Mikil öryggisgæsla er í kringum komu Pence. Þannig fást engar upplýsingar um hvaða leið varaforsetinn ekur til Höfða og sömuleiðis hefur ekki fengist staðfest hvar þeir munu funda með forsetahjónunum Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid.
Leyniskyttur eru á þökum Arion banka og Advania en fyrirtækin eru í næstu byggingum við Höfða. Ljósmyndari Vísis náði meðfylgjandi myndum á öðrum tímanum í dag.
Fylgjast má með gangi mála í Höfða í beinni útsendingu á Vísi.


