Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 20:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna í húsi Landhelgisgæslunnar í Keflavík í kvöld. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi loftslagsvána sem steðjar að norðurslóðum og uppbyggingu Bandaríkahers í Keflavík við Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna í kvöld. Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. Fréttastofa ræddi við forsætisráðherra að loknum fundi hennar og Pence í Keflavík í kvöld. Katrín sagði fundinn hafa verið stuttan en að margt hafi þó verið rætt, einkum málefni norðurslóða. Hún ítrekaði jafnframt að Ísland hefði ekki hafnað þátttöku í Belti og braut, líkt og Pence hélt fram er hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan Höfða í dag. „Það er það nú ekki svo heldur er það þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að taka þátt í Belti og braut.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í sama streng fyrr í kvöld. Þá kvaðst Katrín hafa náð að ræða loftslagsmál við varaforsetann, sem er efasemdarmaður í málaflokknum. Hann er ekki þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og nú síðast í júní vildi hann til að mynda ekki svara því hvort hann telji hamfarahlýnun ógn við Bandaríkin. „Ég lýsti þeirri eindregnu skoðun minni að stærsta hættan sem vofir yfir norðurslóðum sé loftslagsváin en ekki endilega hernaðarlegs eðlis og það sé mjög mikilvægt að halda áfram virku samtali allra þjóða sem hér búa í kringum þetta norðurskaut til að viðhalda friði á svæðinu,“ sagði Katrín.Vissulega ósammála um ýmis mál Hitt „stóra umræðuefnið“, að sögn Katrínar, var uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík. Innt eftir því hvort Bandaríkjamenn vilji meiri viðveru í Keflavík sagði hún að ekkert hefði verið rætt í þeim efnum sem ekki hefur áður komið fram. „Það sem kom fram er að það er í raun ekkert meira fyrirhugað en það sem þegar hefur verið ákveðið. Það er þegar búið að ákveða að stækka hér flugskýli og fara í framkvæmdir til þess að hingað geti komið og farið flugsveitir kafbátaleitarflugvéla. Það var ekkert annað rætt í þeim efnum á okkar fundi.“ Þá hafi verið áréttað á fundinum að samskipti Íslands og Bandaríkjanna væru afar góð. Vissulega séu þau Katrín og Pence ósammála um ýmis mál og það hafi verið rætt á fundi þeirra. Þá sagði Katrín að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei hætti starfsemi hér á landi, líkt og Pence hvatti til í dag. „Við erum með þetta fyrirtæki starfandi hér og það hefur engin ákvörðun verið tekin um annað,“ sagði Katrín. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Búrkína Fasó Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi loftslagsvána sem steðjar að norðurslóðum og uppbyggingu Bandaríkahers í Keflavík við Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna í kvöld. Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. Fréttastofa ræddi við forsætisráðherra að loknum fundi hennar og Pence í Keflavík í kvöld. Katrín sagði fundinn hafa verið stuttan en að margt hafi þó verið rætt, einkum málefni norðurslóða. Hún ítrekaði jafnframt að Ísland hefði ekki hafnað þátttöku í Belti og braut, líkt og Pence hélt fram er hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan Höfða í dag. „Það er það nú ekki svo heldur er það þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að taka þátt í Belti og braut.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í sama streng fyrr í kvöld. Þá kvaðst Katrín hafa náð að ræða loftslagsmál við varaforsetann, sem er efasemdarmaður í málaflokknum. Hann er ekki þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og nú síðast í júní vildi hann til að mynda ekki svara því hvort hann telji hamfarahlýnun ógn við Bandaríkin. „Ég lýsti þeirri eindregnu skoðun minni að stærsta hættan sem vofir yfir norðurslóðum sé loftslagsváin en ekki endilega hernaðarlegs eðlis og það sé mjög mikilvægt að halda áfram virku samtali allra þjóða sem hér búa í kringum þetta norðurskaut til að viðhalda friði á svæðinu,“ sagði Katrín.Vissulega ósammála um ýmis mál Hitt „stóra umræðuefnið“, að sögn Katrínar, var uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík. Innt eftir því hvort Bandaríkjamenn vilji meiri viðveru í Keflavík sagði hún að ekkert hefði verið rætt í þeim efnum sem ekki hefur áður komið fram. „Það sem kom fram er að það er í raun ekkert meira fyrirhugað en það sem þegar hefur verið ákveðið. Það er þegar búið að ákveða að stækka hér flugskýli og fara í framkvæmdir til þess að hingað geti komið og farið flugsveitir kafbátaleitarflugvéla. Það var ekkert annað rætt í þeim efnum á okkar fundi.“ Þá hafi verið áréttað á fundinum að samskipti Íslands og Bandaríkjanna væru afar góð. Vissulega séu þau Katrín og Pence ósammála um ýmis mál og það hafi verið rætt á fundi þeirra. Þá sagði Katrín að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei hætti starfsemi hér á landi, líkt og Pence hvatti til í dag. „Við erum með þetta fyrirtæki starfandi hér og það hefur engin ákvörðun verið tekin um annað,“ sagði Katrín. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Búrkína Fasó Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00