður Steindi Jr. sem leikur plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood sem gerist fararstjóri í Spánarferð til að endurheimta æskuástina. Ragnar Bragason skrifaði handritið ásamt Magnúsi og Snjólaugu Lúðvíksdóttur. Birtist í Fréttablaðinu Menning Svörtu sandar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Baldvin segir að stefnt sé að því að serían verði sýnd í lok árs 2021. „Þetta verður eins mikill krimmi og hægt er.“ Hugmyndin kom frá Ragnari Jónssyni en Aldís Hamilton og Andri Óttarsson koma einnig að skrifunum. Baldvin segir að grunnurinn að sögunni sé þegar til en nú sé unnið að útfærslum á handritinu. „Ragnar er rannsóknarlögreglumaður og blóðferlafræðingur, einn af okkar fremstu á Íslandi,“ segir Baldvin. „Vegna hans er innsýn okkar inn í þennan heim einstök. Við stillum þessu upp á mjög raunsæjan hátt.“ Svörtu sandar fjallar um unga lögreglukonu sem rannsakar dauðsfall ferðamanns. Baldvin segir að þegar sé búið að ræða um aðalleikara en gefur ekkert upp. Baldvin er þekktastur fyrir kvikmyndirnar Lof mér að falla frá árinu 2018 og Vonarstræti frá 2014. Magaluf er gamanþáttaröð í leikstjórn Magnúsar Leifssonar og gerist árið 1979. Í aðalhlutverki verður Steindi Jr. sem leikur plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood sem gerist fararstjóri í Spánarferð til að endurheimta æskuástina. Ragnar Bragason skrifaði handritið ásamt Magnúsi og Snjólaugu Lúðvíksdóttur.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Svörtu sandar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira