Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Björn Þorfinnsson skrifar 6. september 2019 06:15 Hrókeringar í ráðum og nefndum hafa skilað nokkrum borgarfulltrúum miklum launahækkunum. Fréttablaðið/Stefán reykjavik Nýafstaðin kosning í hverfisráð Reykjavíkurborgar tryggði nokkrum borgarfulltrúum væna launahækkun en aðeins einn borgarfulltrúi lækkaði í launum á þessu tímabili, Dóra Björt Guðjónsdóttir, fráfarandi forseti borgarstjórnar. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum. Ég vel mér frekar ráð eða nefndir eftir áhugasviði mínu en ekki launaumslaginu,“ segir Dóra Björt. Launakjör borgarfulltrúa eru nokkuð flókin í útreikningi og til glöggvunar heldur Reykjavíkurborg út vefsíðu þar sem laun hinna kjörnu eru gefin upp. Upplýsingarnar hafa þó ekki verið uppfærðar í meira en hálft ár þrátt fyrir að vísitöluhækkun hafi gengið í gegn í sumar sem og ýmsar hrókeringar á nefndum og ráðum átt sér stað undanfarnar vikur. Fréttablaðið tók því ómakið af stjórnendum borgarinnar.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum.“Borgarfulltrúar fá greidd grunnlaun sem breytast í takt við launavísitölu á hálfs árs fresti, í janúar og í júlí. Í dag eru grunnlaunin 762.995 krónur samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Ofan á launin bætast síðan álagsgreiðslur, upp á 25% ofan á launin, fyrir formennsku í nefndum, formennsku í borgarstjórnarflokki sem og svokallað þriggja nefnda álag. Eins og nafnið gefur til kynna þá eiga borgarfulltrúar rétt á því ef þeir sitja í að minnsta kosti þremur fastanefndum. Þá fá borgarfulltrúar greitt sérstaklega fyrir setu í ráðum sem og ýmsum fyrirtækjum sem Reykjavíkurborg á að fullu eða hluta. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur hækkað mest í launum af borgarfulltrúunum eða um 23,5%. Helgast hækkunin af því að Valgerður var kjörin sem aðalmaður í borgarráð, sem gefur 190 þúsund krónur aukalega á mánuði, auk þess sem hún var í vikunni kjörin í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals. Það þýddi að Valgerður uppfyllir skilyrði um þriggja nefnda álag sem þýðir einnig 190 þúsund krónur aukalega á mánuði. Á móti vék Valgerður úr stjórn Faxaflóahafna sem þýddi tekjutap upp á rúmar 130 þúsund krónur á mánuði. Í heildina eru mánaðarlaun Valgerðar nú 1.199.584 krónur í stað 971 þúsund króna fyrir sjö mánuðum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
reykjavik Nýafstaðin kosning í hverfisráð Reykjavíkurborgar tryggði nokkrum borgarfulltrúum væna launahækkun en aðeins einn borgarfulltrúi lækkaði í launum á þessu tímabili, Dóra Björt Guðjónsdóttir, fráfarandi forseti borgarstjórnar. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum. Ég vel mér frekar ráð eða nefndir eftir áhugasviði mínu en ekki launaumslaginu,“ segir Dóra Björt. Launakjör borgarfulltrúa eru nokkuð flókin í útreikningi og til glöggvunar heldur Reykjavíkurborg út vefsíðu þar sem laun hinna kjörnu eru gefin upp. Upplýsingarnar hafa þó ekki verið uppfærðar í meira en hálft ár þrátt fyrir að vísitöluhækkun hafi gengið í gegn í sumar sem og ýmsar hrókeringar á nefndum og ráðum átt sér stað undanfarnar vikur. Fréttablaðið tók því ómakið af stjórnendum borgarinnar.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum.“Borgarfulltrúar fá greidd grunnlaun sem breytast í takt við launavísitölu á hálfs árs fresti, í janúar og í júlí. Í dag eru grunnlaunin 762.995 krónur samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Ofan á launin bætast síðan álagsgreiðslur, upp á 25% ofan á launin, fyrir formennsku í nefndum, formennsku í borgarstjórnarflokki sem og svokallað þriggja nefnda álag. Eins og nafnið gefur til kynna þá eiga borgarfulltrúar rétt á því ef þeir sitja í að minnsta kosti þremur fastanefndum. Þá fá borgarfulltrúar greitt sérstaklega fyrir setu í ráðum sem og ýmsum fyrirtækjum sem Reykjavíkurborg á að fullu eða hluta. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur hækkað mest í launum af borgarfulltrúunum eða um 23,5%. Helgast hækkunin af því að Valgerður var kjörin sem aðalmaður í borgarráð, sem gefur 190 þúsund krónur aukalega á mánuði, auk þess sem hún var í vikunni kjörin í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals. Það þýddi að Valgerður uppfyllir skilyrði um þriggja nefnda álag sem þýðir einnig 190 þúsund krónur aukalega á mánuði. Á móti vék Valgerður úr stjórn Faxaflóahafna sem þýddi tekjutap upp á rúmar 130 þúsund krónur á mánuði. Í heildina eru mánaðarlaun Valgerðar nú 1.199.584 krónur í stað 971 þúsund króna fyrir sjö mánuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira