Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2019 16:58 Svona leit Bústaðavegurinn út á slaginu sex. Vísir/Vilhelm Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. Hringbraut í vesturátt er sérstaklega slæm og teygir umferðin sig langt út á Granda. Framkvæmdir á Bústaðavegi, sem tilkynnt var um 30. ágúst á vef Vegagerðarinnar, gætu átt hlut að máli. Þau svör fengust hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að ekkert slys hefði átt sér stað. Bústaðavegurinn væri leiðinlegur og búið að takmarka umferð um veginn. „Það er bara allt pikkstopp í bænum,“ sagði starfsmaður slökkviliðsins. Í tilkynningu um framkvæmdir við lengingu fráfreinar og breikkun rampa á Bústaðavegi frá 30. ágúst segir eftirfarandi: Framkvæmdir eru hafnar við breytingar - og breikkun fráreinar til austurs við hlið syðri akreina á Bústaðavegi, þ.e. milli Suðurhlíðar og Kringlumýrarbrautar. Á þessum kafla verður annarri akrein fyrir umferð til austurs um Bústaðaveg lokað tímabundið, á meðan á framkvæmdinni stendur. Einnig verður unnið við umferðarljós og breytingar á akreinum akstursrampa Bústaðavegar, til suðurs að Kringlumýrarbraut (Hafnarfjarðarvegi (40)).Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði nú í haust og eru verklok áætluð 15. nóvember 2019. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um vinnusvæðið. Hér að neðan má sjá myndir sem teknar eru af umferðinni í Reykjavík nú á sjötta tímanum. Enn voru langar bílaraðir á Miklubraut og Hringbraut, sem og á Bústaðavegi.Horft yfir Miklubraut klukkan 18:00.Vísir/TumiLöng bílaröð á Hringbraut til vesturs klukkan 18:13.Vísir/TumiSnærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, lýsir reynslu sinni af skutli síðdegis í dag.Umferðin við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar klukkan 18:34.Vísir/Stefán ÁrniMargrét Erla Maack veltir umferðinni sömuleiðis fyrir sér. Er eitthvað slys eða er þetta venjulegt umferðaröngþveiti á Hringbraut, Njarðargötu, Skúlagötu og götunni hjá Háskólanum (Oddagötu??) Kv konan sem er aldrei í umferðinni— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) September 5, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. Hringbraut í vesturátt er sérstaklega slæm og teygir umferðin sig langt út á Granda. Framkvæmdir á Bústaðavegi, sem tilkynnt var um 30. ágúst á vef Vegagerðarinnar, gætu átt hlut að máli. Þau svör fengust hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að ekkert slys hefði átt sér stað. Bústaðavegurinn væri leiðinlegur og búið að takmarka umferð um veginn. „Það er bara allt pikkstopp í bænum,“ sagði starfsmaður slökkviliðsins. Í tilkynningu um framkvæmdir við lengingu fráfreinar og breikkun rampa á Bústaðavegi frá 30. ágúst segir eftirfarandi: Framkvæmdir eru hafnar við breytingar - og breikkun fráreinar til austurs við hlið syðri akreina á Bústaðavegi, þ.e. milli Suðurhlíðar og Kringlumýrarbrautar. Á þessum kafla verður annarri akrein fyrir umferð til austurs um Bústaðaveg lokað tímabundið, á meðan á framkvæmdinni stendur. Einnig verður unnið við umferðarljós og breytingar á akreinum akstursrampa Bústaðavegar, til suðurs að Kringlumýrarbraut (Hafnarfjarðarvegi (40)).Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði nú í haust og eru verklok áætluð 15. nóvember 2019. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um vinnusvæðið. Hér að neðan má sjá myndir sem teknar eru af umferðinni í Reykjavík nú á sjötta tímanum. Enn voru langar bílaraðir á Miklubraut og Hringbraut, sem og á Bústaðavegi.Horft yfir Miklubraut klukkan 18:00.Vísir/TumiLöng bílaröð á Hringbraut til vesturs klukkan 18:13.Vísir/TumiSnærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, lýsir reynslu sinni af skutli síðdegis í dag.Umferðin við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar klukkan 18:34.Vísir/Stefán ÁrniMargrét Erla Maack veltir umferðinni sömuleiðis fyrir sér. Er eitthvað slys eða er þetta venjulegt umferðaröngþveiti á Hringbraut, Njarðargötu, Skúlagötu og götunni hjá Háskólanum (Oddagötu??) Kv konan sem er aldrei í umferðinni— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) September 5, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira