Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 4. september 2019 18:16 Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, segist hafa boðið Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Höfða til að taka aftur upp þráðinn um afkjarnavopnun. Pence hafi ekki tekið illa í tillöguna en sagt að Indverjar og Kínverjar yrðu einnig að koma að borðinu. Pence fundaði með íslenskum ráðamönnum í Höfða í dag en húsið var vettvangur leiðtogafundar Ronalds Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhaíls Gorbatsjev, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í október árið 1986. Í viðtali við Stöð 2 eftir að hann ræddi við Pence sagðist Dagur hafa lýst óánægju sinni með að nýlega hafi Bandaríkin og Rússland kippt stórum afvopnunarsamningi sem Höfðafundurinn gat af sér. „Ég lýsti þeirri skoðun minni að það væri mjög vont og bauð fram Höfða til þess að taka upp þráðinn aftur. Í mínum huga er það ekki ef heldur hvenær allir átta sig á því að við verðu að stefna að kjarnorkuvopnalausum heimi,“ sagði borgarstjóri. Pence hafi sagt að lykillinn að slíkum viðræðum væri að fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn og Rússar kæmu að þeim. Hann vildi fá Kínverja og jafnvel Indverja að borðinu einnig. Spurður að því hvort hann ætti von á að hugmyndin yrðu að veruleika sagði Dagur að orð væru til alls fyrst. „Þegar Ísland fékk beiðni um að halda Höfðafundinn datt engum í hug að hann yrði jafn árangursríkur og síðar reyndist. Ég held að við eigum að byggja á sögu Höfðafundarins og reyna að ýta málum áfram þó að við séum sjálf lítil þjóð,“ sagði Dagur. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, segist hafa boðið Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Höfða til að taka aftur upp þráðinn um afkjarnavopnun. Pence hafi ekki tekið illa í tillöguna en sagt að Indverjar og Kínverjar yrðu einnig að koma að borðinu. Pence fundaði með íslenskum ráðamönnum í Höfða í dag en húsið var vettvangur leiðtogafundar Ronalds Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhaíls Gorbatsjev, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í október árið 1986. Í viðtali við Stöð 2 eftir að hann ræddi við Pence sagðist Dagur hafa lýst óánægju sinni með að nýlega hafi Bandaríkin og Rússland kippt stórum afvopnunarsamningi sem Höfðafundurinn gat af sér. „Ég lýsti þeirri skoðun minni að það væri mjög vont og bauð fram Höfða til þess að taka upp þráðinn aftur. Í mínum huga er það ekki ef heldur hvenær allir átta sig á því að við verðu að stefna að kjarnorkuvopnalausum heimi,“ sagði borgarstjóri. Pence hafi sagt að lykillinn að slíkum viðræðum væri að fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn og Rússar kæmu að þeim. Hann vildi fá Kínverja og jafnvel Indverja að borðinu einnig. Spurður að því hvort hann ætti von á að hugmyndin yrðu að veruleika sagði Dagur að orð væru til alls fyrst. „Þegar Ísland fékk beiðni um að halda Höfðafundinn datt engum í hug að hann yrði jafn árangursríkur og síðar reyndist. Ég held að við eigum að byggja á sögu Höfðafundarins og reyna að ýta málum áfram þó að við séum sjálf lítil þjóð,“ sagði Dagur.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09