Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Heimir Már Pétursson, Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 5. september 2019 17:26 Áslaug Arna í þingsal í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Nýr dómsmálaráðherra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti um valið eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll nú síðdegis. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Hún segist þakklát fyrir traustið sem henni er sýnt. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálf orðaði Sigríður það sem svo að hún hefði ákveðið að „stíga til hliðar“ í einhverjar vikur. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótir. Áslaug Arna er 28 ára gömul, fædd 30. nóvember árið 1990. Hún er fimmti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og hefur verið varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Þá er hún ritari flokksins. Hún settist fyrst á Alþingi árið 2016.Sjá einnig:Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Þegar Bjarni greindi fjölmiðlum frá ákvörðuninni sagði hann Sjálfstæðisflokkinn treysta ungu fólki til að gegna áhrifastöðum í íslenskum stjórnmálum. „Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Áslaug Arna var sjálf ekki viðstödd fundinn en hún var á þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggistefnu Evrópusambandsins í Helsinki. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Áslaug Arna lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 2010 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum. Áður en hún settist á þing starfaði Áslaug Arna hjá jafningafræðslu Hins hússins árið 2010, sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2011 til 2013, sem lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi frá 2014 til 2015 og sem laganemi á lögmannsstofunni Juris árið 2016. Hún er nokkrum mánuðum yngri en Þórdís Kolbrún var þegar hún varð ráðherra. Eysteinn Jónsson var yngri þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra árið 1934.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Nýr dómsmálaráðherra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti um valið eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll nú síðdegis. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Hún segist þakklát fyrir traustið sem henni er sýnt. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálf orðaði Sigríður það sem svo að hún hefði ákveðið að „stíga til hliðar“ í einhverjar vikur. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótir. Áslaug Arna er 28 ára gömul, fædd 30. nóvember árið 1990. Hún er fimmti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og hefur verið varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Þá er hún ritari flokksins. Hún settist fyrst á Alþingi árið 2016.Sjá einnig:Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Þegar Bjarni greindi fjölmiðlum frá ákvörðuninni sagði hann Sjálfstæðisflokkinn treysta ungu fólki til að gegna áhrifastöðum í íslenskum stjórnmálum. „Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Áslaug Arna var sjálf ekki viðstödd fundinn en hún var á þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggistefnu Evrópusambandsins í Helsinki. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Áslaug Arna lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 2010 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum. Áður en hún settist á þing starfaði Áslaug Arna hjá jafningafræðslu Hins hússins árið 2010, sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2011 til 2013, sem lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi frá 2014 til 2015 og sem laganemi á lögmannsstofunni Juris árið 2016. Hún er nokkrum mánuðum yngri en Þórdís Kolbrún var þegar hún varð ráðherra. Eysteinn Jónsson var yngri þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra árið 1934.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira