Plastlaus september Heiður Magný Herbertsdóttir skrifar 4. september 2019 07:00 Ánægjulegt er að segja frá því að nú í þriðja skipti fer árvekniátakið Plastlaus september af stað. Á þessum tveimur árum síðan átakið fór fyrst af stað hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tölur frá Sorpu sýna að plast skili sér betur til endurvinnslu og hlutfall þess fer minnkandi í almennu heimilissorpi. Aðgengi og úrval af plastlausum vörum hefur stóraukist og nú má finna í almennum matvöruverslunum plastminni og plastlausar vörur. Þegar farið er í matvörubúð má sjá að framleiðendur eru farnir að leita leiða til þess að minnka pakkningar sínar. Sem dæmi má nefna pakkningar af kjöti þar sem leitast er við að minnka plastið og byrjað að nota pappa með. Á þessar pakkningar eru komnar leiðbeiningar um hvernig þær skal flokka, til þess að einfalda neytandanum lífið. Einnig er hægt kaupa bambustannbursta og bambuseyrnapinna í helstu matvörubúðum. Þetta sýnir að það er eftirspurn eftir plastminni vörum og að einstaklingar hafa áhrif þegar þeir velja vörur. Plastlaus september snýst um það að minnka neyslu, velja fjölnota umbúðir fram yfir einnota. Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum. Talað er um að það taki 21 dag að breyta venjum sínum. Hvet ég því alla til að taka þátt í átakinu með því að setja sér markmið við hæfi í mánuðinum. Því margar litlar breytingar verða að einni stóri og getum við öll haft áhrif. Höfum jákvæðnina að leiðarljósi í breyttum neysluvenjum og hrósum hvert öðru fyrir það sem er vel gert. Hægt er að kynna sér átakið nánar á vefsíðunni plastlausseptember.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt er að segja frá því að nú í þriðja skipti fer árvekniátakið Plastlaus september af stað. Á þessum tveimur árum síðan átakið fór fyrst af stað hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tölur frá Sorpu sýna að plast skili sér betur til endurvinnslu og hlutfall þess fer minnkandi í almennu heimilissorpi. Aðgengi og úrval af plastlausum vörum hefur stóraukist og nú má finna í almennum matvöruverslunum plastminni og plastlausar vörur. Þegar farið er í matvörubúð má sjá að framleiðendur eru farnir að leita leiða til þess að minnka pakkningar sínar. Sem dæmi má nefna pakkningar af kjöti þar sem leitast er við að minnka plastið og byrjað að nota pappa með. Á þessar pakkningar eru komnar leiðbeiningar um hvernig þær skal flokka, til þess að einfalda neytandanum lífið. Einnig er hægt kaupa bambustannbursta og bambuseyrnapinna í helstu matvörubúðum. Þetta sýnir að það er eftirspurn eftir plastminni vörum og að einstaklingar hafa áhrif þegar þeir velja vörur. Plastlaus september snýst um það að minnka neyslu, velja fjölnota umbúðir fram yfir einnota. Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum. Talað er um að það taki 21 dag að breyta venjum sínum. Hvet ég því alla til að taka þátt í átakinu með því að setja sér markmið við hæfi í mánuðinum. Því margar litlar breytingar verða að einni stóri og getum við öll haft áhrif. Höfum jákvæðnina að leiðarljósi í breyttum neysluvenjum og hrósum hvert öðru fyrir það sem er vel gert. Hægt er að kynna sér átakið nánar á vefsíðunni plastlausseptember.is.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar