Orðin ein og sér duga ekki Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 5. september 2019 07:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem birt var 30. nóvember árið 2017 stendur eftirfarandi setning: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Ýmislegt hefur gengið eftir sem boðað er í stefnuyfirlýsingunni, en ekki sá þáttur sem snertir rekstrargrunn hjúkrunarheimila og dagþjálfun og vitnað er til hér að ofan. Nú er kjörtímabilið nær hálfnað og á þeim tveimur árum sem ríkisstjórnin hefur setið við völd hefur hún hrint í framkvæmd stöðugum skerðingum á rekstrarframlagi til hjúkrunarheimila og hefur að auki boðað að svo verði áfram til og með árinu 2021, en áætlunin gildir til 2024. Samkvæmt áætluninni fá aðrar heilbrigðisstofnanir en hjúkrunarheimili aukið framlag og því ber auðvitað að fagna.Róðurinn þyngist ár frá ári Eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslum sínum er rekstur hjúkrunarheimila almennt mjög þungur og hefur róðurinn þyngst ár frá ári í samræmi við fjárhagsskerðingar ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi skiptir einnig máli að ekki er lengur í gildi rammasamningur milli hjúkrunarheimilanna og Sjúkratrygginga Íslands, en síðasti samningur sem tók gildi 2016 rann sitt skeið í árslok 2018 þegar Sjúkratryggingar breyttu aðferðafræði sinni við útgreiðslu fjármagns tengt RAI-mati og einnig vinnubrögðum við úthlutun smæðarálags. Ákvörðun Sjúkratrygginga var tekin einhliða og án viðræðna við hjúkrunarheimilin, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) eða Samband íslenskra sveitarfélaga. SFV og sveitarfélögin starfrækja sameiginlega samninganefnd f.h. öldrunarstofnana við hið opinbera og ríkir mikill og góður samhljómur í þeim hópi.Galin fjármálaáætlun? Í fyrrnefndri fjármálaáætlun kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í tengslum við málefnasvið hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu sé átak sem felst í fjölgun hjúkrunarrýma bæði með endurgerð eldri rýma og byggingu nýrra, m.a. með byggingu hjúkrunarheimila. Er um að ræða rúmlega 900 rými í heild. Stjórnvöld hafa boðað að 717 rými verði byggð til 2024 þegar áætlað er að þau verði orðin 3.433 í heild, sem er 26% aukning frá árinu 2018. Á sama tíma gerir ríkisstjórnin ráð fyrir aðeins 6% auknu fjármagni til rekstrar málefnasviðsins, enda viðurkennt að í fjármálaáætluninni hefur lítið tillit verið tekið til byggingar eða rekstrar nýju hjúkrunarrýmanna.Fyrirheitin reynst orðin tóm Þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar 30. nóvember 2017 um að hugað skyldi að styrkingu rekstrargrundvallar hjúkrunarheimila landsins, hafa á þeim 21 mánuði sem stjórnin hefur setið við völd að miklu leyti reynst orðin tóm enda áframhaldandi raunskerðingar boðaðar til og með árinu 2021 ár í það minnsta. En lengi skal manninn reyna. Því skora ég á Alþingi og ekki síst fjárveitingavaldið að fara alvarlega ofan í saumana á fjárhagsgrunni hjúkrunarheimilanna og rýna betur skýrslur Ríkisendurskoðunar um málefnasviðið. Trúverðugt samtal milli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands, öldrunarstofnana og sveitarfélaga væri gott fyrsta skref. Forsenda árangurs og breiðari sáttar um málaflokkinn er stóraukið samráð og skilningur á eðli rekstrar hjúkrunarheimila sem eru ein af mikilvægustu grunnstoðum íslenska velferðarkerfisins. Orð á blaði duga ekki ein og sér.Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Bjarki Þorsteinsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem birt var 30. nóvember árið 2017 stendur eftirfarandi setning: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Ýmislegt hefur gengið eftir sem boðað er í stefnuyfirlýsingunni, en ekki sá þáttur sem snertir rekstrargrunn hjúkrunarheimila og dagþjálfun og vitnað er til hér að ofan. Nú er kjörtímabilið nær hálfnað og á þeim tveimur árum sem ríkisstjórnin hefur setið við völd hefur hún hrint í framkvæmd stöðugum skerðingum á rekstrarframlagi til hjúkrunarheimila og hefur að auki boðað að svo verði áfram til og með árinu 2021, en áætlunin gildir til 2024. Samkvæmt áætluninni fá aðrar heilbrigðisstofnanir en hjúkrunarheimili aukið framlag og því ber auðvitað að fagna.Róðurinn þyngist ár frá ári Eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslum sínum er rekstur hjúkrunarheimila almennt mjög þungur og hefur róðurinn þyngst ár frá ári í samræmi við fjárhagsskerðingar ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi skiptir einnig máli að ekki er lengur í gildi rammasamningur milli hjúkrunarheimilanna og Sjúkratrygginga Íslands, en síðasti samningur sem tók gildi 2016 rann sitt skeið í árslok 2018 þegar Sjúkratryggingar breyttu aðferðafræði sinni við útgreiðslu fjármagns tengt RAI-mati og einnig vinnubrögðum við úthlutun smæðarálags. Ákvörðun Sjúkratrygginga var tekin einhliða og án viðræðna við hjúkrunarheimilin, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) eða Samband íslenskra sveitarfélaga. SFV og sveitarfélögin starfrækja sameiginlega samninganefnd f.h. öldrunarstofnana við hið opinbera og ríkir mikill og góður samhljómur í þeim hópi.Galin fjármálaáætlun? Í fyrrnefndri fjármálaáætlun kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í tengslum við málefnasvið hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu sé átak sem felst í fjölgun hjúkrunarrýma bæði með endurgerð eldri rýma og byggingu nýrra, m.a. með byggingu hjúkrunarheimila. Er um að ræða rúmlega 900 rými í heild. Stjórnvöld hafa boðað að 717 rými verði byggð til 2024 þegar áætlað er að þau verði orðin 3.433 í heild, sem er 26% aukning frá árinu 2018. Á sama tíma gerir ríkisstjórnin ráð fyrir aðeins 6% auknu fjármagni til rekstrar málefnasviðsins, enda viðurkennt að í fjármálaáætluninni hefur lítið tillit verið tekið til byggingar eða rekstrar nýju hjúkrunarrýmanna.Fyrirheitin reynst orðin tóm Þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar 30. nóvember 2017 um að hugað skyldi að styrkingu rekstrargrundvallar hjúkrunarheimila landsins, hafa á þeim 21 mánuði sem stjórnin hefur setið við völd að miklu leyti reynst orðin tóm enda áframhaldandi raunskerðingar boðaðar til og með árinu 2021 ár í það minnsta. En lengi skal manninn reyna. Því skora ég á Alþingi og ekki síst fjárveitingavaldið að fara alvarlega ofan í saumana á fjárhagsgrunni hjúkrunarheimilanna og rýna betur skýrslur Ríkisendurskoðunar um málefnasviðið. Trúverðugt samtal milli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands, öldrunarstofnana og sveitarfélaga væri gott fyrsta skref. Forsenda árangurs og breiðari sáttar um málaflokkinn er stóraukið samráð og skilningur á eðli rekstrar hjúkrunarheimila sem eru ein af mikilvægustu grunnstoðum íslenska velferðarkerfisins. Orð á blaði duga ekki ein og sér.Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun