Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 4. september 2019 18:16 Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, segist hafa boðið Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Höfða til að taka aftur upp þráðinn um afkjarnavopnun. Pence hafi ekki tekið illa í tillöguna en sagt að Indverjar og Kínverjar yrðu einnig að koma að borðinu. Pence fundaði með íslenskum ráðamönnum í Höfða í dag en húsið var vettvangur leiðtogafundar Ronalds Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhaíls Gorbatsjev, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í október árið 1986. Í viðtali við Stöð 2 eftir að hann ræddi við Pence sagðist Dagur hafa lýst óánægju sinni með að nýlega hafi Bandaríkin og Rússland kippt stórum afvopnunarsamningi sem Höfðafundurinn gat af sér. „Ég lýsti þeirri skoðun minni að það væri mjög vont og bauð fram Höfða til þess að taka upp þráðinn aftur. Í mínum huga er það ekki ef heldur hvenær allir átta sig á því að við verðu að stefna að kjarnorkuvopnalausum heimi,“ sagði borgarstjóri. Pence hafi sagt að lykillinn að slíkum viðræðum væri að fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn og Rússar kæmu að þeim. Hann vildi fá Kínverja og jafnvel Indverja að borðinu einnig. Spurður að því hvort hann ætti von á að hugmyndin yrðu að veruleika sagði Dagur að orð væru til alls fyrst. „Þegar Ísland fékk beiðni um að halda Höfðafundinn datt engum í hug að hann yrði jafn árangursríkur og síðar reyndist. Ég held að við eigum að byggja á sögu Höfðafundarins og reyna að ýta málum áfram þó að við séum sjálf lítil þjóð,“ sagði Dagur. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, segist hafa boðið Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Höfða til að taka aftur upp þráðinn um afkjarnavopnun. Pence hafi ekki tekið illa í tillöguna en sagt að Indverjar og Kínverjar yrðu einnig að koma að borðinu. Pence fundaði með íslenskum ráðamönnum í Höfða í dag en húsið var vettvangur leiðtogafundar Ronalds Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhaíls Gorbatsjev, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í október árið 1986. Í viðtali við Stöð 2 eftir að hann ræddi við Pence sagðist Dagur hafa lýst óánægju sinni með að nýlega hafi Bandaríkin og Rússland kippt stórum afvopnunarsamningi sem Höfðafundurinn gat af sér. „Ég lýsti þeirri skoðun minni að það væri mjög vont og bauð fram Höfða til þess að taka upp þráðinn aftur. Í mínum huga er það ekki ef heldur hvenær allir átta sig á því að við verðu að stefna að kjarnorkuvopnalausum heimi,“ sagði borgarstjóri. Pence hafi sagt að lykillinn að slíkum viðræðum væri að fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn og Rússar kæmu að þeim. Hann vildi fá Kínverja og jafnvel Indverja að borðinu einnig. Spurður að því hvort hann ætti von á að hugmyndin yrðu að veruleika sagði Dagur að orð væru til alls fyrst. „Þegar Ísland fékk beiðni um að halda Höfðafundinn datt engum í hug að hann yrði jafn árangursríkur og síðar reyndist. Ég held að við eigum að byggja á sögu Höfðafundarins og reyna að ýta málum áfram þó að við séum sjálf lítil þjóð,“ sagði Dagur.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09