Erfitt að reka búð í miðbænum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 5. september 2019 06:15 Helga Lilja hannar undir merkinu Bið að heilsa niðrí Slipp ásamt Stephan Stephensen. Fréttablaðið/Anton Brink Nokkrir af þekktustu fatahönnuðum landsins hafa tekið höndum saman og eru með svokallaðan pop-up markað á Laugavegi næstu þrjá daga. Markaðurinn verður opnaður í dag klukkan tíu og úrvalið verður glæsilegt að sögn Helgu Lilju Magnúsdóttur, sem er ein af skipuleggjendum markaðarins. „Mig langaði að halda svona markað af því að ég á ekki lengur búð,“ segir Helgja Lilja hlæjandi. Hún rak áður búðina Kiosk, fyrst á Laugavegi og síðan í Ingólfsstræti, með fleiri hönnuðum sem margir hverjir selja varning sinn á markaðinum næstu daga. Vörur frá Bið að heilsa niður í slipp verða til sölu á markaðinum á Laugarvegi. Mynd/Rut Sigurðar „Já, stór partur af þeim sem ráku Kiosk með mér er að selja núna á pop-up markaðinum. Ég sakna þess mjög að reka búð en það er erfitt í miðbæ Reykjavíkur. Húsnæðið var alltof dýrt. Fyrst vorum við á Laugaveginum, þar sem nóg var að gera.“ Síðan kom upp sú staða að rífa átti húsnæðið sem búðin var í. „Svo átti auðvitað að byggja hótel. Síðan var hætt við þar og í dag er túristabúð í gamla húsnæðinu okkar.“ Búðin flutti í Ingólfsstræti „Það var mjög erfitt, því þá var hún svolítið úr alfara leið. Túristarnir löbbuðu ekki hliðargöturnar eða fram hjá okkur til að mynda, en svo var leigan líka alltof há. Það var eiginlega bara engin leið að halda úti verslun á þessu svæði.“ Hún og hönnuðirnir sem standa að markaðinum sakna margir þess að vera með sjálfstæða sölu, því þá er auðveldara að selja eldri línur. Séu flíkurnar seldar í búðum annarra er sjaldnast í boði að vera með eldra dót á tilboðsverði. „Þótt varan sé ekki úr nýjustu línunni eða glæný þá er hún samt kannski klassísk og falleg. En sé maður ekki með eigin búðarrekstur, getur maður varla selt hana lengur.“ Helga segir lítið um sjálfstæðar hönnunarbúðir og það séu þá helst íslenskir skartgripahönnuðir sem nái að láta það ganga. „Það er engin svona samstarfsbúð í miðbænum núna held ég, minnir að það sé ein í Hafnarfirðinum en það gæti verið að ég sé að fara með fleipur.“ Hægt verður að kaupa gullfallegt skart frá frá Hlín Reykdal næstu daga. Mynd/Anna Maggý Hún segir það þungan róður að vera fatahönnuður á Íslandi. „Það þarf að flytja allt inn til landsins líka.“ Vildi frekar hanna á umhverfisvænni hátt Helga var áður með fatalínuna Helicopter sem naut mikilla vinsælda meðal tískudrósa landsins, en flíkur frá merkinu verða til sölu á markaðinum. „Sú lína er í dvala og ég er mest að hanna undir línunni minni Bið að heilsa niðrí Slipp. Ástæða fyrir því er að BAHNS er mun umhverfisvænna. Með Helicopter var ég mikið að prenta á efni og svo var kannski efni afgangs sem ekki var hægt að nýta í neitt. Í BAHNS er garn sem er alltaf hægt að nota áfram svo nýtingin er betri. Þetta er kallað „slow fashion“. Á markaðinum verða bæði eldri vörur á góðu verði en nokkrir af hönnuðunum verða líka með nýjustu línur sínar til sölu. Hann verður opinn næstu þrjá daga frá og með deginum í dag og er á Laugavegi 7. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Nokkrir af þekktustu fatahönnuðum landsins hafa tekið höndum saman og eru með svokallaðan pop-up markað á Laugavegi næstu þrjá daga. Markaðurinn verður opnaður í dag klukkan tíu og úrvalið verður glæsilegt að sögn Helgu Lilju Magnúsdóttur, sem er ein af skipuleggjendum markaðarins. „Mig langaði að halda svona markað af því að ég á ekki lengur búð,“ segir Helgja Lilja hlæjandi. Hún rak áður búðina Kiosk, fyrst á Laugavegi og síðan í Ingólfsstræti, með fleiri hönnuðum sem margir hverjir selja varning sinn á markaðinum næstu daga. Vörur frá Bið að heilsa niður í slipp verða til sölu á markaðinum á Laugarvegi. Mynd/Rut Sigurðar „Já, stór partur af þeim sem ráku Kiosk með mér er að selja núna á pop-up markaðinum. Ég sakna þess mjög að reka búð en það er erfitt í miðbæ Reykjavíkur. Húsnæðið var alltof dýrt. Fyrst vorum við á Laugaveginum, þar sem nóg var að gera.“ Síðan kom upp sú staða að rífa átti húsnæðið sem búðin var í. „Svo átti auðvitað að byggja hótel. Síðan var hætt við þar og í dag er túristabúð í gamla húsnæðinu okkar.“ Búðin flutti í Ingólfsstræti „Það var mjög erfitt, því þá var hún svolítið úr alfara leið. Túristarnir löbbuðu ekki hliðargöturnar eða fram hjá okkur til að mynda, en svo var leigan líka alltof há. Það var eiginlega bara engin leið að halda úti verslun á þessu svæði.“ Hún og hönnuðirnir sem standa að markaðinum sakna margir þess að vera með sjálfstæða sölu, því þá er auðveldara að selja eldri línur. Séu flíkurnar seldar í búðum annarra er sjaldnast í boði að vera með eldra dót á tilboðsverði. „Þótt varan sé ekki úr nýjustu línunni eða glæný þá er hún samt kannski klassísk og falleg. En sé maður ekki með eigin búðarrekstur, getur maður varla selt hana lengur.“ Helga segir lítið um sjálfstæðar hönnunarbúðir og það séu þá helst íslenskir skartgripahönnuðir sem nái að láta það ganga. „Það er engin svona samstarfsbúð í miðbænum núna held ég, minnir að það sé ein í Hafnarfirðinum en það gæti verið að ég sé að fara með fleipur.“ Hægt verður að kaupa gullfallegt skart frá frá Hlín Reykdal næstu daga. Mynd/Anna Maggý Hún segir það þungan róður að vera fatahönnuður á Íslandi. „Það þarf að flytja allt inn til landsins líka.“ Vildi frekar hanna á umhverfisvænni hátt Helga var áður með fatalínuna Helicopter sem naut mikilla vinsælda meðal tískudrósa landsins, en flíkur frá merkinu verða til sölu á markaðinum. „Sú lína er í dvala og ég er mest að hanna undir línunni minni Bið að heilsa niðrí Slipp. Ástæða fyrir því er að BAHNS er mun umhverfisvænna. Með Helicopter var ég mikið að prenta á efni og svo var kannski efni afgangs sem ekki var hægt að nýta í neitt. Í BAHNS er garn sem er alltaf hægt að nota áfram svo nýtingin er betri. Þetta er kallað „slow fashion“. Á markaðinum verða bæði eldri vörur á góðu verði en nokkrir af hönnuðunum verða líka með nýjustu línur sínar til sölu. Hann verður opinn næstu þrjá daga frá og með deginum í dag og er á Laugavegi 7.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira