Móttökurnar í Höfða „ógeðslegt kjass“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 16:00 Mótmælendurnir báru eld að bandaríska fánanum í fjörunni við Höfða. Ólíklegt verður að teljast að eldurinn hefði getað breiðst út. Benjamin Julian Benjamín Júlían, annarra mótmælendanna sem handteknir voru við Höfða í dag, segir það hafa verið algjöra „leifturákvörðun“ að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Það gerði hann ásamt félaga sínum í fjörunni við Höfða, þar sem þeir báru eld að bandaríska fánanum - „á öruggum stað,“ eins og Benjamín orðar það. „Við vorum bara að lýsa ógeði okkar á heimsókn varaforsetans,“ segir Benjamín. „Við helltum grillvökva yfir fánann og bárum eld að til þess að andmæla því að Ísland sé notað sem vígvöllur fyrir ógeðslegar skoðanir þessa manns.“ Þar vísar hann ekki síst til afstöðu Mike Pence til réttindabaráttu hinsegin fólks, sem varaforsetinn hefur barist ötullega gegn á þingferli sínum. Til að mynda hefur hann mælt fyrir frumvarpi þess efnis að hjónaband verði skilgreint sem samband karls og konu auk þess sem hann hefur mótmælt því að hinsegin fólk geti gegnt herskyldu vestanhafs.Þegar Vísir náði tali af Benjamín var hann að ganga út af lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem þeim mótmælendunum var haldið. Þeir dvöldu hvor í sínum klefanum „í dálitla stund,“ áður en þeir voru látnir lausnir eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing. Aðspurður um hvort þeir verði ákærðir fyrir framgöngu sína segist Benjamín telja að þeir gætu átt yfir höfði sér refsingu fyrir að smána erlent þjóðríki. Benjamín neitar ekki fyrir það. „Vissulega vorum við að smána annað þjóðríki og sendiboða þessa hér á landi - en það ætti ekki að vera neitt lagaspursmál,“ segir Benjamín. Þeir hafi aðeins verið að viðra skoðanir sínar. „Guð blessi tjáningarfrelsið.“ Benjamín segir fjarstæðukennt að Íslendingar í „háum embættum“ skuli taka á móti hinum umdeilda varaforseta Bandaríkjanna með jafn mikilli viðhöfn - „í stað þess að spyrna á móti þessu ógeðslega þjóðríki.“ Móttökurnar í Höfða hafi þannig verið „ógeðslegt kjass“ og því það eina í stöðunni að mati Benjamíns að mótmæla með fyrrgreindum hætti. Hér að neðan má hlýða á stutta samantekt á ferli Mike Pence. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Mótmælendur handteknir við Höfða Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. 4. september 2019 13:46 Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða Vill að aðskilnaði barna og foreldra verði hætt. 4. september 2019 14:33 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Benjamín Júlían, annarra mótmælendanna sem handteknir voru við Höfða í dag, segir það hafa verið algjöra „leifturákvörðun“ að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Það gerði hann ásamt félaga sínum í fjörunni við Höfða, þar sem þeir báru eld að bandaríska fánanum - „á öruggum stað,“ eins og Benjamín orðar það. „Við vorum bara að lýsa ógeði okkar á heimsókn varaforsetans,“ segir Benjamín. „Við helltum grillvökva yfir fánann og bárum eld að til þess að andmæla því að Ísland sé notað sem vígvöllur fyrir ógeðslegar skoðanir þessa manns.“ Þar vísar hann ekki síst til afstöðu Mike Pence til réttindabaráttu hinsegin fólks, sem varaforsetinn hefur barist ötullega gegn á þingferli sínum. Til að mynda hefur hann mælt fyrir frumvarpi þess efnis að hjónaband verði skilgreint sem samband karls og konu auk þess sem hann hefur mótmælt því að hinsegin fólk geti gegnt herskyldu vestanhafs.Þegar Vísir náði tali af Benjamín var hann að ganga út af lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem þeim mótmælendunum var haldið. Þeir dvöldu hvor í sínum klefanum „í dálitla stund,“ áður en þeir voru látnir lausnir eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing. Aðspurður um hvort þeir verði ákærðir fyrir framgöngu sína segist Benjamín telja að þeir gætu átt yfir höfði sér refsingu fyrir að smána erlent þjóðríki. Benjamín neitar ekki fyrir það. „Vissulega vorum við að smána annað þjóðríki og sendiboða þessa hér á landi - en það ætti ekki að vera neitt lagaspursmál,“ segir Benjamín. Þeir hafi aðeins verið að viðra skoðanir sínar. „Guð blessi tjáningarfrelsið.“ Benjamín segir fjarstæðukennt að Íslendingar í „háum embættum“ skuli taka á móti hinum umdeilda varaforseta Bandaríkjanna með jafn mikilli viðhöfn - „í stað þess að spyrna á móti þessu ógeðslega þjóðríki.“ Móttökurnar í Höfða hafi þannig verið „ógeðslegt kjass“ og því það eina í stöðunni að mati Benjamíns að mótmæla með fyrrgreindum hætti. Hér að neðan má hlýða á stutta samantekt á ferli Mike Pence.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Mótmælendur handteknir við Höfða Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. 4. september 2019 13:46 Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða Vill að aðskilnaði barna og foreldra verði hætt. 4. september 2019 14:33 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14
Mótmælendur handteknir við Höfða Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. 4. september 2019 13:46
Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða Vill að aðskilnaði barna og foreldra verði hætt. 4. september 2019 14:33