Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 16:43 Mike Pence ávarpaði fjölþjóðlegt lið blaðamanna fyrir utan Höfða eftir fundi hans með utanríkisráðherra og fulltrúum atvinnulífsins. Vísir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. Landið hafi aldrei verið mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi. Hann var þó ekki tilbúinn að tjá sig um framtíðarveru Bandaríkjahers á Íslandi, þau mál yrðu nánar rædd á fundi hans og forsætisráðherra í kvöld. Pence ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Höfða og voru honum varnarmál ofarlega í huga. Hann segist þakklátur Íslendingum fyrir margt, ekki síst fyrir náið og gott samstarf Bandaríkjanna og Íslands allt frá sjálfstæði þess síðarnefnda árið 1944.Klippa: Pence ræðir við fréttamenn fyrir utan Höfða Aukinheldur þakkar hann Íslendingum fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut, innviðauppbyggingarverkefni Kínverja. Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. Það væri ekki í anda þess frjálsa samfélags sem Bandaríkin og Íslendingar vilja vera.Sjá einnig: Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Pence segist vilja styrkja efnahagslegt- og hernaðarlegt (e. strategic) samband ríkjanna enn frekar, ekki síst til að sporna gegn framgöngu Kína og Rússlands á norðurhveli. Ísland hefði í því ljósi aldrei verið mikilvægara með tilliti til varnarmála. Aðspurður var Mike Pence þó ekki tilbúinn að svara því hvort hann hefði í hyggju að auka veru Bandaríkjahers á Ísland eða hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006. Þessi mál yrðu rædd á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra síðar í dag. Hann lagði þó áherslu á hernaðarlegt mikilvægi Íslands og sagði að það væri einarður vilji Bandaríkjanna að tryggja öryggi á norðurslóðum með margvíslegum framlögum - án þess þó að útlista þau nánar.Sjá einnig:Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Nú heldur Mike Pence á fund með forsætisráðherra á varnarsvæðinu í Keflavík. Áfram verður fylgst með heimsókn Pence í beinni á Vísi en ávarp hans í heild sinni má sjá að ofan. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Tengdar fréttir Bandaríkin breiða úr sér í Evrópu Silja Bára Ómarsdóttir telur að öryggis-og varnarmálin verði ofarlega á baugi á fundum varaforsetans með íslenskum ráðamönnum í dag. 4. september 2019 12:26 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. Landið hafi aldrei verið mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi. Hann var þó ekki tilbúinn að tjá sig um framtíðarveru Bandaríkjahers á Íslandi, þau mál yrðu nánar rædd á fundi hans og forsætisráðherra í kvöld. Pence ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Höfða og voru honum varnarmál ofarlega í huga. Hann segist þakklátur Íslendingum fyrir margt, ekki síst fyrir náið og gott samstarf Bandaríkjanna og Íslands allt frá sjálfstæði þess síðarnefnda árið 1944.Klippa: Pence ræðir við fréttamenn fyrir utan Höfða Aukinheldur þakkar hann Íslendingum fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut, innviðauppbyggingarverkefni Kínverja. Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. Það væri ekki í anda þess frjálsa samfélags sem Bandaríkin og Íslendingar vilja vera.Sjá einnig: Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Pence segist vilja styrkja efnahagslegt- og hernaðarlegt (e. strategic) samband ríkjanna enn frekar, ekki síst til að sporna gegn framgöngu Kína og Rússlands á norðurhveli. Ísland hefði í því ljósi aldrei verið mikilvægara með tilliti til varnarmála. Aðspurður var Mike Pence þó ekki tilbúinn að svara því hvort hann hefði í hyggju að auka veru Bandaríkjahers á Ísland eða hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006. Þessi mál yrðu rædd á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra síðar í dag. Hann lagði þó áherslu á hernaðarlegt mikilvægi Íslands og sagði að það væri einarður vilji Bandaríkjanna að tryggja öryggi á norðurslóðum með margvíslegum framlögum - án þess þó að útlista þau nánar.Sjá einnig:Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Nú heldur Mike Pence á fund með forsætisráðherra á varnarsvæðinu í Keflavík. Áfram verður fylgst með heimsókn Pence í beinni á Vísi en ávarp hans í heild sinni má sjá að ofan.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Tengdar fréttir Bandaríkin breiða úr sér í Evrópu Silja Bára Ómarsdóttir telur að öryggis-og varnarmálin verði ofarlega á baugi á fundum varaforsetans með íslenskum ráðamönnum í dag. 4. september 2019 12:26 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Bandaríkin breiða úr sér í Evrópu Silja Bára Ómarsdóttir telur að öryggis-og varnarmálin verði ofarlega á baugi á fundum varaforsetans með íslenskum ráðamönnum í dag. 4. september 2019 12:26
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20