Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 18:06 Frá fjöldafundinum á Austurvelli nú síðdegis. Vísir/nadine Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. Varaformaður Samtakanna '78 sem staddur er á fundinum segir að mikilvægt hafi verið að mótmæla heimsókninni í ljósi stefnu Trump-stjórnarinnar í málefnum hinseginfólks. Ellefu félagasamtök standa að fjöldafundinum. Þau eru Samtökin '78, Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Femínistafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök MFÍK, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar og Jæja. Unnsteinn Jóhannsson varaformaður Samtakanna '78 er staddur á fundinum sem hófst samkvæmt dagskrá klukkan hálf sex. Unnsteinn segir í samtali við fréttastofu að nauðsynlegt hafi verið að mótmæla komu varaforsetans. Pence hefur verið sakaður um að hafa lagt stein í götu réttindabaráttu samkynhneigðra allan sinn feril. „[…] okkur þykir mikilvægt að láta heyra í okkur til að standa með hinseginfólki í Bandaríkjunum sem núna er að berjast gegn ríkisstjórn Trumps og Pence. Síðustu ár og síðan að þeir tóku við hefur réttindabaráttunni farið aftur og við getum ekki látið það gerast á okkar vakt að sitja hljóðlaust hjá,“ segir Unnsteinn.Mótmælendur héldu margir á regnbogafánum á Austurvelli.Vísir/nadineÞá fagnar hann því að fyrirtæki og stofnanir í Borgartúni í grennd við Höfða, þar sem Pence hitti m.a. utanríkisráðherra og forseta Íslands í dag, hafi dregið regnbogafána hinseginfólks að húni. „Það er alltaf jafnjákvætt að sjá stuðninginn sem samfélagið sýnir hinseginfólki á Íslandi. Ég sá það áðan að Borgartúnið var eiginlega allt bólstrað með hinseginfánum og það er vel. Við erum náttúrulega þakklát þegar fólk sýnir stuðning í verkið. Þetta eru náttúrulega mótmæli og gjörningur og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ Pence er nú kominn til Keflavíkur eftir fundahöld í Höfða í dag. Hann hyggst þar skoða varnarsvæðið og kynna sér öryggismál við Norður-Atlantshaf. Fundur Pence og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 18:45 í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. Varaformaður Samtakanna '78 sem staddur er á fundinum segir að mikilvægt hafi verið að mótmæla heimsókninni í ljósi stefnu Trump-stjórnarinnar í málefnum hinseginfólks. Ellefu félagasamtök standa að fjöldafundinum. Þau eru Samtökin '78, Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Femínistafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök MFÍK, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar og Jæja. Unnsteinn Jóhannsson varaformaður Samtakanna '78 er staddur á fundinum sem hófst samkvæmt dagskrá klukkan hálf sex. Unnsteinn segir í samtali við fréttastofu að nauðsynlegt hafi verið að mótmæla komu varaforsetans. Pence hefur verið sakaður um að hafa lagt stein í götu réttindabaráttu samkynhneigðra allan sinn feril. „[…] okkur þykir mikilvægt að láta heyra í okkur til að standa með hinseginfólki í Bandaríkjunum sem núna er að berjast gegn ríkisstjórn Trumps og Pence. Síðustu ár og síðan að þeir tóku við hefur réttindabaráttunni farið aftur og við getum ekki látið það gerast á okkar vakt að sitja hljóðlaust hjá,“ segir Unnsteinn.Mótmælendur héldu margir á regnbogafánum á Austurvelli.Vísir/nadineÞá fagnar hann því að fyrirtæki og stofnanir í Borgartúni í grennd við Höfða, þar sem Pence hitti m.a. utanríkisráðherra og forseta Íslands í dag, hafi dregið regnbogafána hinseginfólks að húni. „Það er alltaf jafnjákvætt að sjá stuðninginn sem samfélagið sýnir hinseginfólki á Íslandi. Ég sá það áðan að Borgartúnið var eiginlega allt bólstrað með hinseginfánum og það er vel. Við erum náttúrulega þakklát þegar fólk sýnir stuðning í verkið. Þetta eru náttúrulega mótmæli og gjörningur og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ Pence er nú kominn til Keflavíkur eftir fundahöld í Höfða í dag. Hann hyggst þar skoða varnarsvæðið og kynna sér öryggismál við Norður-Atlantshaf. Fundur Pence og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 18:45 í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09