Geggjað að gönna Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. september 2019 07:00 Ég breytti ferðavenjum mínum í sumar. Skellti mér á rafmagnshlaupahjól og legg núna bílnum langt í burtu og þeysist um með myljandi þungarokk í eyrunum fram hjá umferð sem hreyfist á hraða snigilsins. Þetta er algjör snilldar ferðamáti en ofboðslega vona ég að aðrir fari ekki að apa eftir mér og þeim fáu sem geta skilið bílinn eftir, því Reykjavíkurborg getur ekki tekið við þeim sem vilja og geta skilið bílinn eftir. Göngu- og hjólastígar eru flestir þröngir, hrikalega illa farnir og ósléttir með djúpum holum. Með haustinu, þegar rigningin bætist við, myndast pollar af því að ódýrasta tilboðinu var tekið. Og af því að ég vinn í miðbænum þá er nú ekki um auðugan rafmagnshjólagarð að gresja. Þar er maður eiginlega bara fyrir. Það heyrist stundum eitthvað frá stjórnmálamönnum borgarinnar um að það þurfi að breyta ferðavenjum og fleiri þurfi að taka strætó eða hjóla eða eitthvað þannig. Sem er fínt hjal en ekkert meir. Af hverju ætti maður að taka strætó sem situr í sömu umferðarsúpu og aðrir á einkabílnum? Af hverju ætti maður að skilja bílinn eftir þegar maður þarf að hjóla á stígum sem eru svo illa gerðir að það er borginni til skammar og svona er lengi hægt að telja. Því biðla ég til þeirra sem eru orðnir leiðir á að vera 70-90 mínútur heim til sín. Ekki gefast upp þó að þið vitið öll að þetta mun aldrei lagast. En bara ekki breyta ferðavenjum. Það er geggjað að gönna, eins og það heitir víst, á hlaupahjólinu sínu um hólótta og vonlausa en tóma stígana. Stígarnir verða fyrst stórhættulegir ef fleiri fara að nota þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég breytti ferðavenjum mínum í sumar. Skellti mér á rafmagnshlaupahjól og legg núna bílnum langt í burtu og þeysist um með myljandi þungarokk í eyrunum fram hjá umferð sem hreyfist á hraða snigilsins. Þetta er algjör snilldar ferðamáti en ofboðslega vona ég að aðrir fari ekki að apa eftir mér og þeim fáu sem geta skilið bílinn eftir, því Reykjavíkurborg getur ekki tekið við þeim sem vilja og geta skilið bílinn eftir. Göngu- og hjólastígar eru flestir þröngir, hrikalega illa farnir og ósléttir með djúpum holum. Með haustinu, þegar rigningin bætist við, myndast pollar af því að ódýrasta tilboðinu var tekið. Og af því að ég vinn í miðbænum þá er nú ekki um auðugan rafmagnshjólagarð að gresja. Þar er maður eiginlega bara fyrir. Það heyrist stundum eitthvað frá stjórnmálamönnum borgarinnar um að það þurfi að breyta ferðavenjum og fleiri þurfi að taka strætó eða hjóla eða eitthvað þannig. Sem er fínt hjal en ekkert meir. Af hverju ætti maður að taka strætó sem situr í sömu umferðarsúpu og aðrir á einkabílnum? Af hverju ætti maður að skilja bílinn eftir þegar maður þarf að hjóla á stígum sem eru svo illa gerðir að það er borginni til skammar og svona er lengi hægt að telja. Því biðla ég til þeirra sem eru orðnir leiðir á að vera 70-90 mínútur heim til sín. Ekki gefast upp þó að þið vitið öll að þetta mun aldrei lagast. En bara ekki breyta ferðavenjum. Það er geggjað að gönna, eins og það heitir víst, á hlaupahjólinu sínu um hólótta og vonlausa en tóma stígana. Stígarnir verða fyrst stórhættulegir ef fleiri fara að nota þá.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar